Fimmtíu stiga hiti í ökuklefa Formúlu eitt ökumannanna um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 08:00 Max Verstappen fagnar sigri í Katar kappakstrinum um helgina. EPA-EFE/ALI HAIDER Formúlu eitt ökumennirnir þurftu að upplifa hálfgert helvíti í katarska kappakstrinum um helgina. Ökumennirnir hafa fordæmt þær aðstæður sem þeir urðu að vinna við í Katar. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að aðstæðurnar hafi verið lífshættulegar og óásættanlegar. Keppnin fór fram í gríðarlegum hita í Katar og það er talið að hitastigið hafi farið upp í fimmtíu gráðir í ökuklefa ökumannanna. Max Verstappen vann kappaksturinn en Oscar Piastri og Lando Norris voru með honum á pallinum. Með þessum sigri varð það endanlega ljóst að Verstappen er orðinn heimsmeistari þriðja árið í röð. Esteban Ocon sagði að hann hefði ælt inn í hjálminn sinn vegna hitans. Lance Stroll sagði að hann hefði næstum því misst meðvitund. Alex Albon þurfti aðstoð læknaliðs vegna örmögnunar vegna ofhitunar. Logan Sargeant hætti keppni vegna vökvaskorts en hann hafði glímt við veikindi í aðdraganda kappakstursins. Það þurfti að hjálpa Stroll og Albon við að koamst úr bílnum sínum. George Russell talaði líka um að hann hafi verið nálægt því að missa meðvitund. „Þetta var langt yfir þeim mörkum sem teljast vera ásættanleg. Yfir fimmtíu prósent ökumannanna leið mjög illa, gátu ekki keyrt og voru við það að missa meðvitund. Þú vilt ekki eiga á hættu að missa meðvitund þegar þú ert að keyra á 320 km hraða. Þannig leið mér nokkrum sinnum, sagði George Russell. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Ökumennirnir hafa fordæmt þær aðstæður sem þeir urðu að vinna við í Katar. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að aðstæðurnar hafi verið lífshættulegar og óásættanlegar. Keppnin fór fram í gríðarlegum hita í Katar og það er talið að hitastigið hafi farið upp í fimmtíu gráðir í ökuklefa ökumannanna. Max Verstappen vann kappaksturinn en Oscar Piastri og Lando Norris voru með honum á pallinum. Með þessum sigri varð það endanlega ljóst að Verstappen er orðinn heimsmeistari þriðja árið í röð. Esteban Ocon sagði að hann hefði ælt inn í hjálminn sinn vegna hitans. Lance Stroll sagði að hann hefði næstum því misst meðvitund. Alex Albon þurfti aðstoð læknaliðs vegna örmögnunar vegna ofhitunar. Logan Sargeant hætti keppni vegna vökvaskorts en hann hafði glímt við veikindi í aðdraganda kappakstursins. Það þurfti að hjálpa Stroll og Albon við að koamst úr bílnum sínum. George Russell talaði líka um að hann hafi verið nálægt því að missa meðvitund. „Þetta var langt yfir þeim mörkum sem teljast vera ásættanleg. Yfir fimmtíu prósent ökumannanna leið mjög illa, gátu ekki keyrt og voru við það að missa meðvitund. Þú vilt ekki eiga á hættu að missa meðvitund þegar þú ert að keyra á 320 km hraða. Þannig leið mér nokkrum sinnum, sagði George Russell. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira