Hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 15:08 Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps. Atvikið átti sér stað síðdegis í gær. Í samtali við fréttastofu segir maðurinn, sem ekki vildi koma fram undir nafni að svo stöddu, að hann hefði verið að keyra strætisvagn í Kópavogi þegar grafa var fyrir vagninum og gröfubílstjórinn hefði neitað að færa sig. Hann hafi farið út úr strætisvagninum til að biðja bíla fyrir aftan að færa sig en þá hafi gröfumaðurinn byrjað að öskra á sig. „Hann byrjar að öskra á mig og segist ætla að drepa mig. Hann sturtaði ekki einu sinni heldur tvisvar úr snjóskóflunni og í seinna skiptið fór allt yfir mig,“ segir bílstjórinn. Hann segir að mikill ís hafi verið í snjónum sem hann fékk yfir sig og hann hafi meitt sig mikið bæði í hálsi og baki. Þá hafi maðurinn hótað því að slá til hans með skóflunni á gröfunni. Strætóbílstjórinn leitaði á sjúkrahús í dag þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Hann er að sögn enn mjög verkjaður í hálsi og baki og sér fram á að vera frá vinnu í að minnsta kosti 10-20 daga. Hann hefur ráðfært sig við lögfræðing og hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn á gröfunni var við vinnu á vegum fyrirtækisins Óskatak. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, að hann hefði verið sendur í ótímabundið leyfi og að málið væri í skoðun. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó funduðu í dag og lauk fundinum nú fyrir skömmu. Þeir vildu ekki tjá sig um efni fundarins eða frekar um málið þegar fréttastofa leitaðist eftir viðbrögðum. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða staðfesti í samtali við fréttastofu að maðurinn sé starfsmaður á þeirra vegum. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrir utan að hann segir að það sé litið alvarlegum augum og sé í skoðun. Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15 Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðdegis í gær. Í samtali við fréttastofu segir maðurinn, sem ekki vildi koma fram undir nafni að svo stöddu, að hann hefði verið að keyra strætisvagn í Kópavogi þegar grafa var fyrir vagninum og gröfubílstjórinn hefði neitað að færa sig. Hann hafi farið út úr strætisvagninum til að biðja bíla fyrir aftan að færa sig en þá hafi gröfumaðurinn byrjað að öskra á sig. „Hann byrjar að öskra á mig og segist ætla að drepa mig. Hann sturtaði ekki einu sinni heldur tvisvar úr snjóskóflunni og í seinna skiptið fór allt yfir mig,“ segir bílstjórinn. Hann segir að mikill ís hafi verið í snjónum sem hann fékk yfir sig og hann hafi meitt sig mikið bæði í hálsi og baki. Þá hafi maðurinn hótað því að slá til hans með skóflunni á gröfunni. Strætóbílstjórinn leitaði á sjúkrahús í dag þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Hann er að sögn enn mjög verkjaður í hálsi og baki og sér fram á að vera frá vinnu í að minnsta kosti 10-20 daga. Hann hefur ráðfært sig við lögfræðing og hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn á gröfunni var við vinnu á vegum fyrirtækisins Óskatak. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, að hann hefði verið sendur í ótímabundið leyfi og að málið væri í skoðun. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó funduðu í dag og lauk fundinum nú fyrir skömmu. Þeir vildu ekki tjá sig um efni fundarins eða frekar um málið þegar fréttastofa leitaðist eftir viðbrögðum. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða staðfesti í samtali við fréttastofu að maðurinn sé starfsmaður á þeirra vegum. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrir utan að hann segir að það sé litið alvarlegum augum og sé í skoðun.
Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15 Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15
Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00