Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 12:54 Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari í málinu. Steinbergur Finnbogason er réttargæslumaður í málinu. Vísir/Vilhelm Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46