„Eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. janúar 2023 08:01 Vonast er til að Covid hafi ekki eins mikil áhrif á íslenska hópinn líkt og á EM í fyrra. Vísir/Vilhelm Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir ósætti ríkja við íþyngjandi reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins sem snerta á Covid-19 fyrir komandi heimsmeistaramót karla. Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum Sjá meira
Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik