Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2023 16:23 Ingólfur og Sindri þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún.
Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35