Þessi hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. mars 2023 07:01 Hrafnkell Sigurðsson og Ásgerður Birna Björnsdóttir unnu til verðlauna á Íslensku myndlistarverðlaununum í gær. Íslensku myndlistarverðlaunin fóru fram í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Iðnó. Er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt og hafa þau skipað sér mikilvægan sess í menningarlandslaginu. Í fréttatilkynningu segir: „Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en jafnframt veita einstaka myndlistarmönnum mikilvæga viðurkenningu og hvetja til nýrrar listsköpunar. Myndlistarráð stendur að baki myndlistarverðlaunanna.“ Glæsilegt samansafn listamanna fékk tilnefningar í ár í flokki „Myndlistarmaður ársins“ og „Hvatningarverðlaun“. Opið var fyrir innsendar tillögur í ársbyrjun en sérstaklega skipuð dómnefnd ákvað tilnefningar og verðlaunahafa. Myndlistarmaður ársins Hrafnkell Sigurðsson hlaut titilinn Myndlistarmaður ársins fyrir sýninguna Upplausn í Auglýsingahléi Billboard 2022. Aðrir tilnefndir í þeim flokki voru Finnbogi Pétursson fyrir sýninguna Flói, Ingibjörg Sigurjónsdóttir fyrir sýninguna De rien og Rósa Gísladóttir fyrir sýningarnar Loftskurður og Safn Rósu Gísladóttur. Hrafnkell Sigurðsson hlaut titilinn Myndlistarmaður ársins.Stephan Stephensen Opnuðu nýja leið til að miðla myndlist „Árið 2022 sáu allir Reykvíkingar þegar óræðar hreyfimyndir birtust á 450 skjáum úti um alla borg, í strætóskýlum og á stórum auglýsingaskiltum. Á skjáunum birtust síbreytilegar þokur sem mynduðu stundum form og mynstur sem leystust þó jafnóðum upp aftur. Þetta var ekki bilun heldur verkið Upplausn eftir Hrafnkel Sigurðsson, unnið upp úr stórum, samsettum ljósmyndaverkum frá 2018 þar sem ótal örsmáir fletir raðast saman í þokukennda mósaíkmynd. Það er mat dómnefndar að með því að nýta auglýsingaskiltin hafa Hrafnkell og fleiri opnað nýja leið til að miðla myndlist en Hrafnkell sýni líka að skiltin eru ekki bara eins og fletir til að fylla út í, heldur er hægt að nýta þau sem miðil með öllu sem tæknin býður upp á og koma skilaboðunum úr sýningarsalnum út í hversdagslegan veruleika okkar þar sem við þurfum mest á þeim að halda,“ segir meðal annars í umsögn frá dómnefnd. Verkið Upplausn eftir Hrafnkel Sigurðsson.Hrafnkell Sigurðsson Hvatningarverðlaunin Ásgerður Birna Björnsdóttir hlaut síðan Hvatningarverðlaunin fyrir sýninguna Snertitaug í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Aðrir tilnefndir í þeim flokki voru Elísabet Birta Sveinsdóttir fyrir sýninguna Mythbust og Egill Logi Jónasson fyrir sýninguna Þitt besta er ekki nóg. Ásgerður Birna Björnsdóttir hlaut Hvatningarverðlaunin í gær.Helena Aðalsteinsdóttir Áhrifamikil sýning „Myndlistarkonan Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990) hefur þegar markað sér sérstöðu meðal ungra listamanna með því að varpa fram áleitnum vangaveltum um framtíðina og takast á við þær spurningar sem eru hvað mest knýjandi í samtímanum og varða samspil manns og náttúru. Sýning hennar Snertitaug vakti verðskuldaða athygli. Að mati dómnefndar var sýningin áhrifamikil og virkni tækjanna og starfsemi lífveranna, sem á sér stað að stórum hluta handan beinnar skynjunar mannsins, beindi sjónum að grunneigindum lífs og vaxtar á jörðinni og oft á tíðum klunnalegra aðferða mannsins til þess að virkja þessa orku og stýra henni,“ segir í fréttatilkynningunni. Verkið Snertilaug eftir Ásgerði Birnu Björnsdóttur.Vigfús Birgisson Fleiri viðurkenningar Á verðlaunahátíðinni voru svo fjórar viðurkenningar veittar til viðbótar en þær eru: Viðurkenning fyrir áhugaverðasta endurlitið: Listasafn Reykjavíkur fyrir sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda, í sýningarstjórn Danielle Kvaran og Gunnars B. Kvaran. Viðurkenning fyrir áhugaverðustu samsýninguna: Myndhöggvarafélagið í Reykjavík fyrir sýninguna Hjólið V: Allt í góðu, í sýningarstjórn Kristínar Dagmarar Jóhannesdóttur. Viðurkenning fyrir útgefið efni: Æsa Sigurjónsdóttir & Snæbjörnsdóttir/Wilson fyrir bókina Óræð lönd. Heiðursviðurkenning: Ragnheiður Jónsdóttir fyrir einstakt framlag til íslenskrar myndlistar. Ragnheiður Jónsdóttir hlaut heiðursviðurkenningu í gær.Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Í umsögn myndlistarráðs um Ragnheiði Jónsdóttur kemur eftirfarandi fram: „Ragnheiður Jónsdóttir hefur markað djúp spor í íslenska listasögu með áhrifaríkri beitingu tækni í teikningu, fyrst í grafíkverkum og síðar í sérlega stórbrotnum og áhrifaríkum teikningum. Ragnheiður fæddist árið 1933 í Reykjavík og ólst upp í Þykkvabænum. Hún var komin á fertugsaldur þegar hún byrjaði fyrst að láta að sér kveða á sviði myndlistar. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1968 og hefur átt óslitinn feril síðan þá. Svartlistin, grafíkin, var það listform sem Ragnheiður lagði helst stund á fyrstu árin á ferli sínum. Undir lok sjöunda áratugarins vaknaði áhugi á að efla aðferðir til listsköpunar sem ekki höfðu notið virðingar í sögulegu samhengi. Grafíkin var tjáningarmáti sem margir listamenn tileinkuðu sér á þessum tíma og varð áttundi áratugurinn blómatími íslenskrar svartlistar. Listakonur, eins og Ragnheiður, beittu sér sérstaklega á þessu sviði. Ein skýring þess er að viðurkenndir miðlar, eins og málverk og höggmyndagerð, áttu sér langa sögu sem snerist að mestu um listsköpun karlmanna. Grafíklistin gaf því færi á tjáningu sem var að sumu leyti óháð þeirri hefð. Ragnheiður tileinkaði sér frá upphafi fjölbreyttar og vandaðar aðferðir við gerð grafíkverka og náði miklum árangri í að þróa tæknina á persónulegan hátt. Fyrir vikið varð hún leiðandi, jafnt innan lands sem utan, í eflingu og skilningi á svartlist sem miðli. Það er vegna margháttaðs framlags Ragnheiðar til íslensks myndlistarvettvangs sem þessi verðlaun eru veitt. Hún hefur hafið veg teikningar og svartlistar í íslenskri myndlist til vegs og virðingar. Margþættur og fjölbreyttur myndheimur svartlistarverka hennar er einstakur, hvernig hún byggir upp kvenlæga sýn og töfraraunsæi á grunni teikningar og prentlistar. Á seinni árum hefur hún tekið teikninguna föstum tökum í stórbrotnum myndverkum þar sem náttúrusýnin er tjáð í reynd, í sterkri nánd og mikilvirkri áferðarteikningu. Það er á þessum fjölbreytta grunni sem myndlistarráð hefur ákveðið að heiðra Ragnheiði Jónsdóttur fyrir lífsstarf hennar í þágu íslenskrar myndlistar og menningar.“ Dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2023 skipa: Ásdís Spanó, formaður dómnefndar (Myndlistarráð), Jón Proppé (fulltrúi safnstjóra íslenskra safna), Sigrún Hrólfsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna), Halldór Björn Runólfsson (Listfræðafélag Íslands) og Unnar Örn (Listaháskóli Íslands). Myndlistaráð ákvarðar hverjir hljóta heiðursviðurkenning, samsýning ársins, endurlit ársins og viðurkenning á útgefnu efni. Myndlistarráð skipa: Ásdís Mercedes Spanó formaður, skipuð án tilnefningar, Anna Jóhannsdóttir varaformaður, tilnefnd af Listasafni Íslands, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, tilnefnd af Listfræðafélagi Íslands, Hlynur Helgason, tilnefndur af Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Katrín Elvarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Myndlist Menning Tengdar fréttir Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00 Með sameiginlega fortíð í pönki og performansi Listamennirnir og æskuvinirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson opna myndlistarsýningu og fagna útgáfu bókarinnar ARCTIC CREATURES í Pop Up Gallery við Hafnartorg á laugardag. 26. maí 2022 13:31 Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. 2. febrúar 2021 14:31 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en jafnframt veita einstaka myndlistarmönnum mikilvæga viðurkenningu og hvetja til nýrrar listsköpunar. Myndlistarráð stendur að baki myndlistarverðlaunanna.“ Glæsilegt samansafn listamanna fékk tilnefningar í ár í flokki „Myndlistarmaður ársins“ og „Hvatningarverðlaun“. Opið var fyrir innsendar tillögur í ársbyrjun en sérstaklega skipuð dómnefnd ákvað tilnefningar og verðlaunahafa. Myndlistarmaður ársins Hrafnkell Sigurðsson hlaut titilinn Myndlistarmaður ársins fyrir sýninguna Upplausn í Auglýsingahléi Billboard 2022. Aðrir tilnefndir í þeim flokki voru Finnbogi Pétursson fyrir sýninguna Flói, Ingibjörg Sigurjónsdóttir fyrir sýninguna De rien og Rósa Gísladóttir fyrir sýningarnar Loftskurður og Safn Rósu Gísladóttur. Hrafnkell Sigurðsson hlaut titilinn Myndlistarmaður ársins.Stephan Stephensen Opnuðu nýja leið til að miðla myndlist „Árið 2022 sáu allir Reykvíkingar þegar óræðar hreyfimyndir birtust á 450 skjáum úti um alla borg, í strætóskýlum og á stórum auglýsingaskiltum. Á skjáunum birtust síbreytilegar þokur sem mynduðu stundum form og mynstur sem leystust þó jafnóðum upp aftur. Þetta var ekki bilun heldur verkið Upplausn eftir Hrafnkel Sigurðsson, unnið upp úr stórum, samsettum ljósmyndaverkum frá 2018 þar sem ótal örsmáir fletir raðast saman í þokukennda mósaíkmynd. Það er mat dómnefndar að með því að nýta auglýsingaskiltin hafa Hrafnkell og fleiri opnað nýja leið til að miðla myndlist en Hrafnkell sýni líka að skiltin eru ekki bara eins og fletir til að fylla út í, heldur er hægt að nýta þau sem miðil með öllu sem tæknin býður upp á og koma skilaboðunum úr sýningarsalnum út í hversdagslegan veruleika okkar þar sem við þurfum mest á þeim að halda,“ segir meðal annars í umsögn frá dómnefnd. Verkið Upplausn eftir Hrafnkel Sigurðsson.Hrafnkell Sigurðsson Hvatningarverðlaunin Ásgerður Birna Björnsdóttir hlaut síðan Hvatningarverðlaunin fyrir sýninguna Snertitaug í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Aðrir tilnefndir í þeim flokki voru Elísabet Birta Sveinsdóttir fyrir sýninguna Mythbust og Egill Logi Jónasson fyrir sýninguna Þitt besta er ekki nóg. Ásgerður Birna Björnsdóttir hlaut Hvatningarverðlaunin í gær.Helena Aðalsteinsdóttir Áhrifamikil sýning „Myndlistarkonan Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990) hefur þegar markað sér sérstöðu meðal ungra listamanna með því að varpa fram áleitnum vangaveltum um framtíðina og takast á við þær spurningar sem eru hvað mest knýjandi í samtímanum og varða samspil manns og náttúru. Sýning hennar Snertitaug vakti verðskuldaða athygli. Að mati dómnefndar var sýningin áhrifamikil og virkni tækjanna og starfsemi lífveranna, sem á sér stað að stórum hluta handan beinnar skynjunar mannsins, beindi sjónum að grunneigindum lífs og vaxtar á jörðinni og oft á tíðum klunnalegra aðferða mannsins til þess að virkja þessa orku og stýra henni,“ segir í fréttatilkynningunni. Verkið Snertilaug eftir Ásgerði Birnu Björnsdóttur.Vigfús Birgisson Fleiri viðurkenningar Á verðlaunahátíðinni voru svo fjórar viðurkenningar veittar til viðbótar en þær eru: Viðurkenning fyrir áhugaverðasta endurlitið: Listasafn Reykjavíkur fyrir sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda, í sýningarstjórn Danielle Kvaran og Gunnars B. Kvaran. Viðurkenning fyrir áhugaverðustu samsýninguna: Myndhöggvarafélagið í Reykjavík fyrir sýninguna Hjólið V: Allt í góðu, í sýningarstjórn Kristínar Dagmarar Jóhannesdóttur. Viðurkenning fyrir útgefið efni: Æsa Sigurjónsdóttir & Snæbjörnsdóttir/Wilson fyrir bókina Óræð lönd. Heiðursviðurkenning: Ragnheiður Jónsdóttir fyrir einstakt framlag til íslenskrar myndlistar. Ragnheiður Jónsdóttir hlaut heiðursviðurkenningu í gær.Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Í umsögn myndlistarráðs um Ragnheiði Jónsdóttur kemur eftirfarandi fram: „Ragnheiður Jónsdóttir hefur markað djúp spor í íslenska listasögu með áhrifaríkri beitingu tækni í teikningu, fyrst í grafíkverkum og síðar í sérlega stórbrotnum og áhrifaríkum teikningum. Ragnheiður fæddist árið 1933 í Reykjavík og ólst upp í Þykkvabænum. Hún var komin á fertugsaldur þegar hún byrjaði fyrst að láta að sér kveða á sviði myndlistar. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1968 og hefur átt óslitinn feril síðan þá. Svartlistin, grafíkin, var það listform sem Ragnheiður lagði helst stund á fyrstu árin á ferli sínum. Undir lok sjöunda áratugarins vaknaði áhugi á að efla aðferðir til listsköpunar sem ekki höfðu notið virðingar í sögulegu samhengi. Grafíkin var tjáningarmáti sem margir listamenn tileinkuðu sér á þessum tíma og varð áttundi áratugurinn blómatími íslenskrar svartlistar. Listakonur, eins og Ragnheiður, beittu sér sérstaklega á þessu sviði. Ein skýring þess er að viðurkenndir miðlar, eins og málverk og höggmyndagerð, áttu sér langa sögu sem snerist að mestu um listsköpun karlmanna. Grafíklistin gaf því færi á tjáningu sem var að sumu leyti óháð þeirri hefð. Ragnheiður tileinkaði sér frá upphafi fjölbreyttar og vandaðar aðferðir við gerð grafíkverka og náði miklum árangri í að þróa tæknina á persónulegan hátt. Fyrir vikið varð hún leiðandi, jafnt innan lands sem utan, í eflingu og skilningi á svartlist sem miðli. Það er vegna margháttaðs framlags Ragnheiðar til íslensks myndlistarvettvangs sem þessi verðlaun eru veitt. Hún hefur hafið veg teikningar og svartlistar í íslenskri myndlist til vegs og virðingar. Margþættur og fjölbreyttur myndheimur svartlistarverka hennar er einstakur, hvernig hún byggir upp kvenlæga sýn og töfraraunsæi á grunni teikningar og prentlistar. Á seinni árum hefur hún tekið teikninguna föstum tökum í stórbrotnum myndverkum þar sem náttúrusýnin er tjáð í reynd, í sterkri nánd og mikilvirkri áferðarteikningu. Það er á þessum fjölbreytta grunni sem myndlistarráð hefur ákveðið að heiðra Ragnheiði Jónsdóttur fyrir lífsstarf hennar í þágu íslenskrar myndlistar og menningar.“ Dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2023 skipa: Ásdís Spanó, formaður dómnefndar (Myndlistarráð), Jón Proppé (fulltrúi safnstjóra íslenskra safna), Sigrún Hrólfsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna), Halldór Björn Runólfsson (Listfræðafélag Íslands) og Unnar Örn (Listaháskóli Íslands). Myndlistaráð ákvarðar hverjir hljóta heiðursviðurkenning, samsýning ársins, endurlit ársins og viðurkenning á útgefnu efni. Myndlistarráð skipa: Ásdís Mercedes Spanó formaður, skipuð án tilnefningar, Anna Jóhannsdóttir varaformaður, tilnefnd af Listasafni Íslands, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, tilnefnd af Listfræðafélagi Íslands, Hlynur Helgason, tilnefndur af Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Katrín Elvarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00 Með sameiginlega fortíð í pönki og performansi Listamennirnir og æskuvinirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson opna myndlistarsýningu og fagna útgáfu bókarinnar ARCTIC CREATURES í Pop Up Gallery við Hafnartorg á laugardag. 26. maí 2022 13:31 Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. 2. febrúar 2021 14:31 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00
Með sameiginlega fortíð í pönki og performansi Listamennirnir og æskuvinirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson opna myndlistarsýningu og fagna útgáfu bókarinnar ARCTIC CREATURES í Pop Up Gallery við Hafnartorg á laugardag. 26. maí 2022 13:31
Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. 2. febrúar 2021 14:31