Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. janúar 2023 20:31 Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ. Vísir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. Mikil umræða er nú í gangi um reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á heimsmeistaramótinu sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu viku. Í fyrradag var greint frá því að að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Fréttirnar hafa vakið hörð viðbrögð og sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, að reglurnar valdi forráðamönnum sambandsins miklum áhyggjum en kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á Evrópumótinu í janúar á síðasta ári. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ sagði Róbert Geir í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þá hefur Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, skrifað IHF opið bréf á Twitter sem hefur vakið mikla athygli en þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. „Það er mjög erfitt að breyta þessu“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem fram kom að forráðamenn HSÍ hafi vitað af umræddum reglum í einhvern tíma. „Við erum búnir að vita þetta í einhvern tíma um það hvernig þessar reglur eru og hvaða kröfur eru gerðar og höfum reynt að bregðast við því,“ sagði Guðmundur í viðtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson. Guðmundur er ekki sérlega bjartsýnn á að umrædd mótmæli muni hafa tilætluð áhrif. „Þessi ákvörðun er löngu tekin og hún er tekin af stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins. Þar inni eru fulltrúar Evrópu, frá evrópska sambandinu þar sem fjármálastjórinn er frá Svíþjóð og formaður mótanefndar er Dani. Þessi evrópsku sjónarmið og viðhorf gagnvart kórónuveirunni sem við erum með hafa öll komið fram.“ „Það sem við vorum að setja mest út á er að það ætti að taka próf eftir riðilinn og fyrir milliriðilinn, við teljum að það sé mesta áhættan í þessu. Í samstarfi við aðrar þjóðir eins og Danmörku, Spán, Frakkland og fleiri þá vildum við fá þessu aflétt. Því var bara hafnað án allra raka. Það er mjög erfitt að breyta þessu.“ Guðmundur segist vera mjög ósáttur við aðferðina sem sé beitt. Á EM kvenna í handbolta hafi aðeins verið tekið próf fyrir mótið og ekkert virðist hafa verið gert á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. „Eflaust er litið á þetta öðruvísi í öðrum heimsálfum þar sem bólusetningar hafa ekki verið eins miklar og hér. Ef við horfum á þetta út frá Evrópu og stöðunni í Evrópu þá erum við mjög ósáttir og teljum þetta algjöran óþarfa. Svíarnir, þar sem þetta mót er, þeir hafa verið með vægustu reglurnar hvað varðar kórónuveiruna.“ Klippa: Viðtal við Guðmund B. Ólafsson Hann segir að í endann snúist þetta um að halda mótið og það sama og umræðan snerist um hér á Íslandi síðustu misseri, annars vegar að vernda þá sem eru viðkvæmari og á hinn vegin að þrengja frelsi hinna. „Þetta er umræða sem við höfum verið að taka sjálf undanfarin tvö ár og sitt sýnist hverjum. Ég skil vel að okkur bregði miðað við það hvernig umhverfi við erum að lifa við í dag, þá bregður okkur við svona strangar reglur.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira
Mikil umræða er nú í gangi um reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á heimsmeistaramótinu sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu viku. Í fyrradag var greint frá því að að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Fréttirnar hafa vakið hörð viðbrögð og sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, að reglurnar valdi forráðamönnum sambandsins miklum áhyggjum en kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á Evrópumótinu í janúar á síðasta ári. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ sagði Róbert Geir í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þá hefur Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, skrifað IHF opið bréf á Twitter sem hefur vakið mikla athygli en þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. „Það er mjög erfitt að breyta þessu“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem fram kom að forráðamenn HSÍ hafi vitað af umræddum reglum í einhvern tíma. „Við erum búnir að vita þetta í einhvern tíma um það hvernig þessar reglur eru og hvaða kröfur eru gerðar og höfum reynt að bregðast við því,“ sagði Guðmundur í viðtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson. Guðmundur er ekki sérlega bjartsýnn á að umrædd mótmæli muni hafa tilætluð áhrif. „Þessi ákvörðun er löngu tekin og hún er tekin af stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins. Þar inni eru fulltrúar Evrópu, frá evrópska sambandinu þar sem fjármálastjórinn er frá Svíþjóð og formaður mótanefndar er Dani. Þessi evrópsku sjónarmið og viðhorf gagnvart kórónuveirunni sem við erum með hafa öll komið fram.“ „Það sem við vorum að setja mest út á er að það ætti að taka próf eftir riðilinn og fyrir milliriðilinn, við teljum að það sé mesta áhættan í þessu. Í samstarfi við aðrar þjóðir eins og Danmörku, Spán, Frakkland og fleiri þá vildum við fá þessu aflétt. Því var bara hafnað án allra raka. Það er mjög erfitt að breyta þessu.“ Guðmundur segist vera mjög ósáttur við aðferðina sem sé beitt. Á EM kvenna í handbolta hafi aðeins verið tekið próf fyrir mótið og ekkert virðist hafa verið gert á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. „Eflaust er litið á þetta öðruvísi í öðrum heimsálfum þar sem bólusetningar hafa ekki verið eins miklar og hér. Ef við horfum á þetta út frá Evrópu og stöðunni í Evrópu þá erum við mjög ósáttir og teljum þetta algjöran óþarfa. Svíarnir, þar sem þetta mót er, þeir hafa verið með vægustu reglurnar hvað varðar kórónuveiruna.“ Klippa: Viðtal við Guðmund B. Ólafsson Hann segir að í endann snúist þetta um að halda mótið og það sama og umræðan snerist um hér á Íslandi síðustu misseri, annars vegar að vernda þá sem eru viðkvæmari og á hinn vegin að þrengja frelsi hinna. „Þetta er umræða sem við höfum verið að taka sjálf undanfarin tvö ár og sitt sýnist hverjum. Ég skil vel að okkur bregði miðað við það hvernig umhverfi við erum að lifa við í dag, þá bregður okkur við svona strangar reglur.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira