Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 18:20 Vítamíns- og íþróttadrykkurinn Prime seldist upp á nokkrum klukkustundum en hver viðskiptavinur Krónunnar mátti ekki kaupa fleiri en tólf flöskur. Vísir/Lillý Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. Markús Andri Sigurðsson, vöruflokkastjóri hjá Krónunni, segir að þar á bæ hafi álíka ástand aldrei sést áður. „Það voru mun fleiri sem könnuðust við vöruna en við bjuggumst við. Hún seldist upp á nokkrum klukkustundum,“ segir Markús. Eftirspurnin var svo mikil að viðskiptavinum Krónunnar var bannað að kaupa fleiri en tólf flöskur af Prime í dag. „Við vildum að sem flestir gætu keypt og smakkað og höfðum áhyggjur af því að einhverjir myndu kaupa mjög margar flöskur.“ Markús segir að mögulega hefði verið hægt að takmarka fjöldann enn frekar því mun færri hafa komist að en vildu. Ekki liggur fyrir hvenær næsta sending kemur til landsins. Skjáskot af Instagramsögu Krónunnar, þar sem sjá má hvernig flöskurnar seldust upp á nokkrum klukkustundum. Heimsfrægir áhrifavaldar tóku höndum saman Í kjölfar þess að drykkurinn seldist upp í verslunum hafa flöskur af Prime verið til sölu á samfélagsmiðlum fyrir fúlgur fjár. Slík sala hefur einnig átt sér stað áður en drykkurinn rataði hingað til lands og en fólk hefur keypt flöskur að utan og selt á netinu. Prime er framleiddur af tveimur áhrifavöldum sem njóta mikillar frægðar á heimsvísu. Þeir kallast KSI og Logan Paul. Þeir voru meðal annars andstæðingar í boxhringnum áður en þeir fóru að vinna saman að Prime og síðan þá hafa þeir notað umsvif sín á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á drykknum, aðallega meðal ungs fólks, og selja hann. Byrjað var að selja Prime í Bretlandi í október og þar var eftirspurnin gífurleg. Langar biðraðir mynduðst við verslanir Asda, sem seldi drykkinn þar, og var fólki ekki leyft að kaupa fleiri en þrjár flöskur í einu, samkvæmt frétt Guardian. Í lok október bárust fregnir af því í Bretlandi að flaska af Prime hafi verið til sölu á eBay á tíu þúsund pund. Asda seldi flöskuna á tvö pund. Uppfært: KSI tísti fyrr í kvöld um að Prime væri nú fáanlegt á Íslandi og ítrekaði að hann væri að tala um landið, ekki bresku verslunina. Tístið birti hann þó eftir að drykkurinn varð uppseldur. PRIME IS NOW IN ICELAND. It s in Kronan and N1. Enjoy pic.twitter.com/OEwcK84bcl— ksi (@KSI) December 15, 2022 Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Markús Andri Sigurðsson, vöruflokkastjóri hjá Krónunni, segir að þar á bæ hafi álíka ástand aldrei sést áður. „Það voru mun fleiri sem könnuðust við vöruna en við bjuggumst við. Hún seldist upp á nokkrum klukkustundum,“ segir Markús. Eftirspurnin var svo mikil að viðskiptavinum Krónunnar var bannað að kaupa fleiri en tólf flöskur af Prime í dag. „Við vildum að sem flestir gætu keypt og smakkað og höfðum áhyggjur af því að einhverjir myndu kaupa mjög margar flöskur.“ Markús segir að mögulega hefði verið hægt að takmarka fjöldann enn frekar því mun færri hafa komist að en vildu. Ekki liggur fyrir hvenær næsta sending kemur til landsins. Skjáskot af Instagramsögu Krónunnar, þar sem sjá má hvernig flöskurnar seldust upp á nokkrum klukkustundum. Heimsfrægir áhrifavaldar tóku höndum saman Í kjölfar þess að drykkurinn seldist upp í verslunum hafa flöskur af Prime verið til sölu á samfélagsmiðlum fyrir fúlgur fjár. Slík sala hefur einnig átt sér stað áður en drykkurinn rataði hingað til lands og en fólk hefur keypt flöskur að utan og selt á netinu. Prime er framleiddur af tveimur áhrifavöldum sem njóta mikillar frægðar á heimsvísu. Þeir kallast KSI og Logan Paul. Þeir voru meðal annars andstæðingar í boxhringnum áður en þeir fóru að vinna saman að Prime og síðan þá hafa þeir notað umsvif sín á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á drykknum, aðallega meðal ungs fólks, og selja hann. Byrjað var að selja Prime í Bretlandi í október og þar var eftirspurnin gífurleg. Langar biðraðir mynduðst við verslanir Asda, sem seldi drykkinn þar, og var fólki ekki leyft að kaupa fleiri en þrjár flöskur í einu, samkvæmt frétt Guardian. Í lok október bárust fregnir af því í Bretlandi að flaska af Prime hafi verið til sölu á eBay á tíu þúsund pund. Asda seldi flöskuna á tvö pund. Uppfært: KSI tísti fyrr í kvöld um að Prime væri nú fáanlegt á Íslandi og ítrekaði að hann væri að tala um landið, ekki bresku verslunina. Tístið birti hann þó eftir að drykkurinn varð uppseldur. PRIME IS NOW IN ICELAND. It s in Kronan and N1. Enjoy pic.twitter.com/OEwcK84bcl— ksi (@KSI) December 15, 2022
Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira