„Ekki gott að við séum að greina of marga“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:53 Pallborðsgestir sammældust um að fleiri úrræði vanti við ADHD hér á landi en lyf. Vísir/Vilhelm Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum: Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum:
Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30