Kaffi eða jafnrétti? Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 09:01 Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun