Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Vésteinn Örn Pétursson og Kristján Már Unnarsson skrifa 23. febrúar 2023 19:32 Daníel Jakobsson er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. Eldurinn kom upp í morgun en nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum í nýbyggingu seiðaeldisstöðvarinnar. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði, en samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. Húsið logaði stafnanna á milli. Mikinn svartan reyk lagði til himins.Aðsend Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hversu miklu tjónið af brunanum nemur. „Við erum ekki farnir að gera það upp í krónum og aurum en það er alveg ljóst að þetta er gríðarlegt tjón. Þetta eru stórar byggingar og voru nánast fullbúnar, þannig að tjónið er mikið. Það er alveg klárt,“ sagði Daníel í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kunni þó að enda á að hlaupa á milljörðum króna. „Það gæti alveg farið í eitthvað svoleiðis en byggingarkostnaður var áætlaður um fjórir milljarðar. Við vonum nú að það sé hægt að nota eitthvað af húsinu en stór hluti af því er brunninn.“ Áskoranir víða Daníel segir að til skamms tíma hafi bruninn takmörkuð áhrif. „Við erum með fiskeldisstöðina fulla eins og er og ætlum að setja fisk í sjóinn í vor. En til milli lengri tíma tefur þetta eitthvað áformin hjá okkur en við setjum auðvitað hér allt á fulla ferð og klárum þetta hús.“ Engu að síður auðveldi bruninn ekki starfsemina. „Það eru áskoranir að vera í fiskeldi á Vestfjörðum og búa á Vestfjörðum. Þetta er auðvitað áfall, það er alveg klárt. En við beyglumst aðeins en brotnum ekki og höldum áfram ótrauð.“ Fóru strax í að afstýra meira tjóni Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri segir lið sitt hafa þurft að huga að ýmsu þegar komið var á vettvang, til að afstýra frekara tjóni. Davíð Rúnar Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð og á Tálknafirði.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta hús sem er hérna fyrir aftan okkur var í raun og veru orðið alelda þegar við komum á staðinn. Það sem við förum strax í að gera er að verja hin húsin, sem eru sitt hvoru megin, ásamt öllum þessum litlu sem eru hér við hliðina á. Við erum hér með tvo olíutanka, við erum með tvo góða súrefnistanka, vararafstöðvar og fullt af öðru dóti í kring, sem við byrjuðum á því að sprauta og kæla.“ Virkileg hætta hafi því verið á ferðum. „Á því að við fengjum þetta í önnur hús og í þessa starfsemi, eins og súrefnið og annað,“ sagði Davíð Rúnar og bætti við að blessunarlega hafi meiðsli iðnaðarmannanna tveggja verið lítil. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi: Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29 Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Eldurinn kom upp í morgun en nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum í nýbyggingu seiðaeldisstöðvarinnar. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði, en samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. Húsið logaði stafnanna á milli. Mikinn svartan reyk lagði til himins.Aðsend Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hversu miklu tjónið af brunanum nemur. „Við erum ekki farnir að gera það upp í krónum og aurum en það er alveg ljóst að þetta er gríðarlegt tjón. Þetta eru stórar byggingar og voru nánast fullbúnar, þannig að tjónið er mikið. Það er alveg klárt,“ sagði Daníel í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kunni þó að enda á að hlaupa á milljörðum króna. „Það gæti alveg farið í eitthvað svoleiðis en byggingarkostnaður var áætlaður um fjórir milljarðar. Við vonum nú að það sé hægt að nota eitthvað af húsinu en stór hluti af því er brunninn.“ Áskoranir víða Daníel segir að til skamms tíma hafi bruninn takmörkuð áhrif. „Við erum með fiskeldisstöðina fulla eins og er og ætlum að setja fisk í sjóinn í vor. En til milli lengri tíma tefur þetta eitthvað áformin hjá okkur en við setjum auðvitað hér allt á fulla ferð og klárum þetta hús.“ Engu að síður auðveldi bruninn ekki starfsemina. „Það eru áskoranir að vera í fiskeldi á Vestfjörðum og búa á Vestfjörðum. Þetta er auðvitað áfall, það er alveg klárt. En við beyglumst aðeins en brotnum ekki og höldum áfram ótrauð.“ Fóru strax í að afstýra meira tjóni Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri segir lið sitt hafa þurft að huga að ýmsu þegar komið var á vettvang, til að afstýra frekara tjóni. Davíð Rúnar Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð og á Tálknafirði.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta hús sem er hérna fyrir aftan okkur var í raun og veru orðið alelda þegar við komum á staðinn. Það sem við förum strax í að gera er að verja hin húsin, sem eru sitt hvoru megin, ásamt öllum þessum litlu sem eru hér við hliðina á. Við erum hér með tvo olíutanka, við erum með tvo góða súrefnistanka, vararafstöðvar og fullt af öðru dóti í kring, sem við byrjuðum á því að sprauta og kæla.“ Virkileg hætta hafi því verið á ferðum. „Á því að við fengjum þetta í önnur hús og í þessa starfsemi, eins og súrefnið og annað,“ sagði Davíð Rúnar og bætti við að blessunarlega hafi meiðsli iðnaðarmannanna tveggja verið lítil. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi:
Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29 Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29
Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47
Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28