Kaffi eða jafnrétti? Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 09:01 Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun