Sífellt fleiri börn sem þurfa stuðning í grunnskólum Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. október 2023 13:13 Arnar Haraldsson ráðgjafi hélt erindi á málþingi um skólamál. Vísir/Arnar Kostnaður vegna stuðningsþjónustu við börn í grunnskólum hefur vaxið mun meira en kostnaður við að fjölga kennurum samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar á þróun reksturs grunnskóla frá 1996 til 2022. Ráðgjafi segir gríðarlega aukningu í fjölgun stöðugilda vegna stuðningsfulltrúa. Í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá yfirfærslu rekstrar grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga árið 2021 var ákveðið að ráðast í úttekt á þróun skólastarfsins og þjónustu við börn. Niðurstöður þeirrar úttektar liggja nú fyrir og eru kynntar á málþinginu „Reynslunni ríkari“ í dag. Mikil aukning stuðningsþjónustuArnar Haraldsson, ráðgjafi og sá sem hélt utan um úttektina, segir helstu niðurstöður hennar vera gríðarlega aukningu í stuðningsþjónustu.„Stöðugildum í grunnskólum hefur fjölgað um sjötíu prósent frá árunum 1998 til 2022 en á sama tíma hefur nemendum fjölgað um ellefu prósent. Þannig það er mikilvægt að svara því í hverju þróunin liggur.,“ segir Arnar og bætir við að vísbendingar séu um að þróunin sé tilkomin vegna fjölgunar á stöðugildum vegna stuðnings í grunnskólum. Fleiri börn sem þurfa stuðning„Börnum í grunnskólum sem þurfa stuðning hefur fjölgað töluvert en við þurfum kannski að vinna aðeins meira í því að hafa skoðun á því hvernig þessi þróun er að eiga sér stað. Ekki bara að hún sé að verða til einhvern veginn,“ segir Arnar. Nauðsynlegt sé að velta því upp hvernig verið sé að halda á þeim ákvörðunum. Í úttektinni kemur jafnframt að Ísland reki eitt dýrasta grunnskólakerfið en lítið af því skili sér til kennara. „Við erum með eitt kostnaðarsamasta grunnskólakerfið meðal OECD ríkjanna en við erum til dæmis hvað kjarasetningu kennara varðar, þá er launabilið milli þeirra sem eru með hæstu og lægstu launin mjög lítið í samanburði við önnur OECD ríki,“ segir Arnar. Launabil bili þeirra með minnstu reynsluna og mestu sé í raun ekki neitt. Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá yfirfærslu rekstrar grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga árið 2021 var ákveðið að ráðast í úttekt á þróun skólastarfsins og þjónustu við börn. Niðurstöður þeirrar úttektar liggja nú fyrir og eru kynntar á málþinginu „Reynslunni ríkari“ í dag. Mikil aukning stuðningsþjónustuArnar Haraldsson, ráðgjafi og sá sem hélt utan um úttektina, segir helstu niðurstöður hennar vera gríðarlega aukningu í stuðningsþjónustu.„Stöðugildum í grunnskólum hefur fjölgað um sjötíu prósent frá árunum 1998 til 2022 en á sama tíma hefur nemendum fjölgað um ellefu prósent. Þannig það er mikilvægt að svara því í hverju þróunin liggur.,“ segir Arnar og bætir við að vísbendingar séu um að þróunin sé tilkomin vegna fjölgunar á stöðugildum vegna stuðnings í grunnskólum. Fleiri börn sem þurfa stuðning„Börnum í grunnskólum sem þurfa stuðning hefur fjölgað töluvert en við þurfum kannski að vinna aðeins meira í því að hafa skoðun á því hvernig þessi þróun er að eiga sér stað. Ekki bara að hún sé að verða til einhvern veginn,“ segir Arnar. Nauðsynlegt sé að velta því upp hvernig verið sé að halda á þeim ákvörðunum. Í úttektinni kemur jafnframt að Ísland reki eitt dýrasta grunnskólakerfið en lítið af því skili sér til kennara. „Við erum með eitt kostnaðarsamasta grunnskólakerfið meðal OECD ríkjanna en við erum til dæmis hvað kjarasetningu kennara varðar, þá er launabilið milli þeirra sem eru með hæstu og lægstu launin mjög lítið í samanburði við önnur OECD ríki,“ segir Arnar. Launabil bili þeirra með minnstu reynsluna og mestu sé í raun ekki neitt.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira