„Mikið af tilfinningum í gangi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 23:00 Graham Potter varð í kvöld fyrsti enski stjórnn til að koma liði sínu áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu síðan 2010. EPA-EFE/Neil Hall „Ég er ekki viss, það var mikið af tilfinningum í gangi undir lokin,“ sagði Graham Potter, þjálfari Chelsea, eftir 2-0 sigur sinna manna á Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 og sótti stíft undir lok leiks. „Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
„Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira