„Mannleg gildi og mannvirðing þurfa alltaf að vera í öndvegi.“ HR monitor 17. nóvember 2022 13:00 Pétur Ó. Einarsson mannauðsstjóri Fjársýslu ríksins Pétur Ó Einarsson er mannauðsstjóri Fjársýslu ríkisins, 57 ára Reykvíkingur, eiginmaður, faðir og afi. Áhugi Péturs á mannauðsmálum byrjaði snemma á starfsferli hans þegar hann starfaði fyrir Landsbankann sem fræðslustjóri og hefur áhuginn ekki slokknað síðan. Samhliða starfi fyrir Landsbankann lauk Pétur BSc gráðu í viðskiptafræði í fjarnámi sem viðbót við rekstrarfræði frá Tækniskólanum og í framhaldi lauk hann meistaranámi í Mannauðsstjórnun. Hann hefur starfað sem starfsmannastjóri og síðan mannauðsstjóri fyrir Fjársýsluna frá því árið 2008. Starfsemi Fjársýslunnar er viðamikil og lýsir Pétur vinnustaðnum sem þjónustu- og þekkingardrifnum. „Þetta er vinnustaður áskorana og tækifæra því breytingar og kröfur í innra og ytra umhverfi hafa aldrei verið meiri og því aldrei lognmolla. Fjársýslan hefur að geyma mikinn mannauð í þekkingu starfsfólks, hæfni þess, samskiptafærni og almennum skemmtilegheitum og er að mínu mati góður vinnustaður með afbragðs fólk sem leggur sig fram við að skila vinnu sinni vel.“ Vinnustaðir í samkeppni um hæft og gott starfsfólk Áherslur Fjársýslunnar í mannauðs- og starfsmannamálum eru liðsheild, starfsánægja, gagnkvæm virðing og gott starfsumhverfi. „Það hljómar kannski klisjukennt en er sannleikur að hæft starfsfólk, metnaður þess, þekking og kraftur er lykillinn að farsælum rekstri og góðri þjónustu. Vinnustaðir eru í samkeppni um hæft og gott starfsfólk og vilja halda því til að ná markmiðum sínum.“ „Vinnustaðurinn er nánast eins og okkar annað heimili. Allt starfsfólk á heimtingu á því að líða vel á vinnustaðnum og enginn á að kvíða því að mæta til vinnu og verkefna eða þurfa að tipla á tánum kringum annað samstarfsfólk.“ „Vinnustaðurinn er nánast eins og okkar annað heimili." Pétur segir að það þurfi einnig að vera skilningur og sveigjanleiki þegar þess raunverulega er þörf. Þá er Fjársýslan með sérstaka stefnu hvað varðar samþættingu einkalífs og starfs. „Sveigjanleiki er þáttur sem starfsfólk hefur alltaf verið ánægt með hjá FJS og mælst hátt í HR Monitor og könnuninni Stofnun ársins. Traust og sanngirni eru ákveðnir lykilþættir sem þurfa að vera í fyrirrúmi á vinnustað og verða að virka í báðar áttir. Það er nauðsynlegt að það sé ákveðinn agi, umgjörð, leikreglur eða hvað við viljum kalla það á vinnustað, en mannleg gildi og mannvirðing þurfa alltaf að vera í öndvegi.“ Óreglulegar innri kannanir ekki nóg Fjársýslan hefur notað rauntíma mannauðsmælingar HR Monitor frá byrjun árs 2017. „Það var mikil framför að byrja að nota HR Monitor en fram að þeim tíma höfðum við framkvæmt óreglulegar innri kannanir með frjálsum hugbúnaði og dregið fram viðhorf og vilja starfsmanna með árlegum starfsmannasamtölum, starfsmannafundum og könnuninni Stofnun ársins. Þetta var ekki nóg og við þurftum að gera betur.“ „Okkur vantaði öflugt sveigjanlegt tól til viðbótar til þess að geta framkvæmt stöðumat reglulega og þegar þörf var á að greina sértæka hluti. Við fundum HR Monitor sem uppfyllti þessa þörf og þetta er stjórntæki sem hefur nýst okkur mjög vel.“ Hvernig hafa niðurstöðurnar nýst ykkur? „Allar niðurstöður er áhugaverðar en sérstaklega er áhugavert að skoða þróun á ákveðnum lykilspurningum sem við spyrjum reglulega og kafa ofan í af hverju svör eru að breytast og bregðast við ef þörf er á t.d. með frekari greiningu eða breyttum áherslum. Yfirmenn sviða fara alltaf yfir niðurstöður hverrar könnunar með sínu samstarfsfólki og það verður oftar en ekki til þess að tekið er á ýmsum málum.“ Bylting í viðhorfum á vinnumarkaði Pétur segir síðustu mánuði og ár hafa verið viðburðarík hjá Fjársýslunni, líkt og hjá vinnumarkaðnum í heild sinni. „Nær er að tala um byltingu en breytingar, þá sérstaklega byltingu í viðhorfum. Auknar fjarvinnuheimildir, betri vinnutími, opið vinnurými, störf án staðsetningar, áhersla á árangur en ekki viðveru og auðvitað aukning á rafrænum þjónustuleiðum og alls kyns sjálfvirkni möguleikum.“ „Það hvílir mikil ábyrgð á vinnuveitendum, stéttarfélögum og löggjafnum að aðlaga þennan nýja veruleika kjarasamningum og vinnurétti og þarf að gerast sem fyrst. Fjársýslan eins og aðrir vinnustaðir þarf að aðlagast nýjum leiðum við skipulag og stjórnun á vinnustaðnum. Það er okkar áskorun og mælingar á mannauðsþáttum og viðhorfi starfsmanna er mikilvægur þáttur í því ferli.“ Hver er þín framtíðarsýn fyrir mannauðs- og starfsmannamál hjá ykkur? „Ég vil sjá Fjársýsluna sem nútímalegan og verkefnamiðaðan en ekki viðverumiðaðan vinnustað og að frelsi starfsmanna til að vinna verkefni sín séu eins sveigjanleg og mögulegt er án þess að missa nokkurn tíma sjónar á þjónustuhlutverki okkar. Ég vil sjá starfsumhverfi sem starfsfólkið sér tækifæri í og hefur frumkvæði að sækja sér endurmenntun og fræðslu. Ég vil að starfsumhverfið sé mannlegt og að starfsfólk upplifi öryggi og vellíðan á vinnustaðnum, sjái tilgang í og sé stolt af sínum verkefnum. Ekki síður að það sé stolt af því að vinna hjá Fjársýslunni.“ Mannauðsmál Vinnumarkaður Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Starfsemi Fjársýslunnar er viðamikil og lýsir Pétur vinnustaðnum sem þjónustu- og þekkingardrifnum. „Þetta er vinnustaður áskorana og tækifæra því breytingar og kröfur í innra og ytra umhverfi hafa aldrei verið meiri og því aldrei lognmolla. Fjársýslan hefur að geyma mikinn mannauð í þekkingu starfsfólks, hæfni þess, samskiptafærni og almennum skemmtilegheitum og er að mínu mati góður vinnustaður með afbragðs fólk sem leggur sig fram við að skila vinnu sinni vel.“ Vinnustaðir í samkeppni um hæft og gott starfsfólk Áherslur Fjársýslunnar í mannauðs- og starfsmannamálum eru liðsheild, starfsánægja, gagnkvæm virðing og gott starfsumhverfi. „Það hljómar kannski klisjukennt en er sannleikur að hæft starfsfólk, metnaður þess, þekking og kraftur er lykillinn að farsælum rekstri og góðri þjónustu. Vinnustaðir eru í samkeppni um hæft og gott starfsfólk og vilja halda því til að ná markmiðum sínum.“ „Vinnustaðurinn er nánast eins og okkar annað heimili. Allt starfsfólk á heimtingu á því að líða vel á vinnustaðnum og enginn á að kvíða því að mæta til vinnu og verkefna eða þurfa að tipla á tánum kringum annað samstarfsfólk.“ „Vinnustaðurinn er nánast eins og okkar annað heimili." Pétur segir að það þurfi einnig að vera skilningur og sveigjanleiki þegar þess raunverulega er þörf. Þá er Fjársýslan með sérstaka stefnu hvað varðar samþættingu einkalífs og starfs. „Sveigjanleiki er þáttur sem starfsfólk hefur alltaf verið ánægt með hjá FJS og mælst hátt í HR Monitor og könnuninni Stofnun ársins. Traust og sanngirni eru ákveðnir lykilþættir sem þurfa að vera í fyrirrúmi á vinnustað og verða að virka í báðar áttir. Það er nauðsynlegt að það sé ákveðinn agi, umgjörð, leikreglur eða hvað við viljum kalla það á vinnustað, en mannleg gildi og mannvirðing þurfa alltaf að vera í öndvegi.“ Óreglulegar innri kannanir ekki nóg Fjársýslan hefur notað rauntíma mannauðsmælingar HR Monitor frá byrjun árs 2017. „Það var mikil framför að byrja að nota HR Monitor en fram að þeim tíma höfðum við framkvæmt óreglulegar innri kannanir með frjálsum hugbúnaði og dregið fram viðhorf og vilja starfsmanna með árlegum starfsmannasamtölum, starfsmannafundum og könnuninni Stofnun ársins. Þetta var ekki nóg og við þurftum að gera betur.“ „Okkur vantaði öflugt sveigjanlegt tól til viðbótar til þess að geta framkvæmt stöðumat reglulega og þegar þörf var á að greina sértæka hluti. Við fundum HR Monitor sem uppfyllti þessa þörf og þetta er stjórntæki sem hefur nýst okkur mjög vel.“ Hvernig hafa niðurstöðurnar nýst ykkur? „Allar niðurstöður er áhugaverðar en sérstaklega er áhugavert að skoða þróun á ákveðnum lykilspurningum sem við spyrjum reglulega og kafa ofan í af hverju svör eru að breytast og bregðast við ef þörf er á t.d. með frekari greiningu eða breyttum áherslum. Yfirmenn sviða fara alltaf yfir niðurstöður hverrar könnunar með sínu samstarfsfólki og það verður oftar en ekki til þess að tekið er á ýmsum málum.“ Bylting í viðhorfum á vinnumarkaði Pétur segir síðustu mánuði og ár hafa verið viðburðarík hjá Fjársýslunni, líkt og hjá vinnumarkaðnum í heild sinni. „Nær er að tala um byltingu en breytingar, þá sérstaklega byltingu í viðhorfum. Auknar fjarvinnuheimildir, betri vinnutími, opið vinnurými, störf án staðsetningar, áhersla á árangur en ekki viðveru og auðvitað aukning á rafrænum þjónustuleiðum og alls kyns sjálfvirkni möguleikum.“ „Það hvílir mikil ábyrgð á vinnuveitendum, stéttarfélögum og löggjafnum að aðlaga þennan nýja veruleika kjarasamningum og vinnurétti og þarf að gerast sem fyrst. Fjársýslan eins og aðrir vinnustaðir þarf að aðlagast nýjum leiðum við skipulag og stjórnun á vinnustaðnum. Það er okkar áskorun og mælingar á mannauðsþáttum og viðhorfi starfsmanna er mikilvægur þáttur í því ferli.“ Hver er þín framtíðarsýn fyrir mannauðs- og starfsmannamál hjá ykkur? „Ég vil sjá Fjársýsluna sem nútímalegan og verkefnamiðaðan en ekki viðverumiðaðan vinnustað og að frelsi starfsmanna til að vinna verkefni sín séu eins sveigjanleg og mögulegt er án þess að missa nokkurn tíma sjónar á þjónustuhlutverki okkar. Ég vil sjá starfsumhverfi sem starfsfólkið sér tækifæri í og hefur frumkvæði að sækja sér endurmenntun og fræðslu. Ég vil að starfsumhverfið sé mannlegt og að starfsfólk upplifi öryggi og vellíðan á vinnustaðnum, sjái tilgang í og sé stolt af sínum verkefnum. Ekki síður að það sé stolt af því að vinna hjá Fjársýslunni.“
Mannauðsmál Vinnumarkaður Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira