Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2023 19:30 Á Símamótinu í sumar var reynt að biðla til foreldra að draga úr æsingnum. Vísir/Ívar Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. Foreldrahegðun á íþróttamótum barna var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og hrópa oft á börnin. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá börnum sem snúa að foreldrum sem hafa öskrað á þau eftir leiki og þau eru spyrja mega foreldrar haga sér svona,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna. Slæm hegðun foreldra á íþróttamótum geti haft mikil áhrif á börnin. „Þetta er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir börnin. Við erum alveg sannfærð um það að við erum ekki að heyra frá börnum út af svona málum nema vegna þess að þetta liggur þungt á þeim og þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Börn eru að upplifa mikla pressu.““ Salvör Nordal umboðsmaður barna segir hegðun foreldra á íþróttamótum geta verið íþyngjandi fyrir börnin. Vísir/Einar Þannig sé pressan oft mikil á fleiri sviðum. „ Þetta er ekki bara í sambandi við íþróttir heldur líka bara almennt í sambandi við frammistöðu þeirra í skólanum eða öðrum tómstundum og börn eru að upplifa pressu að þau standi sig ekki og það eykur bara vanlíðan þeirra og jafnvel bara spillir auðvitað ánægju þeirra af því að stunda íþróttir og hvað annað sem þau eru að stunda.“ Þegar farið sé í skólana og félagsmiðstöðvar og rætt við börnin komi þessi mál oft upp. „Um leið og maður opnar umræðu á íþróttastarf barna við börn þá er þetta eitt af þeim atriðum sem kemur mjög sterkt fram. Ég held að það sé mjög mikilvægt að foreldrar hlusti á börnin og heyri þeirra sjónarmið.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Réttindi barna Fótbolti Tengdar fréttir Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Foreldrahegðun á íþróttamótum barna var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og hrópa oft á börnin. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá börnum sem snúa að foreldrum sem hafa öskrað á þau eftir leiki og þau eru spyrja mega foreldrar haga sér svona,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna. Slæm hegðun foreldra á íþróttamótum geti haft mikil áhrif á börnin. „Þetta er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir börnin. Við erum alveg sannfærð um það að við erum ekki að heyra frá börnum út af svona málum nema vegna þess að þetta liggur þungt á þeim og þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Börn eru að upplifa mikla pressu.““ Salvör Nordal umboðsmaður barna segir hegðun foreldra á íþróttamótum geta verið íþyngjandi fyrir börnin. Vísir/Einar Þannig sé pressan oft mikil á fleiri sviðum. „ Þetta er ekki bara í sambandi við íþróttir heldur líka bara almennt í sambandi við frammistöðu þeirra í skólanum eða öðrum tómstundum og börn eru að upplifa pressu að þau standi sig ekki og það eykur bara vanlíðan þeirra og jafnvel bara spillir auðvitað ánægju þeirra af því að stunda íþróttir og hvað annað sem þau eru að stunda.“ Þegar farið sé í skólana og félagsmiðstöðvar og rætt við börnin komi þessi mál oft upp. „Um leið og maður opnar umræðu á íþróttastarf barna við börn þá er þetta eitt af þeim atriðum sem kemur mjög sterkt fram. Ég held að það sé mjög mikilvægt að foreldrar hlusti á börnin og heyri þeirra sjónarmið.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+.
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Réttindi barna Fótbolti Tengdar fréttir Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00