Kvíði er vani fyrir mér Íris Hauksdóttir skrifar 22. júní 2023 19:00 Tónlistarmaðurinn Jói Pé í einlægu viðtali. Axel Magnús Kristjánsson. Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel. Jói Pé er nýútskrifaður frá Listaháskóla Íslands. Hann segir þó ekki margt að frétta, frægðin sé ekki óþægileg. Hvernig fannst þér að vera í þessu námi, fannst þér þú ekki hafa gífurlegt forskot á samnemendur þína? „Já og nei,“ svarar Jói hógvær og heldur áfram. „Þrátt fyrir reynslu af því að standa á sviði og semja tónlist hef ég engan bakgrunn í tónfræði eða klassísku tónlistarnámi eins og flestir samnemendur mínir. Þetta var því mjög lærdómsríkur tími.“ Fólki finnst fyndið að forseti Íslands sé guðfaðir minn Útskriftarveislan var sem fyrr segir haldin fyrir stuttu en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson greindi meðal annars frá því í viðtali á Bylgunni að hans helsta helgarplan væri að mæta í veisluna. Jói segist kippa sér lítið við að vera frændi forsetans. „Hann er bara Guðni frændi minn en það er fyndið hvað fólki finnst það áhugavert. Auðvitað er skrítið að mæta í afmælisveislur á Bessastaði og í sjálfu sér súrrealískt að guðfaðir manns sé forseti Íslands en hann er svo slakur. Við erum rólyndismenn báðir tveir,“ segir Jói og brosir. Jói sagði það draumi líkast að fá að fylgja föður sínum eftir á handboltaæfingar. Axel Magnús Kristjánsson Faðir hans, Patrekur Jóhannesson, handboltahetja hlýtur líka að hafa verið ákveðin fyrirmynd í lífi Jóa. Hann segir það hafa verið draumi líkast að fá að fara með pabba sínum á handboltaæfingar. „Það voru þvílík forréttindi að fá að fara með pabba í vinnuna og mig dreymdi alltaf um að feta í fótspor hans. Ég hef alltaf litið upp til hans. Ég lærði sjálfur handbolta og mætti með honum á allar æfingar og leiki hjá Haukum. Jói æfir enn handbolta af miklu kappi en segist á einhverjum tímapunkti hafa ruglast inn í tónlistina og segir þau gen klárlega fengin í gegnum móður sína. „Pabbi kann varla að klappa í takt og fílar bara þýsk dægurlög. Ég gæti ekki tengt minna við hann þar,“ segir Jói og hlær. Pönkfílingur í plötunni Athygli vekur nýtt útlit Jóa, hann segir rauðu lokkana í takt við þema plötunnar. „Þetta er pönkfílingur. Ég sá alltaf fyrir mér að plötuumslagið yrði rautt því titillinn dró fram rauðan lit. Við enduðum þó á svarthvítu en stemmningin var áfram rauð. Ég mætti því með maskara og allt í myndatökuna sem var virkilega gaman. Mér finnst gaman að stuða smá, eins og í útskriftinni um daginn, þar mætti ég með eyrnalokka og hálsmen, lét ömmu aðeins lyfta augabrúnunum.“ Skalf á beinunum Spurður hvort hann hafi upplifað sig frægan á einni nóttu segist Jói ekki hafa gert það en sitt frægasta augnablik hafi þó átt sér stað á þjóðhátíð þegar hann var þó sjálfur ekki að skemmta. „Ég var staddur með fjölskyldunni minni þegar fólk flykktist að og vildi myndir og áritanir. Það var skrítið. Þetta var árið 2017 og nokkrum kvöldum síðar var ég beðin um að troða upp á Grill 900. Ég skalf á beinunum.“ Jói segir kvíðann mismikinn eftir umfangi tónleikanna hverju sinni. Axel Magnús Kristjánsson Kvíðinn fylgir mér alltaf „Annars er kvíði svolítil venja fyrir mér. Hann er mismikill eftir umfangi tónleikanna en eftir því sem þeir eru fámennari þeim mun erfiðari eru þeir fyrir mig. Mér finnst vont að syngja í of mikilli nánd. Um leið og fleiri eru í salnum kemst ég betur í karakter. Það er alltaf betra því í grunninn er ég innhverfur og feiminn. Það hefur verið æfing fyrir mig að koma fram en hún hefur skánað með árunum og æfingunni. Ég held samt að fyrir manneskjur eins og mig með frammistöðukvíða og sviðskrekk komi það sér vel. Kvíðinn kemur sér miklu meira að notum í dag en ekki. Ég reyni að snúa stressinu yfir í spennu og telja mér trú um að nú sé gaman. Þannig læri ég að feika það.“ Litast það jafnvel út í plötunni? Þú segir hana blöndu af hráleika og fagurfræði? „Ég vann plötuna með einvala liði en hljóðheimur verkefnisins var unninn með Magnúsi Jóhanni og Hafsteini Þráinssyni. Þeir lögðu upp með að kjarna vissan hiphop hljóðheim en vildu á sama tíma blanda því stafræna með því lifandi, því harða með hinu ljóðræna. Með því að kalla til strengjakvartett, Tuma Árnason á saxafón og Magnús Trygvason Eliassen á trommur í bland við píanóspil Magnúsar Jóhanns og gestasöngvara á við Valdimar Guðmundsson, fæddist tíu laga tónverk sem fer beint á blöð tónlistarsögu Íslands. Hrár kjarni klæddur í fagurfræðilegan búning Þeir hjálpuðu mér þvílíkt í að koma plötunni á þann stað sem hún er í dag. Þeir settu hráleikann í fagurfræðilegan búning. Strengjaútfærðu hljóðfæraleik og fíniseruðu allt. Í grunninn er platan hrár kjarni klæddur í fagurfræðilegan búning. Ég er svo stoltur af þessari fyrstu sólóplötu minni en ég var líka þvílíkt stressaður þegar hún kom fyrst út. Ég hef bara spilað hana einu sinni en að þessu sinni er ég að spila hana með hljómsveit. Ég get ekki beðið enda veit ég af fullt af fólki sem er að koma og njóta þess með mér. Ég er því bara spenntur.“ Tónleikarnir verða sem fyrr segir haldnir á Kex Hostel annað kvöld og geta áhugasamir tryggt sér miða hér. Tónlist Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Jói Pé er nýútskrifaður frá Listaháskóla Íslands. Hann segir þó ekki margt að frétta, frægðin sé ekki óþægileg. Hvernig fannst þér að vera í þessu námi, fannst þér þú ekki hafa gífurlegt forskot á samnemendur þína? „Já og nei,“ svarar Jói hógvær og heldur áfram. „Þrátt fyrir reynslu af því að standa á sviði og semja tónlist hef ég engan bakgrunn í tónfræði eða klassísku tónlistarnámi eins og flestir samnemendur mínir. Þetta var því mjög lærdómsríkur tími.“ Fólki finnst fyndið að forseti Íslands sé guðfaðir minn Útskriftarveislan var sem fyrr segir haldin fyrir stuttu en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson greindi meðal annars frá því í viðtali á Bylgunni að hans helsta helgarplan væri að mæta í veisluna. Jói segist kippa sér lítið við að vera frændi forsetans. „Hann er bara Guðni frændi minn en það er fyndið hvað fólki finnst það áhugavert. Auðvitað er skrítið að mæta í afmælisveislur á Bessastaði og í sjálfu sér súrrealískt að guðfaðir manns sé forseti Íslands en hann er svo slakur. Við erum rólyndismenn báðir tveir,“ segir Jói og brosir. Jói sagði það draumi líkast að fá að fylgja föður sínum eftir á handboltaæfingar. Axel Magnús Kristjánsson Faðir hans, Patrekur Jóhannesson, handboltahetja hlýtur líka að hafa verið ákveðin fyrirmynd í lífi Jóa. Hann segir það hafa verið draumi líkast að fá að fara með pabba sínum á handboltaæfingar. „Það voru þvílík forréttindi að fá að fara með pabba í vinnuna og mig dreymdi alltaf um að feta í fótspor hans. Ég hef alltaf litið upp til hans. Ég lærði sjálfur handbolta og mætti með honum á allar æfingar og leiki hjá Haukum. Jói æfir enn handbolta af miklu kappi en segist á einhverjum tímapunkti hafa ruglast inn í tónlistina og segir þau gen klárlega fengin í gegnum móður sína. „Pabbi kann varla að klappa í takt og fílar bara þýsk dægurlög. Ég gæti ekki tengt minna við hann þar,“ segir Jói og hlær. Pönkfílingur í plötunni Athygli vekur nýtt útlit Jóa, hann segir rauðu lokkana í takt við þema plötunnar. „Þetta er pönkfílingur. Ég sá alltaf fyrir mér að plötuumslagið yrði rautt því titillinn dró fram rauðan lit. Við enduðum þó á svarthvítu en stemmningin var áfram rauð. Ég mætti því með maskara og allt í myndatökuna sem var virkilega gaman. Mér finnst gaman að stuða smá, eins og í útskriftinni um daginn, þar mætti ég með eyrnalokka og hálsmen, lét ömmu aðeins lyfta augabrúnunum.“ Skalf á beinunum Spurður hvort hann hafi upplifað sig frægan á einni nóttu segist Jói ekki hafa gert það en sitt frægasta augnablik hafi þó átt sér stað á þjóðhátíð þegar hann var þó sjálfur ekki að skemmta. „Ég var staddur með fjölskyldunni minni þegar fólk flykktist að og vildi myndir og áritanir. Það var skrítið. Þetta var árið 2017 og nokkrum kvöldum síðar var ég beðin um að troða upp á Grill 900. Ég skalf á beinunum.“ Jói segir kvíðann mismikinn eftir umfangi tónleikanna hverju sinni. Axel Magnús Kristjánsson Kvíðinn fylgir mér alltaf „Annars er kvíði svolítil venja fyrir mér. Hann er mismikill eftir umfangi tónleikanna en eftir því sem þeir eru fámennari þeim mun erfiðari eru þeir fyrir mig. Mér finnst vont að syngja í of mikilli nánd. Um leið og fleiri eru í salnum kemst ég betur í karakter. Það er alltaf betra því í grunninn er ég innhverfur og feiminn. Það hefur verið æfing fyrir mig að koma fram en hún hefur skánað með árunum og æfingunni. Ég held samt að fyrir manneskjur eins og mig með frammistöðukvíða og sviðskrekk komi það sér vel. Kvíðinn kemur sér miklu meira að notum í dag en ekki. Ég reyni að snúa stressinu yfir í spennu og telja mér trú um að nú sé gaman. Þannig læri ég að feika það.“ Litast það jafnvel út í plötunni? Þú segir hana blöndu af hráleika og fagurfræði? „Ég vann plötuna með einvala liði en hljóðheimur verkefnisins var unninn með Magnúsi Jóhanni og Hafsteini Þráinssyni. Þeir lögðu upp með að kjarna vissan hiphop hljóðheim en vildu á sama tíma blanda því stafræna með því lifandi, því harða með hinu ljóðræna. Með því að kalla til strengjakvartett, Tuma Árnason á saxafón og Magnús Trygvason Eliassen á trommur í bland við píanóspil Magnúsar Jóhanns og gestasöngvara á við Valdimar Guðmundsson, fæddist tíu laga tónverk sem fer beint á blöð tónlistarsögu Íslands. Hrár kjarni klæddur í fagurfræðilegan búning Þeir hjálpuðu mér þvílíkt í að koma plötunni á þann stað sem hún er í dag. Þeir settu hráleikann í fagurfræðilegan búning. Strengjaútfærðu hljóðfæraleik og fíniseruðu allt. Í grunninn er platan hrár kjarni klæddur í fagurfræðilegan búning. Ég er svo stoltur af þessari fyrstu sólóplötu minni en ég var líka þvílíkt stressaður þegar hún kom fyrst út. Ég hef bara spilað hana einu sinni en að þessu sinni er ég að spila hana með hljómsveit. Ég get ekki beðið enda veit ég af fullt af fólki sem er að koma og njóta þess með mér. Ég er því bara spenntur.“ Tónleikarnir verða sem fyrr segir haldnir á Kex Hostel annað kvöld og geta áhugasamir tryggt sér miða hér.
Tónlist Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið