Sendi utanríkisráðherra Lettlands leyndó í hamrinum Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 15:19 Þórdís afhendir utanríkisráðherra Lettlands hamarinn við lok Reykjavíkurfundarins í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira