Sextán þúsund Evrópumenn létust vegna hlýnunar jarðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júní 2023 16:00 Mikil hitabylgja gekk yfir Evrópu á síðasta ári. EPA Hlýnun jarðar olli 16 þúsund ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2022 samkvæmt nýrri skýrslu. Eignatjón var 1,8 milljarður evra, eða 270 milljarðar íslenskra króna. Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum. Loftslagsmál Veður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum.
Loftslagsmál Veður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira