Gunnar Bragi ráðgjafi Miðflokksins en ekki kominn aftur í pólitík Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2023 13:17 Gunnar Bragi sat á Alþingi í rúman áratug, en hann segist ekki vera að snúa aftur í pólitík. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið skráður sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi. Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi.
Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira