„Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. september 2023 21:22 Þórdís bendir á að fjöldi barna sem þarf á sértækri frístundaþjónustu að halda liggi fyrir áður en skólaárið hefst sem ætti að gefa sveitarfélögunum færi á að skipuleggja starfsmannahald fram í tímann. Samsett „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. Þann 3.september síðastliðinn fjallaði Vísir um mál Tómasar Páls, 11 ára fatlaðs drengs í Klettaskóla en hann og skólafélagar hans fá einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinu Öskju. Tómas klárar hefðbundinn skóladag í Klettaskóla kl. 14 alla daga sem þýðir að foreldrar hans ná ekki að vera fullan dag á vinnumarkaði 80 prosent af vinnuvikunni. Uppgefin ástæða fyrir svo lágu þjónustustigi er mannekla. Ekki hægt að veita viðunandi lögbundna þjónustu Í samtali við Vísi segir Þórdís að umræddir starfshættir geti ekki talist uppfylla skyldur sveitarfélags samkvæmt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Barnasáttmálanum. „Í lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir er skýrt kveðið á um rétt fatlaðra barna til frístundaþjónustu. Sveitarfélög skulu bjóða fötluðum börnum upp á frístundaþjónustu að hefðbundnum skóladegi loknum og er því hér ekki um fullnægjandi þjónustu að ræða. Þá er einnig kveðið á um í leiðbeiningum ráðuneytis fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn, að ef ekki er hægt að hefja stuðning strax og fyrirséð að þjónustan geti ekki hafist innan þriggja mánaða skal leiðbeina umsækjanda um önnur úrræði á biðtíma.“ Þórdís bendir á að fjöldi barna sem þarf á sértækri frístundaþjónustu að halda liggi fyrir áður en skólaárið hefst sem ætti að gefa sveitarfélögunum færi á að skipuleggja starfsmannahald fram í tímann. Þórdís Helgadóttir Thors er lögfræðingur hjá Umhyggju.Aðsend „Ár eftir ár er því hins vegar borið við að vegna manneklu sé ekki hægt að veita viðeigandi lögbundna þjónustu. Við slíkt verður ekki unað. Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi samfélagsins sem ætti að vernda sérstaklega í stað þess að brjóta á. Sveitarfélag skal sjá til þess að manna stöður til að sinna fötluðum börnum svo börnin og fjölskyldur þeirra njóti mannréttinda á borð við aðra. Það að ekki fáist hæft fólk til að sinna þjónustu við fötluð börn gefur hugsanlega vísbendingar um fjársvelti stjórnvalda á málaflokknum, málaflokk sem ætti að vera í forgangi en ekki mæta afgangi.“ Farsældarlögum ekki fylgt Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna en meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Þórdís bendir á að þeir sem bera skyldur samkvæmt lögunum eru þjónustuveitendur á vegum ríkis eða sveitarfélags sem veita þjónustu í þágu farsældar barns, sem og aðilar sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barns. Umræddir aðilar beri skyldu til þess að fylgjast með velferð og farsæld barna sem og að leiðbeina foreldrum og barni um tengiliði og samþættingu þjónustu, og eigi að bregðast við þörf fyrir þjónustu og hafa samráð sín á milli til að veita góða þjónustu. „Í þessu tilviki má ætla að frístundaheimilið, sem er á forræði sveitarfélagsins, teljist til þjónustuveitanda enda veitir það börnum farsældarþjónustu. Samkvæmt farsældarlögunum ber þjónustuveitanda skylda til fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu. Þá ber þjónustuveitanda einnig að bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og hún vaknar. Einnig skulu þjónustuveitendur eiga samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar barna og foreldra. Frístundaheimilið, sem þjónustuveitandi, ber leiðbeiningarskyldu samkvæmt lögunum gagnvart foreldrum um aðgang að samþættri þjónustu án hindrana, og sveitarfélagið hlýtur að bera endanlega ábyrgð á starfsemi og verkferlum frístundaheimilanna,“ segir Þórdís jafnframt og bendir á að um sé að ræða fatlað barn með miklar stuðningsþarfir sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu til lengri tíma. „Líklega myndi mál umrædds barns flokkast sem þörf fyrir annars eða þriðja stigs þjónustu samkvæmt lögunum, en í þeim tilfellum skal málstjóri taka við beiðni um samþættingu. Hlutverk málstjóra er skýrt í lögunum en það er m.a. að stofna stuðningsteymi með fulltrúa þjónustuveitenda sem veita barninu farsældarþjónustu. Skrifleg stuðningsáætlun skal útbúin og skal málstjóri fylgja því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við hana. Í athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir því að starfsmenn félagsþjónustu séu almennt vel til þess fallnir að sinna hlutverki málstjóra þrátt fyrir að finna megi heimild fyrir sveitarfélagið að útvista verkefni málstjóra til annars aðila ef slíkt hentar þörfum barnsins betur. Hér má velta upp þeirri spurningu hvort starfsmenn félagsþjónustu séu almennt vel til þess fallnir að sinna hlutverki málstjóra í þeim tilvikum þar sem skortur á þjónustu stafar af ákvarðanatökum sveitarfélags sem verður til þess að farsæld barns sé ógnað. Er málstjóri, sem er starfsmaður félagsþjónustu, í stöðu til þess að gera athugasemdir við verklag og ákvarðanir vinnuveitanda, þ.e. sveitarfélagsins? Umhyggja hefur áður lýst áhyggjum af því að mögulega sé hlutleysi ógnað vegna þessa, sem getur bitnað á farsæld barna og fjölskyldna þeirra.“ „Í ljósi ofangreinds verður að telja að farsældarlögunum hafi ekki verið fylgt og brugðist hafi að tryggja farsæld barns og foreldra þess.“ Málefni fatlaðs fólks Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Þann 3.september síðastliðinn fjallaði Vísir um mál Tómasar Páls, 11 ára fatlaðs drengs í Klettaskóla en hann og skólafélagar hans fá einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinu Öskju. Tómas klárar hefðbundinn skóladag í Klettaskóla kl. 14 alla daga sem þýðir að foreldrar hans ná ekki að vera fullan dag á vinnumarkaði 80 prosent af vinnuvikunni. Uppgefin ástæða fyrir svo lágu þjónustustigi er mannekla. Ekki hægt að veita viðunandi lögbundna þjónustu Í samtali við Vísi segir Þórdís að umræddir starfshættir geti ekki talist uppfylla skyldur sveitarfélags samkvæmt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Barnasáttmálanum. „Í lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir er skýrt kveðið á um rétt fatlaðra barna til frístundaþjónustu. Sveitarfélög skulu bjóða fötluðum börnum upp á frístundaþjónustu að hefðbundnum skóladegi loknum og er því hér ekki um fullnægjandi þjónustu að ræða. Þá er einnig kveðið á um í leiðbeiningum ráðuneytis fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn, að ef ekki er hægt að hefja stuðning strax og fyrirséð að þjónustan geti ekki hafist innan þriggja mánaða skal leiðbeina umsækjanda um önnur úrræði á biðtíma.“ Þórdís bendir á að fjöldi barna sem þarf á sértækri frístundaþjónustu að halda liggi fyrir áður en skólaárið hefst sem ætti að gefa sveitarfélögunum færi á að skipuleggja starfsmannahald fram í tímann. Þórdís Helgadóttir Thors er lögfræðingur hjá Umhyggju.Aðsend „Ár eftir ár er því hins vegar borið við að vegna manneklu sé ekki hægt að veita viðeigandi lögbundna þjónustu. Við slíkt verður ekki unað. Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi samfélagsins sem ætti að vernda sérstaklega í stað þess að brjóta á. Sveitarfélag skal sjá til þess að manna stöður til að sinna fötluðum börnum svo börnin og fjölskyldur þeirra njóti mannréttinda á borð við aðra. Það að ekki fáist hæft fólk til að sinna þjónustu við fötluð börn gefur hugsanlega vísbendingar um fjársvelti stjórnvalda á málaflokknum, málaflokk sem ætti að vera í forgangi en ekki mæta afgangi.“ Farsældarlögum ekki fylgt Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna en meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Þórdís bendir á að þeir sem bera skyldur samkvæmt lögunum eru þjónustuveitendur á vegum ríkis eða sveitarfélags sem veita þjónustu í þágu farsældar barns, sem og aðilar sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barns. Umræddir aðilar beri skyldu til þess að fylgjast með velferð og farsæld barna sem og að leiðbeina foreldrum og barni um tengiliði og samþættingu þjónustu, og eigi að bregðast við þörf fyrir þjónustu og hafa samráð sín á milli til að veita góða þjónustu. „Í þessu tilviki má ætla að frístundaheimilið, sem er á forræði sveitarfélagsins, teljist til þjónustuveitanda enda veitir það börnum farsældarþjónustu. Samkvæmt farsældarlögunum ber þjónustuveitanda skylda til fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu. Þá ber þjónustuveitanda einnig að bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og hún vaknar. Einnig skulu þjónustuveitendur eiga samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar barna og foreldra. Frístundaheimilið, sem þjónustuveitandi, ber leiðbeiningarskyldu samkvæmt lögunum gagnvart foreldrum um aðgang að samþættri þjónustu án hindrana, og sveitarfélagið hlýtur að bera endanlega ábyrgð á starfsemi og verkferlum frístundaheimilanna,“ segir Þórdís jafnframt og bendir á að um sé að ræða fatlað barn með miklar stuðningsþarfir sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu til lengri tíma. „Líklega myndi mál umrædds barns flokkast sem þörf fyrir annars eða þriðja stigs þjónustu samkvæmt lögunum, en í þeim tilfellum skal málstjóri taka við beiðni um samþættingu. Hlutverk málstjóra er skýrt í lögunum en það er m.a. að stofna stuðningsteymi með fulltrúa þjónustuveitenda sem veita barninu farsældarþjónustu. Skrifleg stuðningsáætlun skal útbúin og skal málstjóri fylgja því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við hana. Í athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir því að starfsmenn félagsþjónustu séu almennt vel til þess fallnir að sinna hlutverki málstjóra þrátt fyrir að finna megi heimild fyrir sveitarfélagið að útvista verkefni málstjóra til annars aðila ef slíkt hentar þörfum barnsins betur. Hér má velta upp þeirri spurningu hvort starfsmenn félagsþjónustu séu almennt vel til þess fallnir að sinna hlutverki málstjóra í þeim tilvikum þar sem skortur á þjónustu stafar af ákvarðanatökum sveitarfélags sem verður til þess að farsæld barns sé ógnað. Er málstjóri, sem er starfsmaður félagsþjónustu, í stöðu til þess að gera athugasemdir við verklag og ákvarðanir vinnuveitanda, þ.e. sveitarfélagsins? Umhyggja hefur áður lýst áhyggjum af því að mögulega sé hlutleysi ógnað vegna þessa, sem getur bitnað á farsæld barna og fjölskyldna þeirra.“ „Í ljósi ofangreinds verður að telja að farsældarlögunum hafi ekki verið fylgt og brugðist hafi að tryggja farsæld barns og foreldra þess.“
Málefni fatlaðs fólks Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira