Fyrsta konan til að dæma í efstu deildum karla og kvenna í handbolta á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 15:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir með fjölskyldu sinni eftir sigur íslenska landsliðsins á Tékkum í Laugardalshöllinni á dögunum þar sem sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson spilaði stórt hlutverk. Vísir/Hulda Margrét Þingkonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur í nýjasta þætti Sigurlaugar Rúnarsdóttur þar sem Silla fer yfir íslenska kvennahandboltann með flottum viðmælendum. Silla var með pínu öðruvísi þátt því gestir hennar spila ekki handbolta heldur voru það Viðreisnakonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín hefur verið þingkona frá 1999 og var Menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2017. Flestir þekkja tengsl Þorgerður Katrínar við handboltann enda móðir landsliðsmannsins Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og eiginkona fyrrum markahæsta leikmanns landsliðsins Kristjáns Arasonar. Það vita það kannski ekki allir að Þorgerður Katrín var sjálf á fullu í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem dómari. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir setur landsþing Viðreisnar.Viðreisn Tregi og eftirsjá að vera ekki að spila Þorgerður Katrín sagði frá dómaraferli sínum í Handkastinu með Sigurlaugu Rúnarsdóttur. Þorgerður Katrín er nefnilega fyrsta konan til að dæma í efstu deild karla og kvenna. „Ég öfundaði Kötu af því að ég flyt út til Þýskalands árið 1985, fylgi karlinum mínum og þá í rauninni hætti ég í handbolta að einhverju leiti. Ég fylgdist alltaf með stelpunum og það var tregi og eftirsjá að vera ekki að spila,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Fyrst flytjum við til Hameln og þar var enginn kvennahandbolti en svo flytjum við til Gummersbach og erum þar í tvö ár. Þá næ ég að spila með kvennaliði Gummersbach. Það var rosagaman og ég held að þær hafi verið í þriðju deildinni. Það var mikið stuð og gaman. Þá byrjaði ég að dæma,“ sagði Þorgerður Katrín. Dæmdi mjög mikið í neðri deildum í Þýskalandi „Ég dæmi mjög mikið í neðri deildum út í Þýskalandi og kynntist þar þýskum dómurum. Svo hélt ég því áfram þegar við fluttum aftur út til Þýskaland 1994 eða 1995. Þá var ég ófrísk,“ sagði Þorgerður Katrín en hún dæmdi líka hérna heima. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og sést hér í Kryddsíld 2022.Vísir/Hulda Margrét „Ég er fyrsti kvennadómarinn í efstu deild karla og kvenna en það var 1991 eða 1992 sem ég dæmi þar. Þá voru nokkrar sem sýndu áhuga. Það er sjúklega gaman að dæma ef maður áttar sig á því að dómararnir eru ekki aðalmálið. Þeirra hlutverk er að láta leikinn ganga,“ sagði Þorgerður Katrín. Framlag hennar til FH eða dæma hjá yngri flokkum „Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri í dag, ekki oft sem ég geri það, en mitt framlag til FH er að dæma í yngri flokkunum. Í 3. og 4. flokki kvenna og það er líka ótrúlega skemmtilegt að sjá efnin. Það liggur við að maður gleymi sér: Vá hvað þessar eru æðislegar eða strákarnir,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er fullt að gerast hjá handboltafélögum út um allt land finnst mér,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigurlaug benti þá á að henni finnist gaman að dæma en það er bara svo ótrúlega margt ljótt sagt við dómara í dag. Hún fær oft sting fyrir hjartað og finnst að dómari þurfi að vera með brjálæðislega breytt bak. Varnarmenn fá ekki að njóta vafans „Það var þannig fyrst þegar ég byrjaði að dæma hérna heima en svo einhvern veginn fór það. Það var kannski ein setning sem situr eftir og ég ætla ekki að segja hana hér. Að öðru leiti fannst mér þetta almennt vera frekar prúðmannlegheit. Um daginn var ég að dæma leik sem endaði með jafntefli en það voru efstu liðin í 3. flokki karla . Það var hasarleikur en það var ekkert nema prúðmennskan,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerði Katrín finnst varnarmenn ekki oft fá að njóta vafans en það má heyra meira um skoðanir hennar á dómgæslu með því að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Handkastið FH Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Silla var með pínu öðruvísi þátt því gestir hennar spila ekki handbolta heldur voru það Viðreisnakonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín hefur verið þingkona frá 1999 og var Menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2017. Flestir þekkja tengsl Þorgerður Katrínar við handboltann enda móðir landsliðsmannsins Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og eiginkona fyrrum markahæsta leikmanns landsliðsins Kristjáns Arasonar. Það vita það kannski ekki allir að Þorgerður Katrín var sjálf á fullu í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem dómari. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir setur landsþing Viðreisnar.Viðreisn Tregi og eftirsjá að vera ekki að spila Þorgerður Katrín sagði frá dómaraferli sínum í Handkastinu með Sigurlaugu Rúnarsdóttur. Þorgerður Katrín er nefnilega fyrsta konan til að dæma í efstu deild karla og kvenna. „Ég öfundaði Kötu af því að ég flyt út til Þýskalands árið 1985, fylgi karlinum mínum og þá í rauninni hætti ég í handbolta að einhverju leiti. Ég fylgdist alltaf með stelpunum og það var tregi og eftirsjá að vera ekki að spila,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Fyrst flytjum við til Hameln og þar var enginn kvennahandbolti en svo flytjum við til Gummersbach og erum þar í tvö ár. Þá næ ég að spila með kvennaliði Gummersbach. Það var rosagaman og ég held að þær hafi verið í þriðju deildinni. Það var mikið stuð og gaman. Þá byrjaði ég að dæma,“ sagði Þorgerður Katrín. Dæmdi mjög mikið í neðri deildum í Þýskalandi „Ég dæmi mjög mikið í neðri deildum út í Þýskalandi og kynntist þar þýskum dómurum. Svo hélt ég því áfram þegar við fluttum aftur út til Þýskaland 1994 eða 1995. Þá var ég ófrísk,“ sagði Þorgerður Katrín en hún dæmdi líka hérna heima. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og sést hér í Kryddsíld 2022.Vísir/Hulda Margrét „Ég er fyrsti kvennadómarinn í efstu deild karla og kvenna en það var 1991 eða 1992 sem ég dæmi þar. Þá voru nokkrar sem sýndu áhuga. Það er sjúklega gaman að dæma ef maður áttar sig á því að dómararnir eru ekki aðalmálið. Þeirra hlutverk er að láta leikinn ganga,“ sagði Þorgerður Katrín. Framlag hennar til FH eða dæma hjá yngri flokkum „Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri í dag, ekki oft sem ég geri það, en mitt framlag til FH er að dæma í yngri flokkunum. Í 3. og 4. flokki kvenna og það er líka ótrúlega skemmtilegt að sjá efnin. Það liggur við að maður gleymi sér: Vá hvað þessar eru æðislegar eða strákarnir,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er fullt að gerast hjá handboltafélögum út um allt land finnst mér,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigurlaug benti þá á að henni finnist gaman að dæma en það er bara svo ótrúlega margt ljótt sagt við dómara í dag. Hún fær oft sting fyrir hjartað og finnst að dómari þurfi að vera með brjálæðislega breytt bak. Varnarmenn fá ekki að njóta vafans „Það var þannig fyrst þegar ég byrjaði að dæma hérna heima en svo einhvern veginn fór það. Það var kannski ein setning sem situr eftir og ég ætla ekki að segja hana hér. Að öðru leiti fannst mér þetta almennt vera frekar prúðmannlegheit. Um daginn var ég að dæma leik sem endaði með jafntefli en það voru efstu liðin í 3. flokki karla . Það var hasarleikur en það var ekkert nema prúðmennskan,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerði Katrín finnst varnarmenn ekki oft fá að njóta vafans en það má heyra meira um skoðanir hennar á dómgæslu með því að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Handkastið FH Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira