Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 16:00 Njarðvíkingurinn Mario Matasovic treður boltanum í körfuna í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. Keflavík sló Njarðvík út úr bikarkeppninni í fyrra og var það sjötti bikarsigur Keflavíkur í röð á móti Njarðvík. Liðin mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Það er því þegar ljóst að annað Reykjanesbæjarliðið spilar aðeins einn bikarleik á þessari leiktíð. Keflavík vann þrettán stiga sigur á Njarðvík í átta liða úrslitum í fyrra, 99-86. Dominykas Milka, núverandi leikmaður Njarðvíkur, var með 22 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta fyrir Keflavík í leiknum en hann hitti úr 64 prósent skota sinna í leiknum og var með 30 framlagsstig á innan við 29 spiluðum mínútum. Aðeins þrír af þeim níu Keflvíkingum sem spiluðu leikinn eru enn hjá liðinu eða þeir Igor Maric, Jaka Brodnik og Halldór Garðar Hermannsson. Hjá Njarðvíkingum eru aðeins tveir eftir af þeim átta sem spiluðu þennan leik fyrir tæpu ári síðan eða þeir Maciek Baginski og Mario Matasovic. Liðin hafa því breyst mikið frá því í fyrra. Keflvíkingar unnu einnig síðasta bikarleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða þegar þeir unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 73-68, í sextán liða úrslitum 8. desember 2019. Milka var líka með stórleik fyrir Keflavík í þeim en hann bauð þá upp á 25 stig, 11 fráköst og 64 prósent skotnýtingu. Það þarf að fara alla leið aftur til 9. janúar 2005 til að finna bikarleik Njarðvíkur og Keflavíkur þar sem Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Njarðvík vann þá þriggja stiga sigur í Keflavík, 88-85, í átta liða úrslitum. Anthony Lackey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Glover var með 30 stig fyrir Keflavík og Nick Bradford skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira
Keflavík sló Njarðvík út úr bikarkeppninni í fyrra og var það sjötti bikarsigur Keflavíkur í röð á móti Njarðvík. Liðin mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Það er því þegar ljóst að annað Reykjanesbæjarliðið spilar aðeins einn bikarleik á þessari leiktíð. Keflavík vann þrettán stiga sigur á Njarðvík í átta liða úrslitum í fyrra, 99-86. Dominykas Milka, núverandi leikmaður Njarðvíkur, var með 22 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta fyrir Keflavík í leiknum en hann hitti úr 64 prósent skota sinna í leiknum og var með 30 framlagsstig á innan við 29 spiluðum mínútum. Aðeins þrír af þeim níu Keflvíkingum sem spiluðu leikinn eru enn hjá liðinu eða þeir Igor Maric, Jaka Brodnik og Halldór Garðar Hermannsson. Hjá Njarðvíkingum eru aðeins tveir eftir af þeim átta sem spiluðu þennan leik fyrir tæpu ári síðan eða þeir Maciek Baginski og Mario Matasovic. Liðin hafa því breyst mikið frá því í fyrra. Keflvíkingar unnu einnig síðasta bikarleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða þegar þeir unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 73-68, í sextán liða úrslitum 8. desember 2019. Milka var líka með stórleik fyrir Keflavík í þeim en hann bauð þá upp á 25 stig, 11 fráköst og 64 prósent skotnýtingu. Það þarf að fara alla leið aftur til 9. janúar 2005 til að finna bikarleik Njarðvíkur og Keflavíkur þar sem Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Njarðvík vann þá þriggja stiga sigur í Keflavík, 88-85, í átta liða úrslitum. Anthony Lackey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Glover var með 30 stig fyrir Keflavík og Nick Bradford skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík
Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira