Góðir stjórnarhættir: Úttektarferlið tækifæri til að fá rýni og ábendingar Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 10:00 Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki hljóti viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Fyrst þurfi að standast ákveðna úttekt, sem um leið gefur tækifæri á að fá rýni og ábendingar um það sem betur mætti fara. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert sjálfgefið að fyrirtæki fái þessar viðurkenningar. Til að teljast fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum þarf fyrst að standast ákveðna skoðun úttektaraðila,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um fyrirmyndarfyrirtækin átján sem í vikunni hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. „Ég upplifi mikinn metnað hjá þessum fyrirtækjum sem fara í gegnum ferlið og hljóta viðurkenningu. Metnað til að gera þessa hluti vel og iðka góða stjórnarhætti. Enda felur úttektarferlið í sér mikla rýni á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækjanna,“ segir Svanhildur og bætir við: Fyrirtækin þurfa að leggja öll gögn á borðið hvað varðar starfshætti, stjórnarháttayfirlýsingu og fleira. sem er skoðað ofan í kjölinn. Í þeirri vinnu, sem lýkur með viðurkenningu ef stjórnarhættir fyrirtækisins standast viðmiðin, felst um leið tækifæri til að fá rýni og ábendingar um hvað mætti gera betur og hvernig fyrirtæki geta bætt stjórnarhætti enn frekar.“ Metnaður til að gera vel og auka gagnsæi Í fréttatilkynningu um viðurkenninguna kemur fram að fyrirmyndarfyrirtækin átján sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni, séu í afar fjölbreyttri starfsemi. Þetta er í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt en Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Upphafsmaður Fyrirmyndarfyrirækjanna er Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem á sínum tíma mótaði líkan sem kallast Stjórnarháttar-demanturinn. Eyþór skipulagði og stjórnaði verkefninu fyrstu tíu árin en í dag heldur Stjórnvísi utan um ferlið og mat á úttektum. Svanhildur segir leiðbeiningar um góða stjórnarhætti fyrst hafa komið út fyrir tæpum tuttugu árum fyrir tilstilli Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq og Samtaka atvinnulífsins. Síðasta útgáfa leiðbeininganna kom út árið 2021 og er endurskoðun að hefjast fyrir sjöundu útgáfu þeirra. „Þessar leiðbeiningar eru byggðar á erlendri fyrirmynd og það er ástæða til að leggja áherslu á að fæstum fyrirtækjum er skylt að fylgja þeim í einu og öllu. Fjármálafyrirtækjum og vátryggingarfélögum ber að vísu skylda til þess samkvæmt lögum og áhersla er lögð á að einingar tengdar almannahagsmunum geri það,“ segir Svanhildur og bætir við: „Það er jákvætt að þetta séu leiðbeiningar sem viðskiptalífið mótar og setur sér en ekki reglur sem hið opinbera hefur sett og fælu þá frekar í sér ósveigjanleg boð og bönn. Fyrirtæki eru ólík og það yrði erfitt að setja algildar reglur og maður getur rétt ímyndað sér hvernig þær myndu líta út ef skrifa ætti út hvert einasta mögulega frávik. Leiðbeiningarnar eru því eins og nafnið gefur til kynna, til að leiðbeina fyrirtækjum, en veita þeim einnig svigrúm til mats á því hvað sé skynsamlegt til dæmis miðað við stærð, starfsemi eða aðstæður.“ Svanhildur segir þetta svigrúm skipta máli fyrir viðskiptalífið. „Tökum sem dæmi leiðbeiningar um að meirihluta stjórnar skipi óháðir aðilar, en tilgangurinn er að auka á eftirlit og forðast mögulega hagsmunaárekstra. Í sumum stjórnum fyrirtækja á þetta hins vegar ekki við eða er ekki talið æskilegt fyrir fyrirtækið og þá er unnt að skýra það sérstaklega, hvers vegna fyrirtækið velur aðra leið. Þessi útskýring eykur því á gagnsæi um störf stjórnarinnar, þótt ekki sé farið nákvæmlega eftir því sem fram kemur í leiðbeiningunum. Það er í samræmi við meginregluna um að fylgja eða skýra; að fylgja reglunum eða skýra frávik frá þeim. Fyrirtæki sem gerir það getur því hæglega talist gæta góðra stjórnarhátta.“ Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023 eru átján talsins og starfa í mörgum ólíkum starfsgreinum. Þetta er í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt en það er Nasdaq á Íslandi sem metur hæfi úttektaraðila. Tilmæli um tilnefningarnefndir hafa verið hluti af leiðbeiningunum síðan 2009. Sérstakt upplýsingarit fylgdi svo með síðustu útgáfu leiðbeininganna þar sem fjallað er um starf tilnefningarnefnda, stofnun, hlutverk, starfsemi, umfang o.fl. „Það eru enn skiptar skoðanir um störf og tilvist tilnefningarnefnda. Ég tel hins vegar að tilnefningarnefndir séu tæki sem er í þróun og hluthafar og stjórnir eigi ef til vill eftir að átta sig betur á því hvernig störf slíkrar nefndar geta nýst þeim, en enn og aftur, fyrirtæki eiga almennt val um hvort þau komi slíkri nefnd á fót. Tilnefningarnefndir þurfa heldur ekki að vera einnar gerðar. Hér hefur umræðan dálítið snúist um að þær þurfi að vera skipaðar óháðum aðilum en það er ekkert sem segir að stjórnarmaður megi ekki sitja í tilnefningarnefnd.“ Nasdaq á Íslandi metur hæfi úttektaraðila og aðeins er tekið við úttektaraðilum sem samþykktir hafa verið sem hæfir aðilar. Ferlið sem hér um ræðir felur meðal annars í sér gagnasöfnun, viðtöl við stjórnarmenn og fleira. Fulltrúar Fyrirmyndarfyrirtækja í góðum stjórnarháttum eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn í Nauthól í vikunni. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar. Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum: Arion banki hf. Eik fasteignafélag hf. Fossar fjárfestingarbanki hf. Icelandair Group hf. Íslandssjóðir hf. Kvika banki hf. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Mannvit hf. Reginn hf. Reiknistofa bankanna hf. Reitir hf. Sjóvá hf. Stefnir hf. Sýn hf. TM hf. Vátryggingafélag Íslands hf. Vörður hf. Ölgerðin Egill Skallagríms hf. Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Skiptar skoðanir á þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Mikil eftirspurn eftir fræðslu og leiðsögn um störf nefndanna. Meiri sátt að skapast um tilurð nefndanna. 24. janúar 2020 09:00 Góðir stjórnarhættir hafa þróast og eru klárir í nýsköpun Rannsóknir sýna að stjórnir félaga hafa ekki tekið umræðu um nýsköpun alvarlega en stjórnarhættir hafa þróast þannig að stjórnir eru tilbúnar til að taka þátt í því starfi segir Dr. Eyþór Ívar Jónsson forstöðumaður StjórnarAkademíunnar í fyrri hluta af tveimur greinum þar sem rætt er um hlutverk stjórna í nýsköpun og viðspyrnu. 4. júní 2020 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Ég upplifi mikinn metnað hjá þessum fyrirtækjum sem fara í gegnum ferlið og hljóta viðurkenningu. Metnað til að gera þessa hluti vel og iðka góða stjórnarhætti. Enda felur úttektarferlið í sér mikla rýni á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækjanna,“ segir Svanhildur og bætir við: Fyrirtækin þurfa að leggja öll gögn á borðið hvað varðar starfshætti, stjórnarháttayfirlýsingu og fleira. sem er skoðað ofan í kjölinn. Í þeirri vinnu, sem lýkur með viðurkenningu ef stjórnarhættir fyrirtækisins standast viðmiðin, felst um leið tækifæri til að fá rýni og ábendingar um hvað mætti gera betur og hvernig fyrirtæki geta bætt stjórnarhætti enn frekar.“ Metnaður til að gera vel og auka gagnsæi Í fréttatilkynningu um viðurkenninguna kemur fram að fyrirmyndarfyrirtækin átján sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni, séu í afar fjölbreyttri starfsemi. Þetta er í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt en Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Upphafsmaður Fyrirmyndarfyrirækjanna er Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem á sínum tíma mótaði líkan sem kallast Stjórnarháttar-demanturinn. Eyþór skipulagði og stjórnaði verkefninu fyrstu tíu árin en í dag heldur Stjórnvísi utan um ferlið og mat á úttektum. Svanhildur segir leiðbeiningar um góða stjórnarhætti fyrst hafa komið út fyrir tæpum tuttugu árum fyrir tilstilli Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq og Samtaka atvinnulífsins. Síðasta útgáfa leiðbeininganna kom út árið 2021 og er endurskoðun að hefjast fyrir sjöundu útgáfu þeirra. „Þessar leiðbeiningar eru byggðar á erlendri fyrirmynd og það er ástæða til að leggja áherslu á að fæstum fyrirtækjum er skylt að fylgja þeim í einu og öllu. Fjármálafyrirtækjum og vátryggingarfélögum ber að vísu skylda til þess samkvæmt lögum og áhersla er lögð á að einingar tengdar almannahagsmunum geri það,“ segir Svanhildur og bætir við: „Það er jákvætt að þetta séu leiðbeiningar sem viðskiptalífið mótar og setur sér en ekki reglur sem hið opinbera hefur sett og fælu þá frekar í sér ósveigjanleg boð og bönn. Fyrirtæki eru ólík og það yrði erfitt að setja algildar reglur og maður getur rétt ímyndað sér hvernig þær myndu líta út ef skrifa ætti út hvert einasta mögulega frávik. Leiðbeiningarnar eru því eins og nafnið gefur til kynna, til að leiðbeina fyrirtækjum, en veita þeim einnig svigrúm til mats á því hvað sé skynsamlegt til dæmis miðað við stærð, starfsemi eða aðstæður.“ Svanhildur segir þetta svigrúm skipta máli fyrir viðskiptalífið. „Tökum sem dæmi leiðbeiningar um að meirihluta stjórnar skipi óháðir aðilar, en tilgangurinn er að auka á eftirlit og forðast mögulega hagsmunaárekstra. Í sumum stjórnum fyrirtækja á þetta hins vegar ekki við eða er ekki talið æskilegt fyrir fyrirtækið og þá er unnt að skýra það sérstaklega, hvers vegna fyrirtækið velur aðra leið. Þessi útskýring eykur því á gagnsæi um störf stjórnarinnar, þótt ekki sé farið nákvæmlega eftir því sem fram kemur í leiðbeiningunum. Það er í samræmi við meginregluna um að fylgja eða skýra; að fylgja reglunum eða skýra frávik frá þeim. Fyrirtæki sem gerir það getur því hæglega talist gæta góðra stjórnarhátta.“ Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023 eru átján talsins og starfa í mörgum ólíkum starfsgreinum. Þetta er í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt en það er Nasdaq á Íslandi sem metur hæfi úttektaraðila. Tilmæli um tilnefningarnefndir hafa verið hluti af leiðbeiningunum síðan 2009. Sérstakt upplýsingarit fylgdi svo með síðustu útgáfu leiðbeininganna þar sem fjallað er um starf tilnefningarnefnda, stofnun, hlutverk, starfsemi, umfang o.fl. „Það eru enn skiptar skoðanir um störf og tilvist tilnefningarnefnda. Ég tel hins vegar að tilnefningarnefndir séu tæki sem er í þróun og hluthafar og stjórnir eigi ef til vill eftir að átta sig betur á því hvernig störf slíkrar nefndar geta nýst þeim, en enn og aftur, fyrirtæki eiga almennt val um hvort þau komi slíkri nefnd á fót. Tilnefningarnefndir þurfa heldur ekki að vera einnar gerðar. Hér hefur umræðan dálítið snúist um að þær þurfi að vera skipaðar óháðum aðilum en það er ekkert sem segir að stjórnarmaður megi ekki sitja í tilnefningarnefnd.“ Nasdaq á Íslandi metur hæfi úttektaraðila og aðeins er tekið við úttektaraðilum sem samþykktir hafa verið sem hæfir aðilar. Ferlið sem hér um ræðir felur meðal annars í sér gagnasöfnun, viðtöl við stjórnarmenn og fleira. Fulltrúar Fyrirmyndarfyrirtækja í góðum stjórnarháttum eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn í Nauthól í vikunni. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar. Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum: Arion banki hf. Eik fasteignafélag hf. Fossar fjárfestingarbanki hf. Icelandair Group hf. Íslandssjóðir hf. Kvika banki hf. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Mannvit hf. Reginn hf. Reiknistofa bankanna hf. Reitir hf. Sjóvá hf. Stefnir hf. Sýn hf. TM hf. Vátryggingafélag Íslands hf. Vörður hf. Ölgerðin Egill Skallagríms hf.
Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Skiptar skoðanir á þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Mikil eftirspurn eftir fræðslu og leiðsögn um störf nefndanna. Meiri sátt að skapast um tilurð nefndanna. 24. janúar 2020 09:00 Góðir stjórnarhættir hafa þróast og eru klárir í nýsköpun Rannsóknir sýna að stjórnir félaga hafa ekki tekið umræðu um nýsköpun alvarlega en stjórnarhættir hafa þróast þannig að stjórnir eru tilbúnar til að taka þátt í því starfi segir Dr. Eyþór Ívar Jónsson forstöðumaður StjórnarAkademíunnar í fyrri hluta af tveimur greinum þar sem rætt er um hlutverk stjórna í nýsköpun og viðspyrnu. 4. júní 2020 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Skiptar skoðanir á þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Mikil eftirspurn eftir fræðslu og leiðsögn um störf nefndanna. Meiri sátt að skapast um tilurð nefndanna. 24. janúar 2020 09:00
Góðir stjórnarhættir hafa þróast og eru klárir í nýsköpun Rannsóknir sýna að stjórnir félaga hafa ekki tekið umræðu um nýsköpun alvarlega en stjórnarhættir hafa þróast þannig að stjórnir eru tilbúnar til að taka þátt í því starfi segir Dr. Eyþór Ívar Jónsson forstöðumaður StjórnarAkademíunnar í fyrri hluta af tveimur greinum þar sem rætt er um hlutverk stjórna í nýsköpun og viðspyrnu. 4. júní 2020 09:00