Ekkert eðlilegt við að sjá verðhækkanir samhliða hagnaði fyrirtækja Sigurður Orri Kristjánsson og Árni Sæberg skrifa 27. maí 2023 23:05 Auður Alfa Ólafsdóttir er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Stöð 2/Egill Verðbólgan heldur áfram að bíta en hún stendur nú í 9,5 prósentum. Verð á öllum neysluvörum heldur áfram að hækka. Ný úttekt Alþýðusambands Íslands sýnir gríðarlega hækkun á matvöruverði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir fyrirtæki verða að gyrða sig í brók. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði þetta Þann 9. maí síðastliðin. Um er að ræða verð á sömu matvörum og kannaðar voru 29. mars í fyrra, 13 mánuðum fyrr. Á þeim tíma hefur almennt verðlag hækkað um rúm 11% og matvælaverðið því hækkað um fram það. Verð var kannað hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum, Kjörbúðinni, Iceland, Fjarðarkaupum, og Feimkaupum. Verð hækkaði í öllum matvöruflokkum en mjólkurvörur hækkuðu um 13,9%, ávextir og grænmeti um 25,3%, brauð kex og morgunkorn um 14,5%, dósamatur og þurrvörur um rúm 10%, kjöt, fiskur og álegg um 11,2%, drykkjarvörur um 7,2%, frosnar vörur um 10,5%, sælgæti og snakk um 17,3%, te og kaffi um 16,4%. Hreinlætisvörur hins vegar lækkuðu eilítið í verði eða um 1,7%. Verð hækkar í næstum öllum flokkum, og það hratt.Mynd/ASÍ Af 739 verðmælingum hefur verð staðið í stað eða lækkað í 144 tilfellum en hækkað í 602 tilfellum – verð hækkar fjórfalt oftar en það stendur í stað eða lækkar. Ekki voru allar vörur til í báðum verðmælingum hjá öllum verslunum og eru samanburðarmælingarnar því mis margar. Þá voru fáar vörur í sumum flokkum og því er ekki hægt að draga ályktanir um almennar verðlagshækkanir út frá þeim segir í úttektinni. „Íslenskur matvörumarkaður er auðvitað fákeppnismarkaður“ Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir ástæður þess að matvöruverð hefur hækkað umfram verðlag fjölþættar. „Heimsfaraldurinn og Úkraínustríðið hafa auðvitað haft mikil áhrif. Svo er íslenskur matvörumarkaður auðvitað fákeppnismarkaður, sem hjálpar ekki til og gerir það að verkum að verðhækkanirnar eru meiri en ella,“ segir hún. Þá segir hún sökina að einhverju leyti vera stjórnvalda. Þau hafi ekki staðið sig í því að styðja við bakið á viðkvæmustu hópum samfélagsins og hafi, ef eitthvað er, aukið álögur á matvöru. „Þau hafa staðið sig mun betur í að verja breiðustu bökin, en þau sögðu til að mynda nýverið að það kæmi ekki til greina að hækka skatta á elstu lögin í samfélaginu. Þá hefur ekki verið nein stemning fyrir hvalrekasköttum eða neinu í þá veru. Það eru auðvitað bara stjórnvöld sem þurfa að hugsa sinn gang og í raun og veru að taka algjöra U-beygju frá núverandi stefnu, sem virðist snúast um að verja þessi breiðustu bökin í samfélaginu en láta tekjulægstu hópana taka skellinn,“ segir Auður Alfa. Fyrirtæki þurfi að gyrða sig í brók Auður Alfa segist vonast til þess að hækkanir á matvöru haldi ekki áfram og segir að það séu tækifæri til aðgerða til þess að koma í veg fyrir það. „Fyrirtæki þurfa líka að gyrða sig í brók og það er ekkert eðlilegt við það að sjá þessar miklu verðhækkanir á sama tíma og þessi fyrirtæki eru að hagnast mikið,“ segir hún að lokum. Verðlag Matur Tengdar fréttir Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. 12. maí 2023 19:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði þetta Þann 9. maí síðastliðin. Um er að ræða verð á sömu matvörum og kannaðar voru 29. mars í fyrra, 13 mánuðum fyrr. Á þeim tíma hefur almennt verðlag hækkað um rúm 11% og matvælaverðið því hækkað um fram það. Verð var kannað hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum, Kjörbúðinni, Iceland, Fjarðarkaupum, og Feimkaupum. Verð hækkaði í öllum matvöruflokkum en mjólkurvörur hækkuðu um 13,9%, ávextir og grænmeti um 25,3%, brauð kex og morgunkorn um 14,5%, dósamatur og þurrvörur um rúm 10%, kjöt, fiskur og álegg um 11,2%, drykkjarvörur um 7,2%, frosnar vörur um 10,5%, sælgæti og snakk um 17,3%, te og kaffi um 16,4%. Hreinlætisvörur hins vegar lækkuðu eilítið í verði eða um 1,7%. Verð hækkar í næstum öllum flokkum, og það hratt.Mynd/ASÍ Af 739 verðmælingum hefur verð staðið í stað eða lækkað í 144 tilfellum en hækkað í 602 tilfellum – verð hækkar fjórfalt oftar en það stendur í stað eða lækkar. Ekki voru allar vörur til í báðum verðmælingum hjá öllum verslunum og eru samanburðarmælingarnar því mis margar. Þá voru fáar vörur í sumum flokkum og því er ekki hægt að draga ályktanir um almennar verðlagshækkanir út frá þeim segir í úttektinni. „Íslenskur matvörumarkaður er auðvitað fákeppnismarkaður“ Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir ástæður þess að matvöruverð hefur hækkað umfram verðlag fjölþættar. „Heimsfaraldurinn og Úkraínustríðið hafa auðvitað haft mikil áhrif. Svo er íslenskur matvörumarkaður auðvitað fákeppnismarkaður, sem hjálpar ekki til og gerir það að verkum að verðhækkanirnar eru meiri en ella,“ segir hún. Þá segir hún sökina að einhverju leyti vera stjórnvalda. Þau hafi ekki staðið sig í því að styðja við bakið á viðkvæmustu hópum samfélagsins og hafi, ef eitthvað er, aukið álögur á matvöru. „Þau hafa staðið sig mun betur í að verja breiðustu bökin, en þau sögðu til að mynda nýverið að það kæmi ekki til greina að hækka skatta á elstu lögin í samfélaginu. Þá hefur ekki verið nein stemning fyrir hvalrekasköttum eða neinu í þá veru. Það eru auðvitað bara stjórnvöld sem þurfa að hugsa sinn gang og í raun og veru að taka algjöra U-beygju frá núverandi stefnu, sem virðist snúast um að verja þessi breiðustu bökin í samfélaginu en láta tekjulægstu hópana taka skellinn,“ segir Auður Alfa. Fyrirtæki þurfi að gyrða sig í brók Auður Alfa segist vonast til þess að hækkanir á matvöru haldi ekki áfram og segir að það séu tækifæri til aðgerða til þess að koma í veg fyrir það. „Fyrirtæki þurfa líka að gyrða sig í brók og það er ekkert eðlilegt við það að sjá þessar miklu verðhækkanir á sama tíma og þessi fyrirtæki eru að hagnast mikið,“ segir hún að lokum.
Verðlag Matur Tengdar fréttir Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. 12. maí 2023 19:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. 12. maí 2023 19:19