„Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júlí 2023 07:00 Elfa Rós Helgadóttir, Vilborg Ásta Árnadóttir og Sigrún Dís Hauksdóttir opnuðu á dögunum markaðstorg á netinu sem heitir visteyri.is og er að danskri fyrirmynd. Markaðstorgið býður upp á að kaupa og selja notuð föt en vinkonunum fannst vanta að það væri hægt að kaupa notuð föt á Íslandi með sambærilegum hætti og í netverslunum. „Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. Saman opnuðu þær á dögunum vistvænt markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa og selja notuð föt, greiða fyrir vörurnar og fá sent um allt land. „Við kynntumst þessu konsepti svo vel í Danmörku þar sem við bjuggum allar á einhverjum tímapunkti og fannst þetta algjörlega vanta hér,“ segir Elfa. „Vissulega er þetta mikil vinna en hún er eitthvað svo áreynslulaus því hún er svo skemmtileg að tíminn hreinlega flýgur,“ segir Sigrún brosandi en allar eru vinkonurnar í fullu starfi samhliða nýja rekstrinum auk þess sem Sigrún Dís á eins árs gamalt barn. Jákvæð samskipti lykilatriði Vinkonurnar eiga nám í Danmörku allar sameiginlegt en af þeim þremur, er það Vilborg sem er búsett á Íslandi en hún starfar sem markaðsstjóri hjá Póstinum. Elfa starfar líka í markaðsmálum en er búsett í Kaupmannahöfn. Þar starfar Elfa sem vaxtarmarkaðsstjóri (e. growth marketing manager) í höfuðstöðvum Flying Tiger. Sigrún er búsett í Óðinsvé og lauk þar nýlega meistaranámi í vöruþróun og nýsköpun. Frá árinu 2017 hefur hún starfað sem forritari veflausna og bráðlega mun fjölskyldan flytja heim því að Sigrún hefur ráðið sig til starfa hjá Hugsmiðjunni. Sameiginlegt áhugamál allra er síðan allt sem tengist tísku og fatnaði. „Við vorum búnar að fylgjast með hvað viðtökurnar við loppumörkuðunum heima hafa verið frábærar og það hefur bara verið að aukast jafnt og þétt á Íslandi að fólk er að selja og kaupa notaðar flíkur, enda umhverfisvænt og mikilvægt fyrir hringrásarhagkerfið,“ segir Vilborg. „Það sem okkur fannst hins vegar svo mikilvægt var að opna þægilegt markaðstorg á netinu þar sem væri auðvelt að selja notuð föt Það er líka tækifæri fyrir landsbyggðina að koma sterkari inn því að póstþjónustan er orðin svo víðtæk á Íslandi að póstbox má hreinlega finna mjög víða ef ekki er sent heim. Mamma er til dæmis alveg kolfallin fyrir þessu, henni finnst þetta svo auðvelt!“ segir Elfa. Vinkonurnar segja verkaskiptingu mjög góða á milli þríeykisins. Sigrún sér um allt sem snýr að forritun og tæknimálum á meðan Vilborg og Elfa vinna í markaðsmálum og praktískum málum eins og bókhaldi eða annarri rekstrarumsýslu. En nú eruð þið allar staðsettar á sitthvorum staðnum, hvernig er það að ganga? „Það sem bjargar því hjá okkur er að samskiptin á milli okkar þriggja eru svo góð,“ segir Vilborg og vinkonurnar kinka kolli henni til samlætis. Við erum með fund einu sinni í viku saman og síðan erum við í stanslausu sambandi þess á milli. Ef eitthvað kemur upp er það bara rætt og stundum þurfum við að úthluta verkefnum á milli okkar upp á nýtt og svo framvegis. Þetta er allt að ganga svo vel hjá okkur vegna þess að við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti, að hvetja hvor aðra og að hugsa í lausnum.“ Elfa, Vilborg og Sigrún hafa allar verið í námi í Danmörku. Elfa starfar hjá Flying Tiger í Kaupmannahöfn, Vilborg starfar í dag sem markaðsstjóri hjá Póstinum og Sigrún er við það að flytja heim frá Óðinsvéum til að byrja í nýju starfi hjá Hugsmiðjunni. Þær viðurkenna að oft eru vinnudagarnir langir þar sem hver pása eða frítími er nýttur fyrir visteyri.is. Verkefnið sé samt svo skemmtilegt að þær gleymi sér alveg í ástríðunni fyrir því. Með marga bolta á lofti Vilborg, Elfa og Sigrún segja allar að vinnuveitendurnir þeirra hafi tekið vel í þær fréttir að samhliða fullu starfi séu þær með reksturinn á markaðstorginu. „Það finnst öllum þetta bara mjög jákvætt og spennandi og ég hef ekki upplifað neitt nema mjög mikið hrós og hvatningu,“ segir Sigrún og Vilborg og Elfa taka undir. Þær segja viðtökurnar síðustu daga hafa verið framar björtustu vonum og skemmtilegast sé að sjá hvað landsbyggðin er að taka vel við sér, þarna opnaðist loks auðveldara tækifæri fyrir söluaðila og kaupendur að geta verslað með notuð föt. Á síðunni má sjá upplýsingar um söluaðila og seljendur vikunnar og vinkonurnar segja margt spennandi í farvatninu sem líta muni dagsins ljós á komandi vikum og mánuðum. Í dag sé áherslan á að sinna því sem seljendur og kaupendur eru að sýsla með í gegnum markaðstorgið og fá endurgjöf frá notendum, sem nýtist einmitt svo vel fyrir þróunina á vefsíðunni. „Það er kannski helst að við þrjár þjáumst af fullkomnunaráráttu,“ segir Vilborg og hópurinn skellir upp úr. Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu. Og auðvitað hefur þetta stundum verið algjört korter í burnout, því það að vera í fullu starfi og hefja svona rekstur er auðvitað smá klikkun líka. En þetta er bara svo gaman að maður er ekki að upplifa álagið eins og kvöð, heldur eitthvað sem maður er að sinna af ástríðu og áhuga,“ segir Elfa og skælbrosir. Allar segjast þær líka hafa lært mjög mikið á verkefninu. Ekki síst hvor annarri og þá sérstaklega hvernig markaðsviðhorfið nýtist forritara eins og Sigrúnu eða hvernig tæknikunnáttan hennar nýtist markaðsfólki eins og Vilborgu og Elfu. Endurgjöfin frá notendum er þó það sem stendur uppúr að þeirra mati, að vera eftir um eins og hálfs árs vinnu loksins komin með markaðstorgið í loftið og kaupin á eyrinni hafin. Maðurinn minn segir líka stundum að ég sé eins og unglingur með tölvuleikjafíkn því maður er alltaf að kíkja og sjá hvað er að gerast og getur bara ekki hætt, þetta er svo gaman,“ segir Sigrún og bætir við: „En við erum mjög stoltar og ánægðar með þetta, erum gott teymi saman sem hugsar í jákvæðum lausnum og höfum yfirstigið fullt af hindrunum sem við héldum kannski stundum að við myndum ekki ná að yfirstíga. En höfum komist yfir þær allar.“ Verslun Umhverfismál Tíska og hönnun Starfsframi Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Saman opnuðu þær á dögunum vistvænt markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa og selja notuð föt, greiða fyrir vörurnar og fá sent um allt land. „Við kynntumst þessu konsepti svo vel í Danmörku þar sem við bjuggum allar á einhverjum tímapunkti og fannst þetta algjörlega vanta hér,“ segir Elfa. „Vissulega er þetta mikil vinna en hún er eitthvað svo áreynslulaus því hún er svo skemmtileg að tíminn hreinlega flýgur,“ segir Sigrún brosandi en allar eru vinkonurnar í fullu starfi samhliða nýja rekstrinum auk þess sem Sigrún Dís á eins árs gamalt barn. Jákvæð samskipti lykilatriði Vinkonurnar eiga nám í Danmörku allar sameiginlegt en af þeim þremur, er það Vilborg sem er búsett á Íslandi en hún starfar sem markaðsstjóri hjá Póstinum. Elfa starfar líka í markaðsmálum en er búsett í Kaupmannahöfn. Þar starfar Elfa sem vaxtarmarkaðsstjóri (e. growth marketing manager) í höfuðstöðvum Flying Tiger. Sigrún er búsett í Óðinsvé og lauk þar nýlega meistaranámi í vöruþróun og nýsköpun. Frá árinu 2017 hefur hún starfað sem forritari veflausna og bráðlega mun fjölskyldan flytja heim því að Sigrún hefur ráðið sig til starfa hjá Hugsmiðjunni. Sameiginlegt áhugamál allra er síðan allt sem tengist tísku og fatnaði. „Við vorum búnar að fylgjast með hvað viðtökurnar við loppumörkuðunum heima hafa verið frábærar og það hefur bara verið að aukast jafnt og þétt á Íslandi að fólk er að selja og kaupa notaðar flíkur, enda umhverfisvænt og mikilvægt fyrir hringrásarhagkerfið,“ segir Vilborg. „Það sem okkur fannst hins vegar svo mikilvægt var að opna þægilegt markaðstorg á netinu þar sem væri auðvelt að selja notuð föt Það er líka tækifæri fyrir landsbyggðina að koma sterkari inn því að póstþjónustan er orðin svo víðtæk á Íslandi að póstbox má hreinlega finna mjög víða ef ekki er sent heim. Mamma er til dæmis alveg kolfallin fyrir þessu, henni finnst þetta svo auðvelt!“ segir Elfa. Vinkonurnar segja verkaskiptingu mjög góða á milli þríeykisins. Sigrún sér um allt sem snýr að forritun og tæknimálum á meðan Vilborg og Elfa vinna í markaðsmálum og praktískum málum eins og bókhaldi eða annarri rekstrarumsýslu. En nú eruð þið allar staðsettar á sitthvorum staðnum, hvernig er það að ganga? „Það sem bjargar því hjá okkur er að samskiptin á milli okkar þriggja eru svo góð,“ segir Vilborg og vinkonurnar kinka kolli henni til samlætis. Við erum með fund einu sinni í viku saman og síðan erum við í stanslausu sambandi þess á milli. Ef eitthvað kemur upp er það bara rætt og stundum þurfum við að úthluta verkefnum á milli okkar upp á nýtt og svo framvegis. Þetta er allt að ganga svo vel hjá okkur vegna þess að við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti, að hvetja hvor aðra og að hugsa í lausnum.“ Elfa, Vilborg og Sigrún hafa allar verið í námi í Danmörku. Elfa starfar hjá Flying Tiger í Kaupmannahöfn, Vilborg starfar í dag sem markaðsstjóri hjá Póstinum og Sigrún er við það að flytja heim frá Óðinsvéum til að byrja í nýju starfi hjá Hugsmiðjunni. Þær viðurkenna að oft eru vinnudagarnir langir þar sem hver pása eða frítími er nýttur fyrir visteyri.is. Verkefnið sé samt svo skemmtilegt að þær gleymi sér alveg í ástríðunni fyrir því. Með marga bolta á lofti Vilborg, Elfa og Sigrún segja allar að vinnuveitendurnir þeirra hafi tekið vel í þær fréttir að samhliða fullu starfi séu þær með reksturinn á markaðstorginu. „Það finnst öllum þetta bara mjög jákvætt og spennandi og ég hef ekki upplifað neitt nema mjög mikið hrós og hvatningu,“ segir Sigrún og Vilborg og Elfa taka undir. Þær segja viðtökurnar síðustu daga hafa verið framar björtustu vonum og skemmtilegast sé að sjá hvað landsbyggðin er að taka vel við sér, þarna opnaðist loks auðveldara tækifæri fyrir söluaðila og kaupendur að geta verslað með notuð föt. Á síðunni má sjá upplýsingar um söluaðila og seljendur vikunnar og vinkonurnar segja margt spennandi í farvatninu sem líta muni dagsins ljós á komandi vikum og mánuðum. Í dag sé áherslan á að sinna því sem seljendur og kaupendur eru að sýsla með í gegnum markaðstorgið og fá endurgjöf frá notendum, sem nýtist einmitt svo vel fyrir þróunina á vefsíðunni. „Það er kannski helst að við þrjár þjáumst af fullkomnunaráráttu,“ segir Vilborg og hópurinn skellir upp úr. Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu. Og auðvitað hefur þetta stundum verið algjört korter í burnout, því það að vera í fullu starfi og hefja svona rekstur er auðvitað smá klikkun líka. En þetta er bara svo gaman að maður er ekki að upplifa álagið eins og kvöð, heldur eitthvað sem maður er að sinna af ástríðu og áhuga,“ segir Elfa og skælbrosir. Allar segjast þær líka hafa lært mjög mikið á verkefninu. Ekki síst hvor annarri og þá sérstaklega hvernig markaðsviðhorfið nýtist forritara eins og Sigrúnu eða hvernig tæknikunnáttan hennar nýtist markaðsfólki eins og Vilborgu og Elfu. Endurgjöfin frá notendum er þó það sem stendur uppúr að þeirra mati, að vera eftir um eins og hálfs árs vinnu loksins komin með markaðstorgið í loftið og kaupin á eyrinni hafin. Maðurinn minn segir líka stundum að ég sé eins og unglingur með tölvuleikjafíkn því maður er alltaf að kíkja og sjá hvað er að gerast og getur bara ekki hætt, þetta er svo gaman,“ segir Sigrún og bætir við: „En við erum mjög stoltar og ánægðar með þetta, erum gott teymi saman sem hugsar í jákvæðum lausnum og höfum yfirstigið fullt af hindrunum sem við héldum kannski stundum að við myndum ekki ná að yfirstíga. En höfum komist yfir þær allar.“
Verslun Umhverfismál Tíska og hönnun Starfsframi Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira