Skagamenn bjóða víðtækt samstarf eftir höfnun Hvalfjarðarsveitar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. janúar 2023 20:36 Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri Akraness. Vísir Akraneskaupstaður hefur boðið Hvalfjarðarsveit „víðtækt samstarf“ í kjölfar þess að síðarnefnda sveitarfélagið hafnaði færslu sveitarfélagamarka og beiðni um kaup á landi í lok síðasta árs. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. Í október á síðasta ári sendi Akraneskaupstaður erindi til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Stendur til að nýta landið undir íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Sjá einnig: Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður keypti land Akrakots og óskaði eftir því að færsla sveitarfélagamarkanna nái til þess lands (rauða svæðið á myndinni).akranes Hvalfjarðarsveit hafnaði hins vegar þessum beiðnum þann 14. desember sl. Segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar að sú ákvörðun hafi komið verulega á óvart „og þá sérstaklega í ljósi mikils samstarfs sveitarfélaganna,“ eins og það er orðað á vef Akraness. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur útilokað viðræður við Akraneskaupstað sem er staðfest með bókun þeirra í desember. Í tilkynningu Akraneskaupstaðar segir að vegna mikilvægis landsvæðisins fyrir uppbyggingu Akraness hafi Akraneskaupstaður nú með nýju bréfi boðið enn víðtækara samstarf. Felst það meðal annars í samstarfi um mögulegar nýjar vegtengingar í nýtt hverfi, uppbyggingu leikskóla, frístundamiðstöð, málefni fatlaðra og móttöku flóttafólks. „Hagræðið fyrir bæði sveitarfélögin að byggja upp sameiginlega innviði fyrir u.þ.b. 3.000 íbúa byggð er augljós báðum sveitarfélögum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. „Með beiðni Akraneskaupstaðar erum við að huga að langtíma þróun sveitarfélagsins sem skiptir okkur verulegu máli. Við vonum að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar endurskoði fyrri ákvörðun sína frá í desember og opni á samtal við okkur í þágu íbúa beggja sveitarfélaga,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar. Akranes Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. Í október á síðasta ári sendi Akraneskaupstaður erindi til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Stendur til að nýta landið undir íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Sjá einnig: Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður keypti land Akrakots og óskaði eftir því að færsla sveitarfélagamarkanna nái til þess lands (rauða svæðið á myndinni).akranes Hvalfjarðarsveit hafnaði hins vegar þessum beiðnum þann 14. desember sl. Segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar að sú ákvörðun hafi komið verulega á óvart „og þá sérstaklega í ljósi mikils samstarfs sveitarfélaganna,“ eins og það er orðað á vef Akraness. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur útilokað viðræður við Akraneskaupstað sem er staðfest með bókun þeirra í desember. Í tilkynningu Akraneskaupstaðar segir að vegna mikilvægis landsvæðisins fyrir uppbyggingu Akraness hafi Akraneskaupstaður nú með nýju bréfi boðið enn víðtækara samstarf. Felst það meðal annars í samstarfi um mögulegar nýjar vegtengingar í nýtt hverfi, uppbyggingu leikskóla, frístundamiðstöð, málefni fatlaðra og móttöku flóttafólks. „Hagræðið fyrir bæði sveitarfélögin að byggja upp sameiginlega innviði fyrir u.þ.b. 3.000 íbúa byggð er augljós báðum sveitarfélögum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. „Með beiðni Akraneskaupstaðar erum við að huga að langtíma þróun sveitarfélagsins sem skiptir okkur verulegu máli. Við vonum að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar endurskoði fyrri ákvörðun sína frá í desember og opni á samtal við okkur í þágu íbúa beggja sveitarfélaga,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar.
Akranes Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54