Bandaríski seðlabankinn hækkar líka vexti Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. mars 2023 07:46 Vextir í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri síðan á því herrans ári 2007. AP Photo/Seth Wenig Bandaríski Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti í landinu þrátt fyrir áhyggjur manna af því að slík aðgerð gæti aukið á óróann á fjármálamörkuðum en þar í landi hafa bankar verið að lenda í miklum vandræðum. Vextirnir voru að þessu sinni hækkaðir um 25 punkta og verða því hér eftir fimm prósent og hafa ekki verið hærri þar í landi síðan árið 2007. Þetta var níunda vaxtahækkunin í röð í Bandaríkjunum en fyrir um ári voru vextir við það að vera neikvæðir en Seðlabanki Íslands er á svipaðri vegferð og hækkaði vextina í tólfta sinn í röð í gær. Verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú um 6 prósent og seðlabankastjórinn Jay Powell segir tilgang vaxtahækkana að koma böndum á hana. Powell fullyrti einnig þegar tilkynnt var um hækkunina að bankakerfið vestra væri stöðugt og á sterkum grunni og að bankar á borð við Silicon Valley sem fór á hausinn á dögunum væru undantekningartilfelli. Á morgun er síðan vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bretlands en þar í landi mælist verðbólgan nú 10,4 prósent sem kom greiningaraðilum í opna skjöldu á dögunum. Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Vextirnir voru að þessu sinni hækkaðir um 25 punkta og verða því hér eftir fimm prósent og hafa ekki verið hærri þar í landi síðan árið 2007. Þetta var níunda vaxtahækkunin í röð í Bandaríkjunum en fyrir um ári voru vextir við það að vera neikvæðir en Seðlabanki Íslands er á svipaðri vegferð og hækkaði vextina í tólfta sinn í röð í gær. Verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú um 6 prósent og seðlabankastjórinn Jay Powell segir tilgang vaxtahækkana að koma böndum á hana. Powell fullyrti einnig þegar tilkynnt var um hækkunina að bankakerfið vestra væri stöðugt og á sterkum grunni og að bankar á borð við Silicon Valley sem fór á hausinn á dögunum væru undantekningartilfelli. Á morgun er síðan vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bretlands en þar í landi mælist verðbólgan nú 10,4 prósent sem kom greiningaraðilum í opna skjöldu á dögunum.
Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira