Augljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í samfélaginu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. september 2023 16:32 Alexandra Briem og Eva Hauksdóttir voru ósammála á mörgum sviðum þegar þær ræddu kynfræðslu og önnur mál í Sprengisandi í morgun. Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu. Alexandra tók Bandaríkin og Bretland sem dæmi um lönd þar sem menningarstríð ætti sér stað, þar væri oft spunnin upp hræðsla við eitthvað afmarkað. „Stundum er hægt að finna eitthvað því til stuðnings og stundum er það búið til. Svo er það notað til að gera fólk hrætt við hluti sem það er ekki vant. Í gamla daga var það samkynhneigt fólk, í dag er það transfólk, sem ég tilheyri, og hinsegin fólk almennt. Það að við séum að fá þetta hér inn finnst mér skelfilegt.“ Fólk hafi ruglað saman kennslu um hinseginfræðslu og kynfræðslu, og kennslu fyrir yngstu árgangana og eldri árgangana. „Þetta býr til frekar hættulegan kokteil. Ef þú tekur kynfræðslu fyrir unglingadeildina og segir að það sé verið að kenna það í hinsegin fræðslu fyrir yngstu börnin þá hljómar það auðvitað skringilega. Það hafa mjög skringilegar ásakanir farið flug. Það er auðvitað enginn að kenna börnum um sjálfsfróun í skólunum, það er bara vitleysa.“ Kynlíf og klám sé orðið það aðgengilegt að það sé erfitt að stoppa börn sem vilji komast yfir einhverskonar klám. Samfélagið hafi fyrir nokkrum árum verið sammála um að besta svarið við þessu væri öflug kynfræðsla. Hélt fyrst að um grín væri að ræða Eva tekur undir með Alexöndru að um menningarstríð sé að ræða. Þegar ég frétti af þessu kynfræðsluefni, ég var búin að heyra eitthvað af þessu út undan mér, en vinkona mín fer að segja mér frá því að hún hafi verið að skoða þetta og lýsir því. Ég sagði strax við hana að hún hefði áreiðanlega lent á einhverju gríni. Svo reynist þetta bara vera rétt.“ Þegar hún hafi verið á unglingsaldri og kynfræðsla innleidd í skóla hafi kynslóð hennar foreldra verið sjokkeruð. Hún geti því alveg gefið því séns að hún sé mögulega „risaeðla“. „En þegar maður fer að skoða þetta og samfélagsumræðuna og hvernig fólk útskýrir þetta, þá er talað um að markmiðið sé að sporna gegn klámi og kynferðislegri misnotkun á börnum, sem er náttúrulega flott markmið.“ Hún hafi hinsvegar ekki fengið neinar almenninlegar skýringar á því hvernig það eigi að gerast. „Ef við erum með teikningu af barni i baði sem virðist vera að fróa sér, hvernig á það að sporna við klámnotkun barna eða gegn kynferðislegri misnotkun? Þessu hefur ekki verið svarað. Ef það eru góð vísindi á bak við það er hægt að útskýra það og lægja þessar öldur.“ Fjölmiðlar þurfi að standa sig betur Eva segir að fyrir um áratug hafi verið vinsælt að ræða um klámvæðingu og kyngervingu á börnum. Það sé undarlegt að að miðað við alla þá umræðu sem var uppi þá sé þetta í lagi. „Það er alls ekki verið að kyngera börn í skólum, fjarri því,“ segir Alexandra. „Það er ekki verið að kenna þeim sjálfsfróun og kynlífsathafnir. Segir Alexandra. Hún útskýrði að margt af því sem hafi gengið um á samfélagsmiðlum hafi tengst verkefni Reykjavíkurborgar, Viku 6, sem er ætlað unglingadeildum „Mikið til snýst þetta líka um að þau eigi ekki að þurfa að skammast sín fyrir að hafa einhverjar langanir. Oft hefur það líka verið þannig að börn sem lenda í einhverju finnst eins og þau þurfi að skammast sín fyrir það, að það megi ekki tala um það. Og ef þú stundar sjálfsfróun þá er það ekki eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir. “ Það er verið að kenna þeim kynheilbrigði, að þau eigi sinn líkama og hafi neitunarvald. Eigi ekki að eiga leyndarmál með fullorðnum. Um það snýst kynfræðsla. Eva segist telja að fjölmiðlar þyrftu að standa sig betur í að greina hvað er að gerast. „Ekki stunda svona miklla kranablaðamennsku eins og hefur verið heldur skoða raunveruleikann sem er í gangi. Hver sem er getur hent einhverju út, þessi umræða sem við erum að búa til sem virðist vera aðalega skítkast og upphrópanir á báða bóga er ekki líkleg til að skila neinu.“ Ég er alveg sek um að hafa þátt í því. Við sem samfélag þurfum að finna leið til að ræða þessi málefni málefnalega. Markmiðið augjóslega að varpa sprengju Alexandra segist hafa tekið eftir því að mörg af þeim skjáskotum sem séu í dreifingu séu klippt þröng. „Eins og þeir sem eru að dreifa þessu vita að þegar samhengið sést þá eru þau ekki jafn tortryggileg. Ég skil að fólk hafi áhyggjur, sérstaklega ef það er langt síðan það var í skóla eða hefur ekki verið að fylgst mikið með umræðunni. Og auðvitað þurfum við að geta rætt þetta.“ Það sé augljóst að markmiðið hafi verið að varpa sprengju. „Þessu var náttúrulega ætlað að springa út. Það var viljandi aðgerð að fara í eitthvað stórt sem myndi vekja fjölmiðlaumfjöllun og vekja athygli á því sem þau voru að láta ganga. Og það er ástæðan fyrir því að ég tala um áróðursstríð og menningarstríð. Þetta eru markvissar aðgerðir til að koma umræðunni á átakapunkt.“ Eva virtist undrandi á þessu og sagði: „Svo bara grátið að fólk sem telur sig verða þessari sprengju rís upp og fer að kasta til baka.“ Alexandra áréttar að það hafi ekki verið þau sem vörpuðu sprengjunni, það hafi verið andstæðingarnir sem gerðu það meðal annars með því að ráðast inn í skóla. „Ráðast inn í skóla, hvaða vitleysa er þetta? Þau gengu inn i skóla eftir að kennslu var lokið,“ svaraði Eva. Telur ekki að það ætti að normalísera fræðslu um transfólk Umræðan leiddist út í umræður um transfólk. „Til dæmis í þeirri bók sem hafi valdið svo mikilli hneykslun núna, þar er til dæmis klausa sem er eitthvað á þessa leið „fólk kallar þig kannski strák en þú veist að þú ert stelpa,“ sagði Eva. „Þannig það er verið að normalísera það.“ Má ekki normalísera það? Spurði Alexandra þá. Nei, það má ekki. „Má ekki normalísera að transfólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra Eva segist hrædd um að ef allir geti skilgreint sitt kyn og skipt um kyn eftir hentugleikum, þá auki það líkurnar á því að fólk fari að túlka allskonar vanda sem kynáttunarvanda. „Það er ástæða fyrir því að öll Norðurlönd nema Ísland hafa ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Ástæðan fyrir því að Danir ákváðu að taka fyrir þetta er að árið 2014 voru fjögur börn á þessu. Árið 2022 voru þau 322.“ Alexandra segir hræðilegt að banna hormnónablokkera og bætir því við að tölfræðin sýni að aðeins um eitt prósent þeirra sem fara í kynréttingaleiðréttingaferli sjái eftir því. „Vissulega á að fara varlega í varanleg inngrip á unga aldri.En af því að við sem erum trans, upplifum mjög sterkt að ef við hefðum getað fengið hormónablokkera þá hefði það geta breytt mjög miklu fyrir okkur, þá finnst okkur ómannúðlegt að banna það alveg.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Sprengisand síðan í morgun í heild sinni. Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Tengdar fréttir Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Alexandra tók Bandaríkin og Bretland sem dæmi um lönd þar sem menningarstríð ætti sér stað, þar væri oft spunnin upp hræðsla við eitthvað afmarkað. „Stundum er hægt að finna eitthvað því til stuðnings og stundum er það búið til. Svo er það notað til að gera fólk hrætt við hluti sem það er ekki vant. Í gamla daga var það samkynhneigt fólk, í dag er það transfólk, sem ég tilheyri, og hinsegin fólk almennt. Það að við séum að fá þetta hér inn finnst mér skelfilegt.“ Fólk hafi ruglað saman kennslu um hinseginfræðslu og kynfræðslu, og kennslu fyrir yngstu árgangana og eldri árgangana. „Þetta býr til frekar hættulegan kokteil. Ef þú tekur kynfræðslu fyrir unglingadeildina og segir að það sé verið að kenna það í hinsegin fræðslu fyrir yngstu börnin þá hljómar það auðvitað skringilega. Það hafa mjög skringilegar ásakanir farið flug. Það er auðvitað enginn að kenna börnum um sjálfsfróun í skólunum, það er bara vitleysa.“ Kynlíf og klám sé orðið það aðgengilegt að það sé erfitt að stoppa börn sem vilji komast yfir einhverskonar klám. Samfélagið hafi fyrir nokkrum árum verið sammála um að besta svarið við þessu væri öflug kynfræðsla. Hélt fyrst að um grín væri að ræða Eva tekur undir með Alexöndru að um menningarstríð sé að ræða. Þegar ég frétti af þessu kynfræðsluefni, ég var búin að heyra eitthvað af þessu út undan mér, en vinkona mín fer að segja mér frá því að hún hafi verið að skoða þetta og lýsir því. Ég sagði strax við hana að hún hefði áreiðanlega lent á einhverju gríni. Svo reynist þetta bara vera rétt.“ Þegar hún hafi verið á unglingsaldri og kynfræðsla innleidd í skóla hafi kynslóð hennar foreldra verið sjokkeruð. Hún geti því alveg gefið því séns að hún sé mögulega „risaeðla“. „En þegar maður fer að skoða þetta og samfélagsumræðuna og hvernig fólk útskýrir þetta, þá er talað um að markmiðið sé að sporna gegn klámi og kynferðislegri misnotkun á börnum, sem er náttúrulega flott markmið.“ Hún hafi hinsvegar ekki fengið neinar almenninlegar skýringar á því hvernig það eigi að gerast. „Ef við erum með teikningu af barni i baði sem virðist vera að fróa sér, hvernig á það að sporna við klámnotkun barna eða gegn kynferðislegri misnotkun? Þessu hefur ekki verið svarað. Ef það eru góð vísindi á bak við það er hægt að útskýra það og lægja þessar öldur.“ Fjölmiðlar þurfi að standa sig betur Eva segir að fyrir um áratug hafi verið vinsælt að ræða um klámvæðingu og kyngervingu á börnum. Það sé undarlegt að að miðað við alla þá umræðu sem var uppi þá sé þetta í lagi. „Það er alls ekki verið að kyngera börn í skólum, fjarri því,“ segir Alexandra. „Það er ekki verið að kenna þeim sjálfsfróun og kynlífsathafnir. Segir Alexandra. Hún útskýrði að margt af því sem hafi gengið um á samfélagsmiðlum hafi tengst verkefni Reykjavíkurborgar, Viku 6, sem er ætlað unglingadeildum „Mikið til snýst þetta líka um að þau eigi ekki að þurfa að skammast sín fyrir að hafa einhverjar langanir. Oft hefur það líka verið þannig að börn sem lenda í einhverju finnst eins og þau þurfi að skammast sín fyrir það, að það megi ekki tala um það. Og ef þú stundar sjálfsfróun þá er það ekki eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir. “ Það er verið að kenna þeim kynheilbrigði, að þau eigi sinn líkama og hafi neitunarvald. Eigi ekki að eiga leyndarmál með fullorðnum. Um það snýst kynfræðsla. Eva segist telja að fjölmiðlar þyrftu að standa sig betur í að greina hvað er að gerast. „Ekki stunda svona miklla kranablaðamennsku eins og hefur verið heldur skoða raunveruleikann sem er í gangi. Hver sem er getur hent einhverju út, þessi umræða sem við erum að búa til sem virðist vera aðalega skítkast og upphrópanir á báða bóga er ekki líkleg til að skila neinu.“ Ég er alveg sek um að hafa þátt í því. Við sem samfélag þurfum að finna leið til að ræða þessi málefni málefnalega. Markmiðið augjóslega að varpa sprengju Alexandra segist hafa tekið eftir því að mörg af þeim skjáskotum sem séu í dreifingu séu klippt þröng. „Eins og þeir sem eru að dreifa þessu vita að þegar samhengið sést þá eru þau ekki jafn tortryggileg. Ég skil að fólk hafi áhyggjur, sérstaklega ef það er langt síðan það var í skóla eða hefur ekki verið að fylgst mikið með umræðunni. Og auðvitað þurfum við að geta rætt þetta.“ Það sé augljóst að markmiðið hafi verið að varpa sprengju. „Þessu var náttúrulega ætlað að springa út. Það var viljandi aðgerð að fara í eitthvað stórt sem myndi vekja fjölmiðlaumfjöllun og vekja athygli á því sem þau voru að láta ganga. Og það er ástæðan fyrir því að ég tala um áróðursstríð og menningarstríð. Þetta eru markvissar aðgerðir til að koma umræðunni á átakapunkt.“ Eva virtist undrandi á þessu og sagði: „Svo bara grátið að fólk sem telur sig verða þessari sprengju rís upp og fer að kasta til baka.“ Alexandra áréttar að það hafi ekki verið þau sem vörpuðu sprengjunni, það hafi verið andstæðingarnir sem gerðu það meðal annars með því að ráðast inn í skóla. „Ráðast inn í skóla, hvaða vitleysa er þetta? Þau gengu inn i skóla eftir að kennslu var lokið,“ svaraði Eva. Telur ekki að það ætti að normalísera fræðslu um transfólk Umræðan leiddist út í umræður um transfólk. „Til dæmis í þeirri bók sem hafi valdið svo mikilli hneykslun núna, þar er til dæmis klausa sem er eitthvað á þessa leið „fólk kallar þig kannski strák en þú veist að þú ert stelpa,“ sagði Eva. „Þannig það er verið að normalísera það.“ Má ekki normalísera það? Spurði Alexandra þá. Nei, það má ekki. „Má ekki normalísera að transfólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra Eva segist hrædd um að ef allir geti skilgreint sitt kyn og skipt um kyn eftir hentugleikum, þá auki það líkurnar á því að fólk fari að túlka allskonar vanda sem kynáttunarvanda. „Það er ástæða fyrir því að öll Norðurlönd nema Ísland hafa ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Ástæðan fyrir því að Danir ákváðu að taka fyrir þetta er að árið 2014 voru fjögur börn á þessu. Árið 2022 voru þau 322.“ Alexandra segir hræðilegt að banna hormnónablokkera og bætir því við að tölfræðin sýni að aðeins um eitt prósent þeirra sem fara í kynréttingaleiðréttingaferli sjái eftir því. „Vissulega á að fara varlega í varanleg inngrip á unga aldri.En af því að við sem erum trans, upplifum mjög sterkt að ef við hefðum getað fengið hormónablokkera þá hefði það geta breytt mjög miklu fyrir okkur, þá finnst okkur ómannúðlegt að banna það alveg.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Sprengisand síðan í morgun í heild sinni.
Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Tengdar fréttir Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25
Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56
„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00
Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16