„Hún er með sjálfstraust á við miðaldra hvítan karlmann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 12:30 Ísold Sævarsdóttir er mjög efnilega körfubolta og hefur byrjað feril sinn vel í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Ungu efnilegu körfuboltastelpurnar úr Garðabænum eru farnar að láta til sín taka í Subway deild kvenna í körfubolta og þær fögnuðu sínum fyrsta sigri um síðustu helgi. Körfuboltakvöld kvenna fór yfir liðið og ræddi þá sérstaklega kornunga tvo leikmenn liðsins. „Það eru tvær stelpur í þessu Stjörnuliði sem ég myndi segja að væru algjörir elítutalentar á sínum aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, en áður hafði komið fram að hin fimmtán ára gamla Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 31 stig í sigri á Fjölni. „Hin er Ísold Sævarsdóttir. Haddý, hvað finnst þér um hana sem leikmann,“ spurði Hörður en sextán ára gamla Ísold var með sautján stig í sigrinum á Fjölni. „Mér finnst hún algjör töffari. Hún er ekki hrædd við neitt. Hún er ógeðslega fljót og brýtur upp hvaða vörn sem er,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, og var mjög ánægð með boltaflæðið í kringum þennan unga leikstjórnanda. „Hún er einhvern vegin töffaraleg og grjóthörð. Ég er mjög hrifin af henni,“ sagði Hallveig og Ólöf Helga Pálsdóttir tók undir það. „Hún er nefnilega grjóthörð. Hún er með sjálfstraust á við miðaldra hvítan karlmann,“ sagði Ólöf Helga létt. „Ég hef talað við hana sem þjálfarinn hennar og hún veit hvað hún er góð. Vel gert hjá þér: Ég veit það,“ sagði Ólöf. „Ég elska þetta því þetta er svo sjaldséð hjá stelpum á þessum aldri,“ sagði Ólöf. „Hún er líka að stjórna liðinu frá A til Ö. Lætur fólk heyra það og gerir það mjög vel,“ sagði Hallveig. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ísold Sævarsdóttur og ungu stelpurnar í Stjörnunni hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Ungar Stjörnukonur Subway-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
„Það eru tvær stelpur í þessu Stjörnuliði sem ég myndi segja að væru algjörir elítutalentar á sínum aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, en áður hafði komið fram að hin fimmtán ára gamla Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 31 stig í sigri á Fjölni. „Hin er Ísold Sævarsdóttir. Haddý, hvað finnst þér um hana sem leikmann,“ spurði Hörður en sextán ára gamla Ísold var með sautján stig í sigrinum á Fjölni. „Mér finnst hún algjör töffari. Hún er ekki hrædd við neitt. Hún er ógeðslega fljót og brýtur upp hvaða vörn sem er,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, og var mjög ánægð með boltaflæðið í kringum þennan unga leikstjórnanda. „Hún er einhvern vegin töffaraleg og grjóthörð. Ég er mjög hrifin af henni,“ sagði Hallveig og Ólöf Helga Pálsdóttir tók undir það. „Hún er nefnilega grjóthörð. Hún er með sjálfstraust á við miðaldra hvítan karlmann,“ sagði Ólöf Helga létt. „Ég hef talað við hana sem þjálfarinn hennar og hún veit hvað hún er góð. Vel gert hjá þér: Ég veit það,“ sagði Ólöf. „Ég elska þetta því þetta er svo sjaldséð hjá stelpum á þessum aldri,“ sagði Ólöf. „Hún er líka að stjórna liðinu frá A til Ö. Lætur fólk heyra það og gerir það mjög vel,“ sagði Hallveig. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ísold Sævarsdóttur og ungu stelpurnar í Stjörnunni hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Ungar Stjörnukonur
Subway-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira