„Þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta“ Kári Mímisson skrifar 19. febrúar 2023 18:59 Bjarni Fritzson brettir upp ermar á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara hrikalega glaður. Það er svona aðal tilfinningin sem ég finn núna,“ Sagði Bjarni Fritzson strax eftir glæsilegan heimasigur ÍR á KA í dag í Olís-deild karla í dag. Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“ Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“
Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00