„Felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 11:30 Haukur Andri hefur spilað með meistaraflokki ÍA síðan á síðustu leiktíð en heldur nú til Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Franska knattspyrnufélagið Lille lét sig ekki nægja að kaupa Hákon Arnar Haraldsson heldur fengu þeir til sín yngri bróðurinn frá ÍA, Hauk Andra. Haukur er aðeins 17 ára og segist hafa fellt tár þegar mamma hans tilkynnti honum að hann væri á leiðinni út í atvinnumennskuna, til Lille. „Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
„Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30
Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12