Vonsviknir Ísfirðingar bíða og HSÍ fær engin svör: „Það er dónaskapur“ Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 14:36 Leo Renaud-David með skot í leik með Bidasoa gegn Barcelona fyrir þremur árum. Getty „Við erum vægast sagt vonsvikin,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar á Ísafirði. Nýliðarnir nýttu hléið vegna HM til að blása til sóknar fyrir seinni hluta leiktíðar í Olís-deild karla í handbolta, en bíða enn eftir leikheimild fyrir afar öflugan leikmann sem félagið fékk frá Spáni. Harðverjar kynntu fyrr í þessum mánuði reynslumikinn Frakka til leiks, Leo Renaud-David, en hann er ekki enn kominn með leikheimild með liðinu. Ísfirðingar hafa trú á að þessi 35 ára leikstjórnandi, sem spilað hefur í efstu deild Spánar og í Evrópukeppnum, geti hjálpað liðinu að halda sér uppi í efstu deild en til þess þarf hann leyfi til að spila. Hins vegar er ljóst að Renaud-David verður ekki með Herði á morgun, þegar keppni í Olís-deildinni hefst að nýju með leik liðsins við ÍBV á Ísafirði, þrátt fyrir að Hörður hafi greint frá komu hans fyrir tveimur vikum. Vigdís setur út á vinnubrögð HSÍ í málinu en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir vandann liggja í seinagangi og rangri skráningu hjá spænska handknattleikssambandinu. Harðverjar sendu inn félagaskiptabeiðni til HSÍ fyrir tíu dögum og fylltu hana samviskusamlega út með Renaud-David skráðan í Balonmano Sinfin, félagið sem hann var síðast á mála hjá á Spáni. Róbert segir beiðnina svo hafa verið skráða inn í félagaskiptakerfi EHF, handknattleikssambands Evrópu, en að í því kerfi hafi Renaud-David verið skráður í Bidasoa. Skráður í rangt félag og fátt um svör „Ég get engu breytt um það því þannig skráir spænska sambandið hann inn í kerfið, og beiðnin fór því þannig inn. Enn í dag hafa Spánverjarnir engu svarað, þrátt fyrir ítrekanir. Þeir hafa því ekki hafnað félagaskiptunum eða leiðrétt félag leikmannsins, þrátt fyrir að við höfum einnig sent inn leiðréttingu,“ segir Róbert. „Mér finnst þetta svo skrýtið því ég er búin að vera að ítreka þetta á hverjum degi hérna og aldrei hefur HSÍ bent á það að ég hafi sótt um til annars félags en þess sem skráð var í þessum gagnagrunni. Mér finnst mjög athugunarvert að ekki hafi verið bent á það, og eins að á Spáni svöruðu menn því strax að ekki hefði verið hægt að samþykkja beiðnina vegna þess að rangt félag var skráð,“ segir Vigdís. Hörður er í erfiðri stöðu á botni Olís-deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir fyrri helming leiktíðarinnar. Engin uppgjöf er þó hjá Ísfirðingum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Róbert ítrekar að HSÍ geti ekki breytt því hvernig leikmaðurinn sé skráður í félagaskiptakerfi EHF og að því miður sé það í höndum spænska sambandsins að greiða úr málinu, og að þaðan hafi ekkert heyrst. Hins vegar sé það alvanalegt að félagaskipti taki langan tíma varðandi erlenda leikmenn. „Félagaskipti geta tekið 2-3 vikur og upp í 30 daga. Það er almenni tímaramminn fyrir erlend félagaskipti, svo að ég sé ekki alveg hvert málið er. Vissulega spilar leikmaðurinn ekki á morgun, en það er ekki af því að við höfum ekki sótt um félagaskipti. Við gerðum það um leið og beiðni kom frá Herði, í því kerfi sem EHF notar þar sem sjálfkrafa koma inn upplýsingar frá spænska sambandinu, sem við getum ekki breytt,“ segir Róbert. Miklir peningar lagðir í að fá öflugan leikmann Róbert vonast til að félagaskiptin geti gengið í gegn fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðamótin. Hann bendir á að það sé reglulega ítrekað fyrir formönnum íslenskra handknattleiksfélaga að félagaskipti fyrir erlenda leikmenn geti tekið sinn tíma. „Við erum virkilega vonsvikin,“ segir Vigdís. „Það er búið að leggja mikla peninga í að fá þennan mann til okkar til að aðstoða okkur. Við þurfum klárlega á hjálpinni að halda og við sjáum strax að þetta er leikmaður sem mun reynast okkur mjög vel. Þess vegna erum við vægast sagt vonsvikin og það hafa heyrst raddir um að við viljum ekki spila leikinn á morgun þegar þetta klúður er í gangi,“ segir Vigdís. Róbert tekur undir að þessi staða sé ömurleg fyrir Harðverja, en bendir jafnframt á að ekki sé um neitt einsdæmi að ræða. „Þetta tekur allt tíma en það afsakar ekki að Spánverjarnir séu ekki búnir að svara. Það er dónaskapur að vera ekki búnir að svara okkur nú þegar,“ segir Róbert. Hörður Olís-deild karla Ísafjarðarbær Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Harðverjar kynntu fyrr í þessum mánuði reynslumikinn Frakka til leiks, Leo Renaud-David, en hann er ekki enn kominn með leikheimild með liðinu. Ísfirðingar hafa trú á að þessi 35 ára leikstjórnandi, sem spilað hefur í efstu deild Spánar og í Evrópukeppnum, geti hjálpað liðinu að halda sér uppi í efstu deild en til þess þarf hann leyfi til að spila. Hins vegar er ljóst að Renaud-David verður ekki með Herði á morgun, þegar keppni í Olís-deildinni hefst að nýju með leik liðsins við ÍBV á Ísafirði, þrátt fyrir að Hörður hafi greint frá komu hans fyrir tveimur vikum. Vigdís setur út á vinnubrögð HSÍ í málinu en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir vandann liggja í seinagangi og rangri skráningu hjá spænska handknattleikssambandinu. Harðverjar sendu inn félagaskiptabeiðni til HSÍ fyrir tíu dögum og fylltu hana samviskusamlega út með Renaud-David skráðan í Balonmano Sinfin, félagið sem hann var síðast á mála hjá á Spáni. Róbert segir beiðnina svo hafa verið skráða inn í félagaskiptakerfi EHF, handknattleikssambands Evrópu, en að í því kerfi hafi Renaud-David verið skráður í Bidasoa. Skráður í rangt félag og fátt um svör „Ég get engu breytt um það því þannig skráir spænska sambandið hann inn í kerfið, og beiðnin fór því þannig inn. Enn í dag hafa Spánverjarnir engu svarað, þrátt fyrir ítrekanir. Þeir hafa því ekki hafnað félagaskiptunum eða leiðrétt félag leikmannsins, þrátt fyrir að við höfum einnig sent inn leiðréttingu,“ segir Róbert. „Mér finnst þetta svo skrýtið því ég er búin að vera að ítreka þetta á hverjum degi hérna og aldrei hefur HSÍ bent á það að ég hafi sótt um til annars félags en þess sem skráð var í þessum gagnagrunni. Mér finnst mjög athugunarvert að ekki hafi verið bent á það, og eins að á Spáni svöruðu menn því strax að ekki hefði verið hægt að samþykkja beiðnina vegna þess að rangt félag var skráð,“ segir Vigdís. Hörður er í erfiðri stöðu á botni Olís-deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir fyrri helming leiktíðarinnar. Engin uppgjöf er þó hjá Ísfirðingum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Róbert ítrekar að HSÍ geti ekki breytt því hvernig leikmaðurinn sé skráður í félagaskiptakerfi EHF og að því miður sé það í höndum spænska sambandsins að greiða úr málinu, og að þaðan hafi ekkert heyrst. Hins vegar sé það alvanalegt að félagaskipti taki langan tíma varðandi erlenda leikmenn. „Félagaskipti geta tekið 2-3 vikur og upp í 30 daga. Það er almenni tímaramminn fyrir erlend félagaskipti, svo að ég sé ekki alveg hvert málið er. Vissulega spilar leikmaðurinn ekki á morgun, en það er ekki af því að við höfum ekki sótt um félagaskipti. Við gerðum það um leið og beiðni kom frá Herði, í því kerfi sem EHF notar þar sem sjálfkrafa koma inn upplýsingar frá spænska sambandinu, sem við getum ekki breytt,“ segir Róbert. Miklir peningar lagðir í að fá öflugan leikmann Róbert vonast til að félagaskiptin geti gengið í gegn fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðamótin. Hann bendir á að það sé reglulega ítrekað fyrir formönnum íslenskra handknattleiksfélaga að félagaskipti fyrir erlenda leikmenn geti tekið sinn tíma. „Við erum virkilega vonsvikin,“ segir Vigdís. „Það er búið að leggja mikla peninga í að fá þennan mann til okkar til að aðstoða okkur. Við þurfum klárlega á hjálpinni að halda og við sjáum strax að þetta er leikmaður sem mun reynast okkur mjög vel. Þess vegna erum við vægast sagt vonsvikin og það hafa heyrst raddir um að við viljum ekki spila leikinn á morgun þegar þetta klúður er í gangi,“ segir Vigdís. Róbert tekur undir að þessi staða sé ömurleg fyrir Harðverja, en bendir jafnframt á að ekki sé um neitt einsdæmi að ræða. „Þetta tekur allt tíma en það afsakar ekki að Spánverjarnir séu ekki búnir að svara. Það er dónaskapur að vera ekki búnir að svara okkur nú þegar,“ segir Róbert.
Hörður Olís-deild karla Ísafjarðarbær Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira