Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 9. nóvember 2023 12:04 Brittney og félagar höfðu ekki skoðað tölvupóstinn og voru því að vonum svekkt að koma að lokuðum dyrum lónsins. Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07