Eyjamönnum sárnar að HSÍ sé ekki tilbúið að hjálpa ÍBV stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Það er mikið álag á Elísu Elíasdóttur og félögum en hún er líka á leiðinni á HM með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Handknattleiksambands Íslands, HSÍ, segir við ÍBV að það sé val Eyjamanna að taka þátt í Evrópukeppni vitandi það að því fylgir meira álag. Eyjamenn eru mjög svekktir með að fá ekki jákvæðari viðbrögð frá sambandinu sínu. Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem ákvörðun HSÍ og Hauka, að verða ekki við beiðni kvennaliðs ÍBV að fresta komandi leik liðanna á miðvikudaginn kemur, var harðlega gagnrýnd. ÍBV er á leið í Evrópuverkefni um komandi helgi og er staðan því núna að liðið mun þurfa leika fjóra leiki á átta dögum og auk þess ferðast til og frá landinu í Evrópuverkefni. Eyjamenn eru ekki sáttir við þetta fyrirkomulag og í yfirlýsingu ÍBV var vitnað í Davíð Egilsson, yfirlækni heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum og liðslækni ÍBV, sem segir komandi leikjatörn liðsins út í hött. Ábyrgð HSÍ sé mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Það er ólga í Eyjum vegna málsins og Aron Guðmundsson ræddi við Garðar B. Sigurjónsson, formann handknattleiksdeildar ÍBV, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eyjaliðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.Vísir/Diego Fá viðbrögð frá fólki í Eyjum og upp á landi „Við erum ekki búnir að fá nein viðbrögð frá HSÍ en við höfum aftur á móti fengið mikil viðbrögð frá öðrum fjölmiðlum og fólki. Bæði fólki hér úr landi en líka upp á landi. Það skilur alveg hvað við erum að tala um með þessari yfirlýsingu,“ sagði Garðar B. Sigurjónsson. Kvennalið ÍBV er að fara í mikla leikjatörn á næstunni og þar bætast inn löng ferðalög líka. „Þetta eru fjórar flugferðir og rútuferðir. Við þurfum að stoppa í Bretlandi í fimm til sex klukkutíma og vera þá á flugvellinum í bæði skiptin, fram og til baka. Þetta er gríðarlegt álag á stelpurnar og við reyndum eins og við gátum að fá báða leikina hingað heim. Það hefði verið mikið álag en ekki eins mikið og það er núna,“ sagði Garðar. Fengu líka nei frá Portúgal „Við fengum þvert nei frá Portúgal varðandi það. Það hefði heldur ekki gengið að vera með þetta báðar helgarnar, heima og að heiman. Það er að byrja stórmót hjá stelpunum og það er undirbúningur fyrir landsliðið sem færi þá inn í þá helgi,“ sagði Garðar. „Við erum rosasár eiginlega að fá ekki meiri skilning og stuðning frá HSÍ. Við erum búin að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að láta þetta ganga upp á sem bestan hátt,“ sagði Garðar. „Við erum búin að finna dagsetningar sem gætu hentað fyrir þennan leik. Svörin frá HSÍ og Haukum eru bara nei, þvert nei. Þessi leikur var settur á núna á miðvikudaginn og við ætlum að mæta. Við höfum ekkert um það að segja,“ sagði Garðar. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur glímt mikið við meiðsli síðustu ár.Vísir/Hulda Margrét HSÍ segir að þetta sé þeirra val Hvaða skýringar fá Eyjamenn á þessari neitun frá Handknattleikssambandinu? „HSÍ segir við okkur að það sé okkar val að taka þátt í Evrópukeppni og við eigum að vita að því fylgir álag. Það er alveg rétt og við vitum að því fylgir álag. Strákarnir okkar eru í Evrópukeppni líka og það verður álag á þeim en ekkert í líkingu við þetta. Af því að það er líka að koma landsliðsundirbúningur fyrir stelpurnar,“ sagði Garðar. „Okkur finnst bara að þau svör sem við fáum frá HSÍ eru að það sé bara okkar val að taka þátt í Evrópukeppni. Okkur finnst það ekki vera nógu góð rök því það er handboltanum til hagsbóta að íslensk lið séu að taka þátt í Evrópukeppni,“ sagði Garðar. Þetta er bara hark og kostnaður „Trúðu mér. Það er ekki verið að taka þátt í þessari Evrópukeppni til að græða einhvern pening, þetta er bara hark og kostnaður. Við erum að þessu til að halda standardinum uppi og ÍBV stelpurnar eru að fara að spila sinn fimmtánda og sextánda Evrópuleik á þremur árum. Þær eru búnar að spila fleiri Evrópuleiki en flest önnur lið síðustu tíu ár,“ sagði Garðar. „Mér finnst bara pínu leitt að HSÍ sé ekki tilbúið til þess að hjálpa okkur. Þetta er öllum til hagsbóta að taka þátt í þessari Evrópukeppni, nema kannski bókhaldinu. Við erum svekkt,“ sagði Garðar. Elísa Elíasdóttir og Eyjakonur hafa spilað marga Evrópuleiki síðustu ár.Vísir/Vilhelm Eyjamenn hafa líka áhyggjur af því að leikmenn liðsins meiðist þegar þeir eru undir svona álagi. Þetta er bara hættulegt „Við höfum áhyggjur af álaginu sem er á stelpunum. Þetta er bara hættulegt. Því miður. Við þurfum að setja leikmennina í fyrsta sætið og við erum að reyna það. Því miður finnst mér eins og HSÍ sé ekki að gera það,“ sagði Garðar. „Tvær af lykilmönnum okkar eru landsliðsstelpur þar af landsliðsfyrirliðinn líka. Ég trúi því ekki að landsliðsþjálfarinn sé eitthvað ánægður með þetta álag sem verður þarna á þeim,“ sagði Garðar. „Við vitum að það voru leikir í fyrra sem voru færðir hjá öðrum liðum. Bæði karla- og kvennamegin hjá Val. Við komum að svolítið að tómum kofanum hjá HSÍ núna ,“ sagði Garðar. Olís-deild kvenna ÍBV HSÍ Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem ákvörðun HSÍ og Hauka, að verða ekki við beiðni kvennaliðs ÍBV að fresta komandi leik liðanna á miðvikudaginn kemur, var harðlega gagnrýnd. ÍBV er á leið í Evrópuverkefni um komandi helgi og er staðan því núna að liðið mun þurfa leika fjóra leiki á átta dögum og auk þess ferðast til og frá landinu í Evrópuverkefni. Eyjamenn eru ekki sáttir við þetta fyrirkomulag og í yfirlýsingu ÍBV var vitnað í Davíð Egilsson, yfirlækni heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum og liðslækni ÍBV, sem segir komandi leikjatörn liðsins út í hött. Ábyrgð HSÍ sé mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Það er ólga í Eyjum vegna málsins og Aron Guðmundsson ræddi við Garðar B. Sigurjónsson, formann handknattleiksdeildar ÍBV, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eyjaliðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.Vísir/Diego Fá viðbrögð frá fólki í Eyjum og upp á landi „Við erum ekki búnir að fá nein viðbrögð frá HSÍ en við höfum aftur á móti fengið mikil viðbrögð frá öðrum fjölmiðlum og fólki. Bæði fólki hér úr landi en líka upp á landi. Það skilur alveg hvað við erum að tala um með þessari yfirlýsingu,“ sagði Garðar B. Sigurjónsson. Kvennalið ÍBV er að fara í mikla leikjatörn á næstunni og þar bætast inn löng ferðalög líka. „Þetta eru fjórar flugferðir og rútuferðir. Við þurfum að stoppa í Bretlandi í fimm til sex klukkutíma og vera þá á flugvellinum í bæði skiptin, fram og til baka. Þetta er gríðarlegt álag á stelpurnar og við reyndum eins og við gátum að fá báða leikina hingað heim. Það hefði verið mikið álag en ekki eins mikið og það er núna,“ sagði Garðar. Fengu líka nei frá Portúgal „Við fengum þvert nei frá Portúgal varðandi það. Það hefði heldur ekki gengið að vera með þetta báðar helgarnar, heima og að heiman. Það er að byrja stórmót hjá stelpunum og það er undirbúningur fyrir landsliðið sem færi þá inn í þá helgi,“ sagði Garðar. „Við erum rosasár eiginlega að fá ekki meiri skilning og stuðning frá HSÍ. Við erum búin að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að láta þetta ganga upp á sem bestan hátt,“ sagði Garðar. „Við erum búin að finna dagsetningar sem gætu hentað fyrir þennan leik. Svörin frá HSÍ og Haukum eru bara nei, þvert nei. Þessi leikur var settur á núna á miðvikudaginn og við ætlum að mæta. Við höfum ekkert um það að segja,“ sagði Garðar. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur glímt mikið við meiðsli síðustu ár.Vísir/Hulda Margrét HSÍ segir að þetta sé þeirra val Hvaða skýringar fá Eyjamenn á þessari neitun frá Handknattleikssambandinu? „HSÍ segir við okkur að það sé okkar val að taka þátt í Evrópukeppni og við eigum að vita að því fylgir álag. Það er alveg rétt og við vitum að því fylgir álag. Strákarnir okkar eru í Evrópukeppni líka og það verður álag á þeim en ekkert í líkingu við þetta. Af því að það er líka að koma landsliðsundirbúningur fyrir stelpurnar,“ sagði Garðar. „Okkur finnst bara að þau svör sem við fáum frá HSÍ eru að það sé bara okkar val að taka þátt í Evrópukeppni. Okkur finnst það ekki vera nógu góð rök því það er handboltanum til hagsbóta að íslensk lið séu að taka þátt í Evrópukeppni,“ sagði Garðar. Þetta er bara hark og kostnaður „Trúðu mér. Það er ekki verið að taka þátt í þessari Evrópukeppni til að græða einhvern pening, þetta er bara hark og kostnaður. Við erum að þessu til að halda standardinum uppi og ÍBV stelpurnar eru að fara að spila sinn fimmtánda og sextánda Evrópuleik á þremur árum. Þær eru búnar að spila fleiri Evrópuleiki en flest önnur lið síðustu tíu ár,“ sagði Garðar. „Mér finnst bara pínu leitt að HSÍ sé ekki tilbúið til þess að hjálpa okkur. Þetta er öllum til hagsbóta að taka þátt í þessari Evrópukeppni, nema kannski bókhaldinu. Við erum svekkt,“ sagði Garðar. Elísa Elíasdóttir og Eyjakonur hafa spilað marga Evrópuleiki síðustu ár.Vísir/Vilhelm Eyjamenn hafa líka áhyggjur af því að leikmenn liðsins meiðist þegar þeir eru undir svona álagi. Þetta er bara hættulegt „Við höfum áhyggjur af álaginu sem er á stelpunum. Þetta er bara hættulegt. Því miður. Við þurfum að setja leikmennina í fyrsta sætið og við erum að reyna það. Því miður finnst mér eins og HSÍ sé ekki að gera það,“ sagði Garðar. „Tvær af lykilmönnum okkar eru landsliðsstelpur þar af landsliðsfyrirliðinn líka. Ég trúi því ekki að landsliðsþjálfarinn sé eitthvað ánægður með þetta álag sem verður þarna á þeim,“ sagði Garðar. „Við vitum að það voru leikir í fyrra sem voru færðir hjá öðrum liðum. Bæði karla- og kvennamegin hjá Val. Við komum að svolítið að tómum kofanum hjá HSÍ núna ,“ sagði Garðar.
Olís-deild kvenna ÍBV HSÍ Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira