Illræmdur blóðsjúgandi fuglamítill staðfestur á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 23:09 Myndir af blóðmítlunum sem fundust í fyrsta sinn hér á landi í villtum fugli í febrúar 2023. Karl Skírnisson Blóðsjúgandi mítill fannst í smyrli sem líffræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja fékk afhent nýverið til rannsóknar. Fundurinn veldur áhyggjum þar sem á ferðinni er sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja. Frá fundinum er greint á vef tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, keldur.is. Þar segir að smyrillinn hafi verið illa á sig kominn og drepist fljótlega, eftir að smitast af gífurlegum fjölda mítla. Í framhaldinu hafi mítlarnir verið rannsakaðir. „Þarna var á ferðinni mítillinn Ornithonyssus sylviarum (Canestrini & Fanzago, 1877). Þetta tæplega 1 mm langa sníkjudýr sýgur blóð og lifir öll þroskastig í lífsferlinum á fuglinum sjálfum. Lífsferillinn tekur ekki nema 5-7 daga þannig að smit getur magnast hratt upp og smitun verður við snertingu,“ segir í frétt Keldna. Um sé að ræða mítil sem lifi bæði á villtum fuglum og búrafuglum og sé meðal annars þekktur af því að valda miklum skaða á hænsnabúum víða um heim. „Fundur þessa mítils hér á landi veldur áhyggjum, ekki hvað síst vegna þess að hér er á ferðinni sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja auk þess sem smitið veldur hýslunum ómældri þjáningu.“ Þá eru fuglamerkingarmenn og aðrir sem handfjatla fugla hvattir til að safna blóðmítlum sem kunna að finnast og koma þeim í greiningu svo hægt sé að fylgjast með þróun þessara mála hér á landi. This poor #merlin was found close by absolutely swarming with #parasites @solvirunar pic.twitter.com/SGRV4dw429— Þekkingarsetur Suðurnesja (@thekkingars) February 20, 2023 Dýr Skordýr Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Frá fundinum er greint á vef tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, keldur.is. Þar segir að smyrillinn hafi verið illa á sig kominn og drepist fljótlega, eftir að smitast af gífurlegum fjölda mítla. Í framhaldinu hafi mítlarnir verið rannsakaðir. „Þarna var á ferðinni mítillinn Ornithonyssus sylviarum (Canestrini & Fanzago, 1877). Þetta tæplega 1 mm langa sníkjudýr sýgur blóð og lifir öll þroskastig í lífsferlinum á fuglinum sjálfum. Lífsferillinn tekur ekki nema 5-7 daga þannig að smit getur magnast hratt upp og smitun verður við snertingu,“ segir í frétt Keldna. Um sé að ræða mítil sem lifi bæði á villtum fuglum og búrafuglum og sé meðal annars þekktur af því að valda miklum skaða á hænsnabúum víða um heim. „Fundur þessa mítils hér á landi veldur áhyggjum, ekki hvað síst vegna þess að hér er á ferðinni sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja auk þess sem smitið veldur hýslunum ómældri þjáningu.“ Þá eru fuglamerkingarmenn og aðrir sem handfjatla fugla hvattir til að safna blóðmítlum sem kunna að finnast og koma þeim í greiningu svo hægt sé að fylgjast með þróun þessara mála hér á landi. This poor #merlin was found close by absolutely swarming with #parasites @solvirunar pic.twitter.com/SGRV4dw429— Þekkingarsetur Suðurnesja (@thekkingars) February 20, 2023
Dýr Skordýr Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira