Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2023 20:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir hvalrekaskatt eina þeirra aðgerða sem mætti grípa til. Vísir/Sigurjón Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. Stýrivaxtahækkanir hafa lagst þyngst á þá sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson sem skrifaði á Twitter í morgun að afborganir af slíku húsnæðisláni hans hafi hækkað úr 160 þúsund krónum á mánuði í 260 þúsund krónur á einu og hálfu ári. Fyrir hönd viðskiptavina með breytilega vexti á óverðtryggðu láni vil ég þakka þér Herra Ásgeir Jónsson. Kjarasamningslotan í haust mun verða þung. Allt undir 25% launahækkun er ekki í boði 🧠 pic.twitter.com/JcOmzaVuL4— Maggi Peran (@maggiperan) March 22, 2023 „Þetta er að lenda á okkar fólki. Það er mikil aukning í útgjöldum heimilanna sem við þurfum að bregðast við. Það þarf að finna leiðir til að verja stöðu heimilanna,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands. Grípa þurfi til sértækra aðgerða fyrir viðkvæmustu hópana: þá sem eru nýir á fasteignamarkaði, fólk á leigumarkaði og tekjulág heimili. „Með húsnæðisstuðningi, barnabótum, með slíkum greiðslum til að létta undir þessum hópi og það er jafnvel hægt að beita skattkerfisbreytingum til að létta undir.“ Fyrirtæki og opinberir aðilar þurfi að draga inn seglin Seðlabankinn beindi því til fyrirtækja í morgun að hætta að fjárfesta jafn mikið og þau hafa gert undanfarið. Hann tekur undir það. „Til að slá á þenslu þá er það ekki fólkið með lægstu launin sem er að valda þenslunni sökum þess að fólk hefur ekki svigrúm til þess. Það er að kaupa nauðsynjar en lítið annað. Þarna eru fyrirtæki og opinberir aðilar sem þurfa að taka þetta til sín til að berjast gegn þeirri þenslu sem er á markaði,“ segir Kristján. Þá birtu Samtök atvinnulífsins í dag yfirlýsingu þess efnis að hið opinbera verði að leggja Seðlabankanum lið. Von er á fjármálaáætlun á næstunni og segja SA að þar geti stjórnvöld lagt þung lóð á vogarskálarnar gegn verðbólgunni með aðhaldssamri stefnu. Kristján tekur undir þetta og nefnir þar sérstaklega skatta á eignamikla. Þú myndir vilja sjá hvalrekaskatt? „Já, ég held það sé bara mjög mikilvægt fyrir samfélagið að líta til þess að fjármagnið þar sem það er til og nota til að styðja við fólkið í landinu.“ Neytendur Seðlabankinn Verðlag ASÍ Tengdar fréttir „Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili lyklunum að Stjórnarráðinu?“ Tólfta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð hefur vakið hörð viðbrögð víða í samfélaginu en þingmenn vöktu margir hverjir athygli á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina kjarklausa og verkstola og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau ekki geta dvalið lengur í Hvergilandi. 22. mars 2023 16:59 Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega. 22. mars 2023 10:55 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Stýrivaxtahækkanir hafa lagst þyngst á þá sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson sem skrifaði á Twitter í morgun að afborganir af slíku húsnæðisláni hans hafi hækkað úr 160 þúsund krónum á mánuði í 260 þúsund krónur á einu og hálfu ári. Fyrir hönd viðskiptavina með breytilega vexti á óverðtryggðu láni vil ég þakka þér Herra Ásgeir Jónsson. Kjarasamningslotan í haust mun verða þung. Allt undir 25% launahækkun er ekki í boði 🧠 pic.twitter.com/JcOmzaVuL4— Maggi Peran (@maggiperan) March 22, 2023 „Þetta er að lenda á okkar fólki. Það er mikil aukning í útgjöldum heimilanna sem við þurfum að bregðast við. Það þarf að finna leiðir til að verja stöðu heimilanna,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands. Grípa þurfi til sértækra aðgerða fyrir viðkvæmustu hópana: þá sem eru nýir á fasteignamarkaði, fólk á leigumarkaði og tekjulág heimili. „Með húsnæðisstuðningi, barnabótum, með slíkum greiðslum til að létta undir þessum hópi og það er jafnvel hægt að beita skattkerfisbreytingum til að létta undir.“ Fyrirtæki og opinberir aðilar þurfi að draga inn seglin Seðlabankinn beindi því til fyrirtækja í morgun að hætta að fjárfesta jafn mikið og þau hafa gert undanfarið. Hann tekur undir það. „Til að slá á þenslu þá er það ekki fólkið með lægstu launin sem er að valda þenslunni sökum þess að fólk hefur ekki svigrúm til þess. Það er að kaupa nauðsynjar en lítið annað. Þarna eru fyrirtæki og opinberir aðilar sem þurfa að taka þetta til sín til að berjast gegn þeirri þenslu sem er á markaði,“ segir Kristján. Þá birtu Samtök atvinnulífsins í dag yfirlýsingu þess efnis að hið opinbera verði að leggja Seðlabankanum lið. Von er á fjármálaáætlun á næstunni og segja SA að þar geti stjórnvöld lagt þung lóð á vogarskálarnar gegn verðbólgunni með aðhaldssamri stefnu. Kristján tekur undir þetta og nefnir þar sérstaklega skatta á eignamikla. Þú myndir vilja sjá hvalrekaskatt? „Já, ég held það sé bara mjög mikilvægt fyrir samfélagið að líta til þess að fjármagnið þar sem það er til og nota til að styðja við fólkið í landinu.“
Neytendur Seðlabankinn Verðlag ASÍ Tengdar fréttir „Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili lyklunum að Stjórnarráðinu?“ Tólfta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð hefur vakið hörð viðbrögð víða í samfélaginu en þingmenn vöktu margir hverjir athygli á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina kjarklausa og verkstola og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau ekki geta dvalið lengur í Hvergilandi. 22. mars 2023 16:59 Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega. 22. mars 2023 10:55 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
„Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili lyklunum að Stjórnarráðinu?“ Tólfta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð hefur vakið hörð viðbrögð víða í samfélaginu en þingmenn vöktu margir hverjir athygli á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina kjarklausa og verkstola og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau ekki geta dvalið lengur í Hvergilandi. 22. mars 2023 16:59
Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23
Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega. 22. mars 2023 10:55