Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Lovísa Arnardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. ágúst 2023 20:59 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ljóst að grenitrén þurfi að víkja. Vísir/Steingrímur Dúi Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. Borgarstjóri hefur sagt að samstarf borgarinnar og Isavia, sem byggir á samningi frá 2013, hafi hingað til gengið vel og skógurinn reglulega verið grisjaður. Krafan sem barst í sumar sé hins vegar af allt öðrum toga. Í kröfunni kemur fram að hæð trjánna sé raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við án tafar. Innviðaráðherra segir að öryggi fólks hljóti að hafa forgang fram yfir trén. „Það var gert sérstakt samkomulag árið 2013 um að fella einhver tré og það hefur svo sem eitthvað hefur verið gert en á sama tíma vaxa þessi tré mjög hratt og þegar grenitré eru komin í svona mikinn vöxt þá kannski vaxa þau jafnvel um einn til einn og hálfan metra á ári við bestu skilyrði. Þannig að það þarf auðvitað að horfa til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. „Flugvöllurinn er miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs í landinu. Öryggi þess fólks hlýtur alltaf að verða hærra sett heldur en einhverra trjáa sem við getum svo sannarlega gróðursett að nýju, annað hvort á sama stað sem vaxa minna eða verða ekki eins há, eða bara þá á fleiri stöðum.“ Hann telji því rétt að fjarlægja umrædd tré og að Isavia sé með kröfu sinni að sinna faglegu hlutverki sínu að tryggja flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Kalli hugsanlega á umhverfismat Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt borgina hafa átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár og grisjað skóginn árið 2017 og svo fjarlægt um tíu tré á ári eftir það. Honum hafi brugðið þegar borginni barst umrædd krafa Isavia um að fella tæplega þrjú þúsund tré í sumar. „Við vinnum þetta þannig að við auðvitað skoðum allt og fáum umsagnir. En það er ljóst að við höfum á undanförnum árum verið að auka vernd svokallaðra borgargarða eins og Öskjuhlíðin er og Elliðaárdalurinn. Svæðið er hverfisverndað í skipulagi sem er æðsta stig verndunar í gegnum deiliskipulag og hluti Öskjuhlíðar er á náttúruminjaskrá. Þannig að svona stórfellt skógarhögg myndi kalla á mjög vandaða rýni og hugsanlega umhverfismat og ýmsar leyfisveitingar. Þetta er ekkert sem er hlaupið í og vekur auðvitað allskonar spurningar því Öskjuhlíðin hefur verið þarna býsna lengi. Þó að trén séu hærri en þau voru þegar þeim var plantað fyrir um sjötíu árum,“ sagði Dagur um málið fyrir rúmri viku. Skógræktarstjóri hefur sagt að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fréttir af flugi Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Tré Tengdar fréttir „Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. 18. ágúst 2023 15:07 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 „Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. 18. ágúst 2023 12:41 Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17. ágúst 2023 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Borgarstjóri hefur sagt að samstarf borgarinnar og Isavia, sem byggir á samningi frá 2013, hafi hingað til gengið vel og skógurinn reglulega verið grisjaður. Krafan sem barst í sumar sé hins vegar af allt öðrum toga. Í kröfunni kemur fram að hæð trjánna sé raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við án tafar. Innviðaráðherra segir að öryggi fólks hljóti að hafa forgang fram yfir trén. „Það var gert sérstakt samkomulag árið 2013 um að fella einhver tré og það hefur svo sem eitthvað hefur verið gert en á sama tíma vaxa þessi tré mjög hratt og þegar grenitré eru komin í svona mikinn vöxt þá kannski vaxa þau jafnvel um einn til einn og hálfan metra á ári við bestu skilyrði. Þannig að það þarf auðvitað að horfa til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. „Flugvöllurinn er miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs í landinu. Öryggi þess fólks hlýtur alltaf að verða hærra sett heldur en einhverra trjáa sem við getum svo sannarlega gróðursett að nýju, annað hvort á sama stað sem vaxa minna eða verða ekki eins há, eða bara þá á fleiri stöðum.“ Hann telji því rétt að fjarlægja umrædd tré og að Isavia sé með kröfu sinni að sinna faglegu hlutverki sínu að tryggja flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Kalli hugsanlega á umhverfismat Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt borgina hafa átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár og grisjað skóginn árið 2017 og svo fjarlægt um tíu tré á ári eftir það. Honum hafi brugðið þegar borginni barst umrædd krafa Isavia um að fella tæplega þrjú þúsund tré í sumar. „Við vinnum þetta þannig að við auðvitað skoðum allt og fáum umsagnir. En það er ljóst að við höfum á undanförnum árum verið að auka vernd svokallaðra borgargarða eins og Öskjuhlíðin er og Elliðaárdalurinn. Svæðið er hverfisverndað í skipulagi sem er æðsta stig verndunar í gegnum deiliskipulag og hluti Öskjuhlíðar er á náttúruminjaskrá. Þannig að svona stórfellt skógarhögg myndi kalla á mjög vandaða rýni og hugsanlega umhverfismat og ýmsar leyfisveitingar. Þetta er ekkert sem er hlaupið í og vekur auðvitað allskonar spurningar því Öskjuhlíðin hefur verið þarna býsna lengi. Þó að trén séu hærri en þau voru þegar þeim var plantað fyrir um sjötíu árum,“ sagði Dagur um málið fyrir rúmri viku. Skógræktarstjóri hefur sagt að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur.
Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fréttir af flugi Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Tré Tengdar fréttir „Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. 18. ágúst 2023 15:07 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 „Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. 18. ágúst 2023 12:41 Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17. ágúst 2023 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. 18. ágúst 2023 15:07
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23
„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. 18. ágúst 2023 12:41
Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17. ágúst 2023 21:00