ESA gerir athugasemdir við eftirlit, hreinlæti og vinnslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 11:44 Eftirlitsteymi ESA komst meðal annars að því að engar úrbætur höfðu verið gerðar á ákveðnum atriðum þrátt fyrir að þeirra væri getið í skýrslum MAST. Getty Eftirlitsteymi á vegum ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gerði fjölmargar athugasemdir við eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með kjúklingaafurðum í kjölfar úttektar sem fram fór hér á landi 25. október til 1. nóvember 2022. Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga. EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga.
EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira