Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Stefán Árni Pálsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 30. nóvember 2022 10:30 Ólafur ásamt fjölskyldunni sinni á góðum frídegi. Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. Þegar veikindi hans voru komin á þann stað að ljóst var að krabbameinið myndi draga hann til dauða fór hann í athafnir bæði með Suður-ameríska ofskynjunarefninu Ayahuasca og Psilocybin, sem finna má í svokölluðum ofskynjunarsveppum, til þess að takast á við óhjákvæmileg örlög sín. Bæði DMT, sem er virka efnið í Ayahuasca, og Psilocybin eru flokkuð sem ólögleg vímuefni samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. „Áður en ég byrjaði í þessu ferðalagi með Ayahuasca og sveppinn þá var ég vel undirbúinn og sáttur við hluti. Svolítið sterkur andlega,“ segir Ólafur. Áður en hann veiktist hafði hann fengið áhuga á hugbreytandi efnum, lesið sér til um þau og kveikt áhuga dóttur sinnar um leið. Eftir hvatningu frá fjölskyldu sinni ákvað hann að láta slag standa og leitaði að aðila til að leiða hann í gegnum athafnirnar. Ólafur hefur lengi barist við krabbamein. „Þannig að ég verð tekinn inn í þetta ævintýri með bestu hendur sem ég hef upplifað, þetta er eins og gjöf. Þá er ég ekki að meina að ég þurfti svo mikið á því að halda, en ég þurfti á því að halda samt. Í viðtalinu segir þessi kona að það eigi enginn að deyja án þess að prufa þetta,“ segir Ólafur og bætir við að hann sé þeirrar skoðunar í dag. Hann segist hvetja öll börnin sín sem náð hafa 25 ára aldri til að prófa hugbreytandi efni til þess að gera líf þeirra ríkara, eins og hann orðar það. Ólafur segir að það sé erfitt að koma því í orð hver hans upplifun var en að hann hafi upplifað sjálfan sig sem meiri þátttakanda í lífinu og lýsir því þannig að hann hafi fengið fullvissu um það að allir væru á einhvern hátt samtengdir. „Var ég bara að ímynda mér þetta? Það getur vel verið að þetta séu allt plasma áhrif, allt ímyndun, en þetta hjálpaði mér.“ Umræða um hugbreytandi efni er oft tengd við andleg málefni en Ólafur segist ekki telja sig vera stereotýpu þess sem myndi fara í slíkar athafnir. „Ég er hnefaleikamaður og geng á hörkunni, hef alltaf gert það en hef alltaf haft áhuga á andlegum málum,“ segir Ólafur sem kveðst hafa farið inn í athafnirnar og fræðin að baki þeim fullur efasemda í fyrstu. Á einungis daga eða vikur eftir ólifaða Ólafur greindist með krabbamein fyrir þremur árum síðan og á örfáum árum hefur hann misst heilsuna. „Þetta var ristilkrabbi sem var búinn að dreifa sér og þá fer ég í gegnum alveg svakalegan pakka af geislum og lyfjameðferðum og þetta leit þannig út að allir krabbinn náðist“. Ólafur segir að eftir lyfjagjöf og uppskurð hafi nokkrir mánuðir liðið þar sem læknarnir gátu ekki greint neitt krabbamein í líkamanum, hann hafi verið krabbalaus án þess þó að trúa því fyllilega að svo hafi verið. „En málið er það að það kviknar aftur á krabbanum og ég byrja aftur í baráttunni og í þetta skiptið þegar það kviknar aftur á honum þá er hann að koma aftur í lungun, lifrina og kemur með svolitlum látum,“ segir Ólafur. Fyrir skömmu síðan datt Ólafur, fékk flog og í ljós kom að krabbameinið hafði dreift sér í heila. „Núna erum við bara að telja daga eða vikur,“ segir Ólafur. Óhjákvæmilegt að óttast dauðann Ólafur heldur því fram að allir óttist dauðann upp að einhverju marki en að hann geti þó lagst rólegur á koddann á kvöldin án þess að óttast það að vakna ekki daginn eftir. „Ég held að manneskja væri að ljúga ef hún segðist ekki óttast, eða kvíða dauðanum að einhverju leyti. En ég er ekkert hræddur.“ Rannsóknir John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að einn skammtur af hugbreytandi efninu Psilocybin í bland við viðtalsmeðferð geti dregið verulega úr þunglyndi og kvíða hjá einstaklingum sem glíma við krabbamein. Rannsóknir benda einnig til þess að notkun Psilocybin geti hjálpað fólki sem á ekki langt eftir við að taka dauðann í sátt. Ólafur stundaði hnefaleika með Bubba Morthens á sínum tíma. Alltaf hraustur. „Þó þú sért sáttur við að deyja og allt, þú ert búinn að vinna í sjálfum þér og allt er fínt þá færðu samt sveiflur og þú ferð aðeins í þunglyndi. Það hefur alveg farið síðan ég fór í þetta, ég er miklu stabílli og mér finnst það alveg hafa horfið,“ segir Ólafur og bætir við að hann sé almennt hress þó veikindin geri það að verkum að hann getur ekki verið eins hress og áður. Krabbameinið er ólæknandi og Ólafur segir að hann muni ekki lifa lengi. „Við erum að tala um vikur, daga, við erum ekki að tala um mánuði,“ segir Ólafur og segir að honum hafi þótt mikilvægt að prófa hugvíkkandi efni áður en dauðinn bankaði upp á. Ólafur segist sáttur við örlög sín, hann sjái ekki eftir því að hafa látið vaða og prófað hugvíkkandi efni. „Ekki fara í gildruna og halda að þetta sé af því að ég er að deyja þá er ég að grípa eitthvað. Ég var í ágætis standi áður en ég fór í þetta, ég þurfti ekkert á þessu að halda þannig lagað. En núna þegar ég er búinn að gera þetta þá veit ég að ég þurfti á þessu að halda.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni en rætt var við Ólaf í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ísland í dag Hugvíkkandi efni Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Fleiri fréttir Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Sjá meira
Þegar veikindi hans voru komin á þann stað að ljóst var að krabbameinið myndi draga hann til dauða fór hann í athafnir bæði með Suður-ameríska ofskynjunarefninu Ayahuasca og Psilocybin, sem finna má í svokölluðum ofskynjunarsveppum, til þess að takast á við óhjákvæmileg örlög sín. Bæði DMT, sem er virka efnið í Ayahuasca, og Psilocybin eru flokkuð sem ólögleg vímuefni samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. „Áður en ég byrjaði í þessu ferðalagi með Ayahuasca og sveppinn þá var ég vel undirbúinn og sáttur við hluti. Svolítið sterkur andlega,“ segir Ólafur. Áður en hann veiktist hafði hann fengið áhuga á hugbreytandi efnum, lesið sér til um þau og kveikt áhuga dóttur sinnar um leið. Eftir hvatningu frá fjölskyldu sinni ákvað hann að láta slag standa og leitaði að aðila til að leiða hann í gegnum athafnirnar. Ólafur hefur lengi barist við krabbamein. „Þannig að ég verð tekinn inn í þetta ævintýri með bestu hendur sem ég hef upplifað, þetta er eins og gjöf. Þá er ég ekki að meina að ég þurfti svo mikið á því að halda, en ég þurfti á því að halda samt. Í viðtalinu segir þessi kona að það eigi enginn að deyja án þess að prufa þetta,“ segir Ólafur og bætir við að hann sé þeirrar skoðunar í dag. Hann segist hvetja öll börnin sín sem náð hafa 25 ára aldri til að prófa hugbreytandi efni til þess að gera líf þeirra ríkara, eins og hann orðar það. Ólafur segir að það sé erfitt að koma því í orð hver hans upplifun var en að hann hafi upplifað sjálfan sig sem meiri þátttakanda í lífinu og lýsir því þannig að hann hafi fengið fullvissu um það að allir væru á einhvern hátt samtengdir. „Var ég bara að ímynda mér þetta? Það getur vel verið að þetta séu allt plasma áhrif, allt ímyndun, en þetta hjálpaði mér.“ Umræða um hugbreytandi efni er oft tengd við andleg málefni en Ólafur segist ekki telja sig vera stereotýpu þess sem myndi fara í slíkar athafnir. „Ég er hnefaleikamaður og geng á hörkunni, hef alltaf gert það en hef alltaf haft áhuga á andlegum málum,“ segir Ólafur sem kveðst hafa farið inn í athafnirnar og fræðin að baki þeim fullur efasemda í fyrstu. Á einungis daga eða vikur eftir ólifaða Ólafur greindist með krabbamein fyrir þremur árum síðan og á örfáum árum hefur hann misst heilsuna. „Þetta var ristilkrabbi sem var búinn að dreifa sér og þá fer ég í gegnum alveg svakalegan pakka af geislum og lyfjameðferðum og þetta leit þannig út að allir krabbinn náðist“. Ólafur segir að eftir lyfjagjöf og uppskurð hafi nokkrir mánuðir liðið þar sem læknarnir gátu ekki greint neitt krabbamein í líkamanum, hann hafi verið krabbalaus án þess þó að trúa því fyllilega að svo hafi verið. „En málið er það að það kviknar aftur á krabbanum og ég byrja aftur í baráttunni og í þetta skiptið þegar það kviknar aftur á honum þá er hann að koma aftur í lungun, lifrina og kemur með svolitlum látum,“ segir Ólafur. Fyrir skömmu síðan datt Ólafur, fékk flog og í ljós kom að krabbameinið hafði dreift sér í heila. „Núna erum við bara að telja daga eða vikur,“ segir Ólafur. Óhjákvæmilegt að óttast dauðann Ólafur heldur því fram að allir óttist dauðann upp að einhverju marki en að hann geti þó lagst rólegur á koddann á kvöldin án þess að óttast það að vakna ekki daginn eftir. „Ég held að manneskja væri að ljúga ef hún segðist ekki óttast, eða kvíða dauðanum að einhverju leyti. En ég er ekkert hræddur.“ Rannsóknir John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að einn skammtur af hugbreytandi efninu Psilocybin í bland við viðtalsmeðferð geti dregið verulega úr þunglyndi og kvíða hjá einstaklingum sem glíma við krabbamein. Rannsóknir benda einnig til þess að notkun Psilocybin geti hjálpað fólki sem á ekki langt eftir við að taka dauðann í sátt. Ólafur stundaði hnefaleika með Bubba Morthens á sínum tíma. Alltaf hraustur. „Þó þú sért sáttur við að deyja og allt, þú ert búinn að vinna í sjálfum þér og allt er fínt þá færðu samt sveiflur og þú ferð aðeins í þunglyndi. Það hefur alveg farið síðan ég fór í þetta, ég er miklu stabílli og mér finnst það alveg hafa horfið,“ segir Ólafur og bætir við að hann sé almennt hress þó veikindin geri það að verkum að hann getur ekki verið eins hress og áður. Krabbameinið er ólæknandi og Ólafur segir að hann muni ekki lifa lengi. „Við erum að tala um vikur, daga, við erum ekki að tala um mánuði,“ segir Ólafur og segir að honum hafi þótt mikilvægt að prófa hugvíkkandi efni áður en dauðinn bankaði upp á. Ólafur segist sáttur við örlög sín, hann sjái ekki eftir því að hafa látið vaða og prófað hugvíkkandi efni. „Ekki fara í gildruna og halda að þetta sé af því að ég er að deyja þá er ég að grípa eitthvað. Ég var í ágætis standi áður en ég fór í þetta, ég þurfti ekkert á þessu að halda þannig lagað. En núna þegar ég er búinn að gera þetta þá veit ég að ég þurfti á þessu að halda.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni en rætt var við Ólaf í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Ísland í dag Hugvíkkandi efni Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Fleiri fréttir Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið