„Við viljum ekki hægja á umferðinni“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 19:07 Þór segir Einar Þorsteinsson formann borgarráðs ætla að hitta sig í vikunni. Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar. Meirihluti Umhverfis og skipulagsráðs samþykkti bókun þess efnis á fundi sínum á miðvikudag að áfram skyldi stefnt að því að hringtorgið við Hringbraut 121 í Vesturbænum myndi víkja. Skipulag og útlit þessara T-gatnamóta er enn í vinnslu hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni en samþykkt var að ráðast í eftirfarandi breytingar fyrst til þess að bæta aðgengi og aðstöðu gangandi og hjólandi. Ný gönguljós koma á Eiðsgranda vestan við innkeyrslu að Hringbraut 121, sem í daglegu tali er oft kallað JL húsið. Samhliða þessu er gert ráð fyrir því að vinstri beygjuvasi verði fjarlægður og í staðinn komi beygjuakrein. Ekki verði lengur hægt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121. Þá verði settar upp miðeyjur á Ánanaust en gönguþverun þar þykir ansi varasöm. Bæjarstjóri Seltjarnarness er ósáttur við áformin og gagnrýnir samráðsleysið harðlega. „Ég las þetta í Morgunblaðinu eins og aðrir og við erum ekki sáttir við það að svona veigamiklar breytingar sem skipta okkur máli úti á nesi varðandi samgöngur að við lesum bara um þau í fjölmiðlum. Við viljum frekar vera við borðið og hjálpa til við svona ákvarðanatöku. Þetta torg hér sem annar umferð ágætlega á að hverfa og hér eiga að koma t-gatnamót í staðinn. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eru að vinna í þessu. Það sem okkur hugnast ekki eru enn ein ljósin hér sem tefja umferð enn frekar.“ Yfirlýst stefna meirihlutans í Reykjavík er að hægja á og draga úr umferð og skapa betra umhverfi fyrir virka ferðamáta. Þór er ekki sammála þessari nálgun á þessum stað. „Við náttúrulega viljum ekki hægja á umferðinni. Hún er ekkert of hröð hér.“ En stefnir í meira samráð? „Formaður borgarráðs hafði samband við mig og við hyggjumst fá okkur kaffi eftir helgina og ræða málin betur.“ Umferð Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Seltjarnarnes Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Meirihluti Umhverfis og skipulagsráðs samþykkti bókun þess efnis á fundi sínum á miðvikudag að áfram skyldi stefnt að því að hringtorgið við Hringbraut 121 í Vesturbænum myndi víkja. Skipulag og útlit þessara T-gatnamóta er enn í vinnslu hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni en samþykkt var að ráðast í eftirfarandi breytingar fyrst til þess að bæta aðgengi og aðstöðu gangandi og hjólandi. Ný gönguljós koma á Eiðsgranda vestan við innkeyrslu að Hringbraut 121, sem í daglegu tali er oft kallað JL húsið. Samhliða þessu er gert ráð fyrir því að vinstri beygjuvasi verði fjarlægður og í staðinn komi beygjuakrein. Ekki verði lengur hægt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121. Þá verði settar upp miðeyjur á Ánanaust en gönguþverun þar þykir ansi varasöm. Bæjarstjóri Seltjarnarness er ósáttur við áformin og gagnrýnir samráðsleysið harðlega. „Ég las þetta í Morgunblaðinu eins og aðrir og við erum ekki sáttir við það að svona veigamiklar breytingar sem skipta okkur máli úti á nesi varðandi samgöngur að við lesum bara um þau í fjölmiðlum. Við viljum frekar vera við borðið og hjálpa til við svona ákvarðanatöku. Þetta torg hér sem annar umferð ágætlega á að hverfa og hér eiga að koma t-gatnamót í staðinn. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eru að vinna í þessu. Það sem okkur hugnast ekki eru enn ein ljósin hér sem tefja umferð enn frekar.“ Yfirlýst stefna meirihlutans í Reykjavík er að hægja á og draga úr umferð og skapa betra umhverfi fyrir virka ferðamáta. Þór er ekki sammála þessari nálgun á þessum stað. „Við náttúrulega viljum ekki hægja á umferðinni. Hún er ekkert of hröð hér.“ En stefnir í meira samráð? „Formaður borgarráðs hafði samband við mig og við hyggjumst fá okkur kaffi eftir helgina og ræða málin betur.“
Umferð Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Seltjarnarnes Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira