Arnar um stórleik Ægis: Hann æfir eins og hann spilar Andri Már Eggertsson skrifar 26. október 2023 21:40 Arnar Guðjónsson ræðir við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Stjarnan vann endurkomusigur gegn Keflavík á heimavelli 87-81. Stjarnan var mest nítján stigum undir og Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. „Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Sjá meira