Leggur til sektir fyrir slæma hegðun foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2023 16:16 Jón Gunnlaugur Viggósson fyrrverandi handknattleiksmaður, íþróttastjóri, unglingalandsliðsþjálfari og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands segir að sérsamböndin í íþróttahreyfingunni hafi sofið á verðinum. Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna. „Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“ Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
„Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“
Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31