Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2023 20:20 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að skjöl hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans sem heitir Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement. Það var þann 2. nóvember. Í desember fundust svo bílskúr Bidens við heimili hans í Wilmington í Delaware og eitt skjal til viðbótar fannst á bókasafni hans. Þeim hefur öllum verið komið til Þjóðskjalasafnsins. Sjá einnig: Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Robert K. Hur, reyndur alríkissaksóknari hefur nú verið skipaður í embætti sérstaks rannsakenda og mun hann skoða málið til hlítar og ákveða hvort tilefni sé til ákæru. Hann hefur heitið því að vera sanngjarn og óháður og segist ætla að reyna að vinna málið hratt. Biden sagði í dag að hann hefði og ætlaði að vinna með rannsakendum en forðaðist það að svara öðrum spurningum um málið, samkvæmt frétt New York Times. Hann hét því þó að útskýra málið betur á næstunni. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig skipað sérstakan rannsakanda til að halda utan um sambærilegt en mun umfangsmeira mál sem snýr að Donald Trump, fyrrverandi forseta. Í grein AP fréttaveitunnar, þar sem mál forsetanna tveggja eru borin saman, segir til að mynda að um 300 leynileg skjöl hafi fundist á heimili og sveitaklúbbi Trumps í Flórída. Þar á meðal hafi verið háleynileg skjöl merkt „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Þessi skjöl tók Trump með sér úr Hvíta húsinu, auk annarra opinberra gagna sem hann hefði samkvæmt lögum átt að skila, og hefur hann haldið því fram að hann eigi þau sjálfur. Fulltrúi frá Trump tilkynnti Þjóðskjalasafninu í desember 2021 að opinber gögn hefðu fundist í Mar a Lago í Flórída og voru fimmtán kassar af gögnum fluttir til Washington DC. Nokkrum mánuðum síðar fóru starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Flórída og könnuðu hvort leynileg gögn sem voru týnd væru þar. Það var svo í ágúst sem starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit í Mar a Lago og lögðu þar hald á 33 kassa af gögnum og munum. Það var eftir að lögmenn á vegum Trumps höfðu svarið fyrir dómi að engin opinber gögn væru í Mar a Lago. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Ákærur væntanlegar? Ólíklegt er að Joe Biden standi frammi fyrir ákæru. Ekkert bendir til þess að hann hafi vitað af leynilegum skjölum í sinni vörslu og það að þeim var skilað um leið og þau uppgötvuðust segir AP að skipti miklu máli. Þá segja starfsreglur Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Robert Mueller, sem skipaður var sem sérstakur rannsakandi til að halda utan um Rússarannsóknina svokölluðu, sagði til að mynda á sínum tíma að ekki væri hægt að ákæra Trump vegna þessarar reglu. Fréttaveitan segir hins vegar að Trump gæti verið ákærður vegna þess hve hart hann barðist gegn því að afhenda opinberu gögnin og leynilegu skjölin sem voru í vörslu hans. Joe Biden Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að skjöl hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans sem heitir Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement. Það var þann 2. nóvember. Í desember fundust svo bílskúr Bidens við heimili hans í Wilmington í Delaware og eitt skjal til viðbótar fannst á bókasafni hans. Þeim hefur öllum verið komið til Þjóðskjalasafnsins. Sjá einnig: Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Robert K. Hur, reyndur alríkissaksóknari hefur nú verið skipaður í embætti sérstaks rannsakenda og mun hann skoða málið til hlítar og ákveða hvort tilefni sé til ákæru. Hann hefur heitið því að vera sanngjarn og óháður og segist ætla að reyna að vinna málið hratt. Biden sagði í dag að hann hefði og ætlaði að vinna með rannsakendum en forðaðist það að svara öðrum spurningum um málið, samkvæmt frétt New York Times. Hann hét því þó að útskýra málið betur á næstunni. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig skipað sérstakan rannsakanda til að halda utan um sambærilegt en mun umfangsmeira mál sem snýr að Donald Trump, fyrrverandi forseta. Í grein AP fréttaveitunnar, þar sem mál forsetanna tveggja eru borin saman, segir til að mynda að um 300 leynileg skjöl hafi fundist á heimili og sveitaklúbbi Trumps í Flórída. Þar á meðal hafi verið háleynileg skjöl merkt „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Þessi skjöl tók Trump með sér úr Hvíta húsinu, auk annarra opinberra gagna sem hann hefði samkvæmt lögum átt að skila, og hefur hann haldið því fram að hann eigi þau sjálfur. Fulltrúi frá Trump tilkynnti Þjóðskjalasafninu í desember 2021 að opinber gögn hefðu fundist í Mar a Lago í Flórída og voru fimmtán kassar af gögnum fluttir til Washington DC. Nokkrum mánuðum síðar fóru starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Flórída og könnuðu hvort leynileg gögn sem voru týnd væru þar. Það var svo í ágúst sem starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit í Mar a Lago og lögðu þar hald á 33 kassa af gögnum og munum. Það var eftir að lögmenn á vegum Trumps höfðu svarið fyrir dómi að engin opinber gögn væru í Mar a Lago. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Ákærur væntanlegar? Ólíklegt er að Joe Biden standi frammi fyrir ákæru. Ekkert bendir til þess að hann hafi vitað af leynilegum skjölum í sinni vörslu og það að þeim var skilað um leið og þau uppgötvuðust segir AP að skipti miklu máli. Þá segja starfsreglur Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Robert Mueller, sem skipaður var sem sérstakur rannsakandi til að halda utan um Rússarannsóknina svokölluðu, sagði til að mynda á sínum tíma að ekki væri hægt að ákæra Trump vegna þessarar reglu. Fréttaveitan segir hins vegar að Trump gæti verið ákærður vegna þess hve hart hann barðist gegn því að afhenda opinberu gögnin og leynilegu skjölin sem voru í vörslu hans.
Joe Biden Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09