Góður gangur í hagkerfinu þrátt fyrir mikla verðbólgu Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2023 21:01 Mjög mikill hagvöxtur var hér á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eða sjö prósent ofan á mikinn hagvöxt undanfarin ár. Hagfræðingur Landsbankans segir góðan gang í hagkerfinu og staðan að mörgu leyti góð að frátalinni verðbólgu. Á fyrsta ársfjórðungi jókst landsframleiðsla að raungildi um sjö prósent. Sú aukning er oftast þekkt sem hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er mun meiri en víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum og hefur Seðlabankastjóri varað við því að hagkerfið geti ofhitnað. Atvinnulífið er á blússandi siglingu og mikil eftirspurn eftir vinnuafli þannig þúsundir útlendinga hafa verið kallaðir til landsins til að sinna eftirspurn eftir vinnuafli. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að mikinn mun á hagvexti hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum megi rekja til þess hve hlutfallslega stór ferðaþjónustan er hér á landi. Þá sýni hagvaxtartölurnar fram á að góður gangur sé á flestum stöðum í hagkerfinu. „Hagvöxturinn er góður, einkaneyslan er góð og hagvöxturinn er líka keyrður áfram á auknum útflutningi. Staðan er að mörgu leyti mjög góð en vandamálið sem vofir yfir er þessi verðbólga sem við erum að sjá,“ segir Hjalti. „En þessar tölur sýna að gangurinn er góður að mestu leyti í hagkerfinu þrátt fyrir þessa miklu verðbólgu. En það þarf jú að ná verðbólgunni niður.“ Aukin einkaneysla ýtir bæði undir aukinn hagvöxt og aukna verðbólgu. Tekið er fram í skýrslu Hagstofunnar um hagvöxtinn að aukin neysla þrátt fyrir hærra neysluverð geti verið vísbending um að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til að ná endum saman. Hjalti segir tvo þætti ýta mest undir aukna einkaneyslu. „Það eru launahækkanir að mestu leyti. Að einhverju leyti gæti verið að fólk sé enn að ganga á sparnað sem hefur safnast upp í faraldrinum. Þessir tveir hlutir saman skapa verðbólguþrýsting,“ segir Hjalti. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi jókst landsframleiðsla að raungildi um sjö prósent. Sú aukning er oftast þekkt sem hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er mun meiri en víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum og hefur Seðlabankastjóri varað við því að hagkerfið geti ofhitnað. Atvinnulífið er á blússandi siglingu og mikil eftirspurn eftir vinnuafli þannig þúsundir útlendinga hafa verið kallaðir til landsins til að sinna eftirspurn eftir vinnuafli. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að mikinn mun á hagvexti hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum megi rekja til þess hve hlutfallslega stór ferðaþjónustan er hér á landi. Þá sýni hagvaxtartölurnar fram á að góður gangur sé á flestum stöðum í hagkerfinu. „Hagvöxturinn er góður, einkaneyslan er góð og hagvöxturinn er líka keyrður áfram á auknum útflutningi. Staðan er að mörgu leyti mjög góð en vandamálið sem vofir yfir er þessi verðbólga sem við erum að sjá,“ segir Hjalti. „En þessar tölur sýna að gangurinn er góður að mestu leyti í hagkerfinu þrátt fyrir þessa miklu verðbólgu. En það þarf jú að ná verðbólgunni niður.“ Aukin einkaneysla ýtir bæði undir aukinn hagvöxt og aukna verðbólgu. Tekið er fram í skýrslu Hagstofunnar um hagvöxtinn að aukin neysla þrátt fyrir hærra neysluverð geti verið vísbending um að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til að ná endum saman. Hjalti segir tvo þætti ýta mest undir aukna einkaneyslu. „Það eru launahækkanir að mestu leyti. Að einhverju leyti gæti verið að fólk sé enn að ganga á sparnað sem hefur safnast upp í faraldrinum. Þessir tveir hlutir saman skapa verðbólguþrýsting,“ segir Hjalti.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36
Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47
Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31