Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2022 19:36 Íbúðin er í bláa húsinu við Túngötu 3 á mjög góðum stað í bænum. Stöð 2/Ívar Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var meðal þeirra sem ávörpuðu málþingið sem fór fram í Háskólasetri Vestfjarða, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, Örnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóranum á Ísafirði, Peter Weiss forstöðumanni háskólasetursins og Guðmundi F. Sigurjónssyni forstjóra líftæknifyrirtækisins Kerecis. Rektorar háskólanna í Reykjavík, HÍ og HR og á Akureyri mættu á fyrsta málþing stofnunarinnar í dag enda styðja háskólarnir við rekstur fræðasetursins. Fræðimenn alls staðar að úr heiminum geta dvalið hér á æskuheimili Ólafs Ragnars Grímssonar við Túngötu 3 í tvær til sex vikur. Það er von manna að þannig verði til tengslanet fræðimanna um allan heim. Ólafur Ragnar keypti fyrir nokkru helming þess hús sem faðir hans byggði fyrir tæpum hundrað árum og leggur íbúð í því til fræðasetursins. Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar tók formlega til starfa í fyrra. Á næstu árum verður reist hús fyrir hana á lóð Háskóla Íslands en fyrsta málþing stofnunarinnar var á Ísafirði í dag.Stöð 2/Ívar „Nú verður þetta heimkynni alþjóðlegra og íslenskra fræðimanna. Þannig að ég vona að þetta gamla hús hér í Túngötunni verði öflugt framlag til að efla vísindi og þekkingarsköpun. Samræður um vandamál veraldar hér fyrir vestan," segir Ólafur Ragnar. Þetta verði vísindamenn á öllum sviðum bæði raun- og félagsvísinda sem hefðu tengsl við norðurlóðir og loftslagsmálin. Svo hefði sú hugmynd kviknað í samtali við forsætisráðherra að kannski ættu rithöfundar að geta nýtt sér fræðasetrið líka. „Og skrifað jafnvel glæpasögur. En ég sagði að það væri að vísu skilyrði að næsta glæpasaga forsætisráðherrans héti Ísafjörður. Þar sem sú fyrsta var kennd við Reykjavík,“ segir forsetinn fyrrverandi kankvís. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að rannsóknir fari fram um allt land enda væri þekking orðin ein megin útflutningsgrein Íslendinga.Stöð 2/Ívar Ólafur Ragnar segir að fyrstu fræðimennirnir verði mættir á æskuheimilið um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir mikilvægt að rannsóknir eigi sér stað um allt land. „Þetta er auðvitað ákveðin undirstöðu atvinnugrein. Þetta er undirstöðugrein í okkar útflutningi núna; það er þekkingargeirinn. Það er alger forsenda fyrir því að landið allt sé virkt í nýsköpun og rannsóknum. Þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli,“ sagði Katrín. Peter Weiss forstöðumaður Háskólasetursins á Ísafirði segir mikinn feng í því að fá fræðimannasetur sem tengist setrinu í bænum.Stöð 2/Ívar Og Peter Weiss forstöðumaður Háskólasetursins er ekki í nokkrum vafa um að fræðasetrið verði mikil lyftistöng fyrir háskólasetrið og bæinn. Með þessu muni með tímanum byggjast upp mikið samskiptanet. „Það er mikil búbót. Við vinnum mikið með norðurslóðamál, mikið með alþjóðlegu samstarfsneti. Ég er alveg viss um að allir nemendur hjá okkur og kennarar bíða bara eftir því að vera í samskiptum við þessa „fellows" eða fræðimönnum sem dvelja í Grímshúsi," segir Peter. En þeir vísindamenn sem dvelja í Grímshúsi verða það sem á enskunni er kallað „fellows“, einhvers konar samherjar háskólasetursins. Ólafur Ragnar segir að með því að leggja hluta af húsi foreldra sinna undir fræðasetrið væri hann bæði að þakka bænum og foreldrum sínum fyrir það veganesti sem hann fékk.Stöð 2/Ívar Ólafur Ragnar segist ekki líta á þetta sem upphefð fyrir sig. „En ég er kannski með því að leggja þetta hús fram sem dvalarstað og styðja þannig að áframhaldandi uppbyggingu Ísafjarðar, að reiða fram ákveðna þakkarskuld af minni hálfu. En líka í minningu foreldra minna og þeirrar miklu sögu sem tengist þessu húsi,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Húsið var fyrst flutt inn sem einingarhús upp úr aldamótunum nítján hundruð og reist fyrir hvalfangara inni í Ísafjarðardjúpi. Grímur faðir forsetans fyrrverandi reisti það síðan aftur á Ísafirði. Hringborð norðurslóða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Tengdar fréttir Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930. 28. nóvember 2022 10:31 Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. 18. október 2022 19:41 Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var meðal þeirra sem ávörpuðu málþingið sem fór fram í Háskólasetri Vestfjarða, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, Örnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóranum á Ísafirði, Peter Weiss forstöðumanni háskólasetursins og Guðmundi F. Sigurjónssyni forstjóra líftæknifyrirtækisins Kerecis. Rektorar háskólanna í Reykjavík, HÍ og HR og á Akureyri mættu á fyrsta málþing stofnunarinnar í dag enda styðja háskólarnir við rekstur fræðasetursins. Fræðimenn alls staðar að úr heiminum geta dvalið hér á æskuheimili Ólafs Ragnars Grímssonar við Túngötu 3 í tvær til sex vikur. Það er von manna að þannig verði til tengslanet fræðimanna um allan heim. Ólafur Ragnar keypti fyrir nokkru helming þess hús sem faðir hans byggði fyrir tæpum hundrað árum og leggur íbúð í því til fræðasetursins. Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar tók formlega til starfa í fyrra. Á næstu árum verður reist hús fyrir hana á lóð Háskóla Íslands en fyrsta málþing stofnunarinnar var á Ísafirði í dag.Stöð 2/Ívar „Nú verður þetta heimkynni alþjóðlegra og íslenskra fræðimanna. Þannig að ég vona að þetta gamla hús hér í Túngötunni verði öflugt framlag til að efla vísindi og þekkingarsköpun. Samræður um vandamál veraldar hér fyrir vestan," segir Ólafur Ragnar. Þetta verði vísindamenn á öllum sviðum bæði raun- og félagsvísinda sem hefðu tengsl við norðurlóðir og loftslagsmálin. Svo hefði sú hugmynd kviknað í samtali við forsætisráðherra að kannski ættu rithöfundar að geta nýtt sér fræðasetrið líka. „Og skrifað jafnvel glæpasögur. En ég sagði að það væri að vísu skilyrði að næsta glæpasaga forsætisráðherrans héti Ísafjörður. Þar sem sú fyrsta var kennd við Reykjavík,“ segir forsetinn fyrrverandi kankvís. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að rannsóknir fari fram um allt land enda væri þekking orðin ein megin útflutningsgrein Íslendinga.Stöð 2/Ívar Ólafur Ragnar segir að fyrstu fræðimennirnir verði mættir á æskuheimilið um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir mikilvægt að rannsóknir eigi sér stað um allt land. „Þetta er auðvitað ákveðin undirstöðu atvinnugrein. Þetta er undirstöðugrein í okkar útflutningi núna; það er þekkingargeirinn. Það er alger forsenda fyrir því að landið allt sé virkt í nýsköpun og rannsóknum. Þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli,“ sagði Katrín. Peter Weiss forstöðumaður Háskólasetursins á Ísafirði segir mikinn feng í því að fá fræðimannasetur sem tengist setrinu í bænum.Stöð 2/Ívar Og Peter Weiss forstöðumaður Háskólasetursins er ekki í nokkrum vafa um að fræðasetrið verði mikil lyftistöng fyrir háskólasetrið og bæinn. Með þessu muni með tímanum byggjast upp mikið samskiptanet. „Það er mikil búbót. Við vinnum mikið með norðurslóðamál, mikið með alþjóðlegu samstarfsneti. Ég er alveg viss um að allir nemendur hjá okkur og kennarar bíða bara eftir því að vera í samskiptum við þessa „fellows" eða fræðimönnum sem dvelja í Grímshúsi," segir Peter. En þeir vísindamenn sem dvelja í Grímshúsi verða það sem á enskunni er kallað „fellows“, einhvers konar samherjar háskólasetursins. Ólafur Ragnar segir að með því að leggja hluta af húsi foreldra sinna undir fræðasetrið væri hann bæði að þakka bænum og foreldrum sínum fyrir það veganesti sem hann fékk.Stöð 2/Ívar Ólafur Ragnar segist ekki líta á þetta sem upphefð fyrir sig. „En ég er kannski með því að leggja þetta hús fram sem dvalarstað og styðja þannig að áframhaldandi uppbyggingu Ísafjarðar, að reiða fram ákveðna þakkarskuld af minni hálfu. En líka í minningu foreldra minna og þeirrar miklu sögu sem tengist þessu húsi,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Húsið var fyrst flutt inn sem einingarhús upp úr aldamótunum nítján hundruð og reist fyrir hvalfangara inni í Ísafjarðardjúpi. Grímur faðir forsetans fyrrverandi reisti það síðan aftur á Ísafirði.
Hringborð norðurslóða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Tengdar fréttir Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930. 28. nóvember 2022 10:31 Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. 18. október 2022 19:41 Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930. 28. nóvember 2022 10:31
Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. 18. október 2022 19:41
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16