Ormsson, Ilva og Heimkaup sektuð fyrir Taxfree auglýsingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. desember 2022 16:13 Neytendastofa hefur sektað Ormsson, Ilvu og Heimkaup vegna Taxfree auglýsinga. Vísir/Hanna Neytendastofa hefur sektað Heimkaup, Ormsson og Ilvu fyrir að tilgreina ekki prósentuhlutfall verðlækkunar þegar fyrirtækin auglýstu taxfree afslátt af vörum sínum. Ormsson var auk þess sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Úrskurðirnir voru birtir á vef Neytendastofu í dag. Í tilfelli Heimkaups kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar í tengslum við taxfree auglýsingar félagsins. „Í ábendingum hafi komið fram að félagið hafi ekki tilgreint prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem Tax Free verðlækkunin var kynnt,“ segir í úrskurðinum. Óskað var eftir skýringum og athugasemdum frá félaginu vegna erindisins. Höfuðstöðvar Heimkaupa eru í Smáratorgi. Í svari Heimkaups segir að þetta hafi ekki verið með vilja gert „heldur hafi fyrst og fremst verið um mannleg mistök að ræða. Félagið prófarkalesi allt efni sem fari frá þeim á netið og því þyki félaginu það hálf skömmustulegt að þetta skyldi hafa sloppið þar í gegn. Þetta hafi sem betur fer aðeins gerst á forsíðu vefsíðunnar, en ekki þegar komið hafi verið inn á sjálft sölusvæðið.“ Wedo efh, rekstraraðili Heimkaupa var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 krónur vegna brotsins. Ilva sektuð um 200.000 krónur Ilva tiltók ekki prósentuhlutfall afsláttar þegar Taxfree afsláttur var auglýsturIlva Svipaða sögu má segja í tilfelli Ilvu en Neytendastofa sendi félaginu bréf þann 25. ágúst þar sem fram kom að stofnunin hafi orðið vör við auglýsingar félagsins um Tax Free afslátt sem birtist á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is. Laut erindið að því að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Þá kom fram að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Neytendastofa hefði afskipti af auglýsingum félagsins vegna Tax Free tilboðs þar prósentuhlutfall afsláttar var ekki tilgreint. Ilvu var gert að greiða 200.000 krónur vegna málsins. Ormson var sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa sendi Ormsson bréf þann 6. júlí. Þar greindi stofnunin frá ábendingu sem henni hafði borist í tengslum við viðskiptahætti félagsins. Í ábendingunni var tekið fram að félagið hafi auglýst sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur og þau aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi Einnig var bent á að Ormsson hafi auglýst svokallaða Risa Taxfree daga án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem verðlækkunin var kynnt. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að í svari Ormsson hafi komið fram að félagið væri í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi. „Það fjárhagskerfi sem félagið notaðist við í dag væri ekki með þann möguleika á að skrá hjá sér verðsögu líkt og stofnunin væri að óska eftir og því gæti félagið ekki skilað þeim upplýsingum af sér. Þá tiltók félagið að þau tæki sem Neytendastofa gerði athugasemdir við væru á sérstöku tilboði þar sem verið væri að klára ákveðin módel frá fyrra ári, árinu 2021, með sérstökum markaðsstuðningi frá Samsung en verið væri að rýma fyrir nýjum módelum.“ Var Ormsson gert að greiða 150.000 krónur í sekt til ríkissjóðs vegna málsins. Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Úrskurðirnir voru birtir á vef Neytendastofu í dag. Í tilfelli Heimkaups kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar í tengslum við taxfree auglýsingar félagsins. „Í ábendingum hafi komið fram að félagið hafi ekki tilgreint prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem Tax Free verðlækkunin var kynnt,“ segir í úrskurðinum. Óskað var eftir skýringum og athugasemdum frá félaginu vegna erindisins. Höfuðstöðvar Heimkaupa eru í Smáratorgi. Í svari Heimkaups segir að þetta hafi ekki verið með vilja gert „heldur hafi fyrst og fremst verið um mannleg mistök að ræða. Félagið prófarkalesi allt efni sem fari frá þeim á netið og því þyki félaginu það hálf skömmustulegt að þetta skyldi hafa sloppið þar í gegn. Þetta hafi sem betur fer aðeins gerst á forsíðu vefsíðunnar, en ekki þegar komið hafi verið inn á sjálft sölusvæðið.“ Wedo efh, rekstraraðili Heimkaupa var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 krónur vegna brotsins. Ilva sektuð um 200.000 krónur Ilva tiltók ekki prósentuhlutfall afsláttar þegar Taxfree afsláttur var auglýsturIlva Svipaða sögu má segja í tilfelli Ilvu en Neytendastofa sendi félaginu bréf þann 25. ágúst þar sem fram kom að stofnunin hafi orðið vör við auglýsingar félagsins um Tax Free afslátt sem birtist á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is. Laut erindið að því að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Þá kom fram að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Neytendastofa hefði afskipti af auglýsingum félagsins vegna Tax Free tilboðs þar prósentuhlutfall afsláttar var ekki tilgreint. Ilvu var gert að greiða 200.000 krónur vegna málsins. Ormson var sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa sendi Ormsson bréf þann 6. júlí. Þar greindi stofnunin frá ábendingu sem henni hafði borist í tengslum við viðskiptahætti félagsins. Í ábendingunni var tekið fram að félagið hafi auglýst sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur og þau aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi Einnig var bent á að Ormsson hafi auglýst svokallaða Risa Taxfree daga án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem verðlækkunin var kynnt. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að í svari Ormsson hafi komið fram að félagið væri í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi. „Það fjárhagskerfi sem félagið notaðist við í dag væri ekki með þann möguleika á að skrá hjá sér verðsögu líkt og stofnunin væri að óska eftir og því gæti félagið ekki skilað þeim upplýsingum af sér. Þá tiltók félagið að þau tæki sem Neytendastofa gerði athugasemdir við væru á sérstöku tilboði þar sem verið væri að klára ákveðin módel frá fyrra ári, árinu 2021, með sérstökum markaðsstuðningi frá Samsung en verið væri að rýma fyrir nýjum módelum.“ Var Ormsson gert að greiða 150.000 krónur í sekt til ríkissjóðs vegna málsins.
Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira