Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 15:56 Deilt er um leigutekjur af Fellsmúla 30. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum. Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum.
Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira