Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2022 16:25 Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur í óundirbúnum fyrirspurnartíma Alþingis nú fyrir stundu. Þrír þingmenn gengu hart að henni og spurðu út í efni skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Katrín vék sér fimlega undan spurningum og sagði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa sýnt ábyrgð í málinu, með því að kalla fram skýrsluna og birta lista yfir kaupendur bréfa í bankanum. vísir/vilhelm Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. Þingmönnunum var heitt í hamsi á þinginu nú áðan er þeir beindu fyrirspurnum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um hvernig ætti að bregðast við nýframkominni skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún reið á vaðið og sagði viðbrögð stjórnvalda við skýrslunni skipta sköpum um hvernig við sem þjóð kæmumst úr því sem hún kallaði „traustskrísu“. Þungur áfellisdómur yfir Bjarna Kristrún hafði alllangan formála að sinni fyrirspurn þar sem hún fordæmdi gjörninginn. Í skýrslu ríkisendurskoðanda mætti sjá hvernig reglur hafi verið þverbrotnar hvað varðar upplýsingagjöf, markmið laga um að ríkið fengi sem hæst verð við sölu á eigum þess og fleira mætti telja; svo sem það að verðið hafi tekið mið af hagsmunum erlendra fjárfesta og óskum þeirra. Þeir hafi selt sig út við fyrsta tækifæri. „Tóku snúning á ríkiseign!“ Kristrún Frostadóttir segir skýrslu ríkisendurskoðanda þungan áfellisdóm yfir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.vísir/vilhelm Kristrún sagði að áhugi á bréfunum hafi verið fyrirliggjandi en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi ekki gert neinar athugasemdir við það hvernig staðið var að sölunni. „Þetta er þungur áfellisdómur yfir vinnubrögðum hæstvirts fjármálaráðherra,“ sagði Kristrún og hélt því fram að Bjarni hafi ekki hirt um að sinna eftirlitsskyldu sinni og söluráðgjafar hafi fengið frítt spil. Kristrún spurði þá hvort Katrín væri enn þeirrar skoðunar að fjármálaráðherra hafi uppfyllt skyldu sína við söluna? Katrín svaraði því svo til að það skipti vissulega máli að hugað væri að trausti og það ætti ekki síður við um stjórnmálin sjálf. Í skýrslunni hafi verið bent á annmarka sem vert væri að taka alvarlega. Hún taldi alla geta verið sammála um það. Þá venti Katrín kvæði sínu í kross og sagði að fjármálaráðherra hafi ekki aðeins átt að tryggja hæsta verð, það hafi ekki verið eina markmiðið heldur átt að tryggja fjölbreytt og traust eignarhald. Katrín benti á að afsláttur sem hafi verið gefinn á verðinu hafi verið til umræðu á vettvangi þingsins, meðal minnihlutans en verðið hefði getað verið hærra og upplýsingagjöf betri. „Já, ég varð fyrir vonbrigðum með framkvæmdina og það er rík ástæða til að endurskoða allt þetta fyrirkomulag.“ Segir Bjarna hafa tekið fulla ábyrgð Kristrún fylgdi fyrirspurn sinni eftir og sagði það alvarlegt hversu margsaga fjármálaráðherra hafi orðið og nú taki forsætisráðherra undir með honum í því. Það liggi fyrir að jafnræðis hafi ekki verið gætt og um það sé fjallað sérstaklega í skýrslunni. Markmiðið með dreifðu traustu eignarhaldi hafi mistekist og ljóst að þetta mál muni ekki verða leitt til lykta nema sérstök rannsóknarnefnd fari yfir málið. Muni forsætisráðherra styðja það? Hafi Kristrún vænst svars við því þá hlýtur hún að hafa orðið fyrir vonbrigðum því Katrín sneri sig út úr því með því að segja að hún hafi vitnað til gagna sem ekki væri bara meirihlutaálit heldur. „Mér finnst þessi skýrsla góð, hún gefur góða mynd af ferlinu og þeim annmörkum sem voru á, sem ég fanga auðvitað ekki.“ Katrín benti á að Bjarni hafi sjálfur kallað eftir þessari skýrslu vegna þeirrar gagnrýni sem fram hafi komið og það væri alvöru vilji innan ríkisstjórnarinnar að hafa allt uppi á borðum. Og þannig sætt ábyrgð. Þá væri Seðlabanki enn með tiltekna þætti málsins til skoðunar. „Ekki er hægt að segja neitt annað en stjórnvöld hafi beitt sér fyrir því að þetta mál sé allt uppi á borðum hér á þinginu svo hægt sé að fara yfir það frá a til ö.“ Vill engu svara um rannsóknarnefnd Næsti fyrirspyrjandi var Halldóra Mogensen Pírötum sem sagði að loksins væri fram komin opinber skýrsla um þetta umdeilda mál. Og enn væri staðan sú að við sætum uppi með ótal spurningar, sem Halldóra svo rakti og voru á pari við það sem Kristrún hafði áður tæpt á. Halldóra Mogensen spurði Katrínu hvort hún myndi styðja það að sett verði á fót sérstök rannsóknarnefnd þingsins sem fari í saumana á málinu. Katrín sagði engan brag á að biðja um rannsókn á þessu stigi máls, nú þegar skýrsla ríkisendurskoðunar hefur ekki hlotið efnislega meðferð.vísir/vilhelm Hún rifjaði þá upp orð stjórnarþingmanna þess efnis að ef skýrslan væri ófullnægjandi, væri hægt að skoða það að setja á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem færi yfir málið. Styður forsætisráðherra það, já eða nei? Katrín sagði að hún heyrði ekki betur en að skýrslan hafi valdið einhverjum háttvirtum þingmönnum vonbrigðum sem kæmi henni á óvart því henni fyndist skýrslan góð. „Kúnstugt að háttvirtir þingmenn vilji strax fara í aðra rannsókn áður en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er búin að fara yfir skýrsluna.“ Katrín sagði að henni sýndist skýrslan svara mörgum þeim spurningum sem voru uppi í vor. „Mér finnst mikilvægt að allt sé uppi á borðum, mér finnst skýrslan svara mörgum af þeim spurningum sem voru uppi í vor.“ Halldóra sagði að skýrslan tæki ekki á lagaábyrgðar fjármálaráðherra, hvort forsætisráðherra myndi styðja það að þingið fái þau svör sem óskað er? Katrín sagði að eðlilegt væri að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd færi yfir málið og ekki væri bragur á því að krefjast nýrrar rannsóknar á þessu stigi. Algert ábyrgðarleysi ráðherra komi ekki á óvart Þorgerður K. Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vísaði í skoðanakannanir sem bentu til þess að 75 prósent þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar að skipa ætti sérstaka rannsóknarnefnd um málið en meirihlutinn á þinginu hafi nú ekki verið á því. Þorgerður sagði vinnu ríkisendurskoðunar vandaða en á henni væru ýmsir annmarkar, augljóslega. Þorgerður Katrín taldi lítið varið í svör Katrínar þess efnis að bankasýslan hefði kannski átt að fylgja sínum eigin leiðbeiningum betur. Það kæmi henni ekki hætis hót á óvart að ráðherra ríkisstjórnarinnar færi í pontu og segist ekki bera neina ábyrgð.vísir/vilhelm En í henni komi þó fram að lagaskyldu um hæsta verð fyrir ríkiseignir hefði ekki verið sinnt og ef markmiðið var dreift eignarhald þá hafi það klúðrast líka. Því jafnræðis hafi ekki verið gætt. Væri ríkisstjórninni treystandi til að selja ríkiseignir við svo búið en ljóst væri að fjárlagagerðin hvíldi á því? Katrín taldi þetta marglaga fyrirspurn og velti því fyrir sér hvaða spurningum væri ósvarað. Sumar þeirra séu til skoðunar hjá Seðlabankanum hvað varðar samskipti við Íslandsbanka og söluráðgjafana. Þá sagði hún að ráðgjöf bankasýslunnar, að erlendri fyrirmynd hafi verið fylgt, það væri hafið yfir vafa. En það væri spurning hvort bankasýslan, sem starfaði armslengd frá stjórnvöldum, hafi fylgt eigin ráðgjöf og aðferðafræði. Var það ekki Bjarni sem fór fram á skýrsluna? Ljóst var að Þorgerður Katrín taldi leggjast lítið forsætisráðherra með þessum svörum. „Það kom mér ekki á óvart að forsætisráðherra kæmi hér í pontu og segðist enga ábyrgð bera á þessu.“ Var það ekki Bjarni sem vildi birta lista yfir kaupendur? Katrín sagði að Þorgerður væri að leggja sér orð í munn með að hún vildi ekkert gera með skýrsluna. „Auðvitað þarf að gera eitthvað með þessa vönduðu skýrslu.“ Forsætisráðherra taldi ljóst að við þyrftum að horfast í augu við það að fyrirkomulagið væri ekki gott þegar ríkið selur sinn hlut í banka. Og vék þá að þeim þætti fyrirspurnar Þorgerðar Katrínar er varðaði upplýsingagjöf sem formaður Viðreisnar hafði sagt misvísandi: „Hver tók ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur? Var það ekki fjármálaráðherra? Sýnir það vilja að vilja ekki veita upplýsingar? Nei, það var þveröfugt,“ sagði Katrín. Hún benti á að ýmsir hafi ekki viljað birta lista yfir kaupendur, stofnunin sjálf hafi ekki viljað það. „En ráðherrann vildi það. Og tók ábyrgð.“ Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Þingmönnunum var heitt í hamsi á þinginu nú áðan er þeir beindu fyrirspurnum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um hvernig ætti að bregðast við nýframkominni skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún reið á vaðið og sagði viðbrögð stjórnvalda við skýrslunni skipta sköpum um hvernig við sem þjóð kæmumst úr því sem hún kallaði „traustskrísu“. Þungur áfellisdómur yfir Bjarna Kristrún hafði alllangan formála að sinni fyrirspurn þar sem hún fordæmdi gjörninginn. Í skýrslu ríkisendurskoðanda mætti sjá hvernig reglur hafi verið þverbrotnar hvað varðar upplýsingagjöf, markmið laga um að ríkið fengi sem hæst verð við sölu á eigum þess og fleira mætti telja; svo sem það að verðið hafi tekið mið af hagsmunum erlendra fjárfesta og óskum þeirra. Þeir hafi selt sig út við fyrsta tækifæri. „Tóku snúning á ríkiseign!“ Kristrún Frostadóttir segir skýrslu ríkisendurskoðanda þungan áfellisdóm yfir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.vísir/vilhelm Kristrún sagði að áhugi á bréfunum hafi verið fyrirliggjandi en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi ekki gert neinar athugasemdir við það hvernig staðið var að sölunni. „Þetta er þungur áfellisdómur yfir vinnubrögðum hæstvirts fjármálaráðherra,“ sagði Kristrún og hélt því fram að Bjarni hafi ekki hirt um að sinna eftirlitsskyldu sinni og söluráðgjafar hafi fengið frítt spil. Kristrún spurði þá hvort Katrín væri enn þeirrar skoðunar að fjármálaráðherra hafi uppfyllt skyldu sína við söluna? Katrín svaraði því svo til að það skipti vissulega máli að hugað væri að trausti og það ætti ekki síður við um stjórnmálin sjálf. Í skýrslunni hafi verið bent á annmarka sem vert væri að taka alvarlega. Hún taldi alla geta verið sammála um það. Þá venti Katrín kvæði sínu í kross og sagði að fjármálaráðherra hafi ekki aðeins átt að tryggja hæsta verð, það hafi ekki verið eina markmiðið heldur átt að tryggja fjölbreytt og traust eignarhald. Katrín benti á að afsláttur sem hafi verið gefinn á verðinu hafi verið til umræðu á vettvangi þingsins, meðal minnihlutans en verðið hefði getað verið hærra og upplýsingagjöf betri. „Já, ég varð fyrir vonbrigðum með framkvæmdina og það er rík ástæða til að endurskoða allt þetta fyrirkomulag.“ Segir Bjarna hafa tekið fulla ábyrgð Kristrún fylgdi fyrirspurn sinni eftir og sagði það alvarlegt hversu margsaga fjármálaráðherra hafi orðið og nú taki forsætisráðherra undir með honum í því. Það liggi fyrir að jafnræðis hafi ekki verið gætt og um það sé fjallað sérstaklega í skýrslunni. Markmiðið með dreifðu traustu eignarhaldi hafi mistekist og ljóst að þetta mál muni ekki verða leitt til lykta nema sérstök rannsóknarnefnd fari yfir málið. Muni forsætisráðherra styðja það? Hafi Kristrún vænst svars við því þá hlýtur hún að hafa orðið fyrir vonbrigðum því Katrín sneri sig út úr því með því að segja að hún hafi vitnað til gagna sem ekki væri bara meirihlutaálit heldur. „Mér finnst þessi skýrsla góð, hún gefur góða mynd af ferlinu og þeim annmörkum sem voru á, sem ég fanga auðvitað ekki.“ Katrín benti á að Bjarni hafi sjálfur kallað eftir þessari skýrslu vegna þeirrar gagnrýni sem fram hafi komið og það væri alvöru vilji innan ríkisstjórnarinnar að hafa allt uppi á borðum. Og þannig sætt ábyrgð. Þá væri Seðlabanki enn með tiltekna þætti málsins til skoðunar. „Ekki er hægt að segja neitt annað en stjórnvöld hafi beitt sér fyrir því að þetta mál sé allt uppi á borðum hér á þinginu svo hægt sé að fara yfir það frá a til ö.“ Vill engu svara um rannsóknarnefnd Næsti fyrirspyrjandi var Halldóra Mogensen Pírötum sem sagði að loksins væri fram komin opinber skýrsla um þetta umdeilda mál. Og enn væri staðan sú að við sætum uppi með ótal spurningar, sem Halldóra svo rakti og voru á pari við það sem Kristrún hafði áður tæpt á. Halldóra Mogensen spurði Katrínu hvort hún myndi styðja það að sett verði á fót sérstök rannsóknarnefnd þingsins sem fari í saumana á málinu. Katrín sagði engan brag á að biðja um rannsókn á þessu stigi máls, nú þegar skýrsla ríkisendurskoðunar hefur ekki hlotið efnislega meðferð.vísir/vilhelm Hún rifjaði þá upp orð stjórnarþingmanna þess efnis að ef skýrslan væri ófullnægjandi, væri hægt að skoða það að setja á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem færi yfir málið. Styður forsætisráðherra það, já eða nei? Katrín sagði að hún heyrði ekki betur en að skýrslan hafi valdið einhverjum háttvirtum þingmönnum vonbrigðum sem kæmi henni á óvart því henni fyndist skýrslan góð. „Kúnstugt að háttvirtir þingmenn vilji strax fara í aðra rannsókn áður en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er búin að fara yfir skýrsluna.“ Katrín sagði að henni sýndist skýrslan svara mörgum þeim spurningum sem voru uppi í vor. „Mér finnst mikilvægt að allt sé uppi á borðum, mér finnst skýrslan svara mörgum af þeim spurningum sem voru uppi í vor.“ Halldóra sagði að skýrslan tæki ekki á lagaábyrgðar fjármálaráðherra, hvort forsætisráðherra myndi styðja það að þingið fái þau svör sem óskað er? Katrín sagði að eðlilegt væri að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd færi yfir málið og ekki væri bragur á því að krefjast nýrrar rannsóknar á þessu stigi. Algert ábyrgðarleysi ráðherra komi ekki á óvart Þorgerður K. Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vísaði í skoðanakannanir sem bentu til þess að 75 prósent þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar að skipa ætti sérstaka rannsóknarnefnd um málið en meirihlutinn á þinginu hafi nú ekki verið á því. Þorgerður sagði vinnu ríkisendurskoðunar vandaða en á henni væru ýmsir annmarkar, augljóslega. Þorgerður Katrín taldi lítið varið í svör Katrínar þess efnis að bankasýslan hefði kannski átt að fylgja sínum eigin leiðbeiningum betur. Það kæmi henni ekki hætis hót á óvart að ráðherra ríkisstjórnarinnar færi í pontu og segist ekki bera neina ábyrgð.vísir/vilhelm En í henni komi þó fram að lagaskyldu um hæsta verð fyrir ríkiseignir hefði ekki verið sinnt og ef markmiðið var dreift eignarhald þá hafi það klúðrast líka. Því jafnræðis hafi ekki verið gætt. Væri ríkisstjórninni treystandi til að selja ríkiseignir við svo búið en ljóst væri að fjárlagagerðin hvíldi á því? Katrín taldi þetta marglaga fyrirspurn og velti því fyrir sér hvaða spurningum væri ósvarað. Sumar þeirra séu til skoðunar hjá Seðlabankanum hvað varðar samskipti við Íslandsbanka og söluráðgjafana. Þá sagði hún að ráðgjöf bankasýslunnar, að erlendri fyrirmynd hafi verið fylgt, það væri hafið yfir vafa. En það væri spurning hvort bankasýslan, sem starfaði armslengd frá stjórnvöldum, hafi fylgt eigin ráðgjöf og aðferðafræði. Var það ekki Bjarni sem fór fram á skýrsluna? Ljóst var að Þorgerður Katrín taldi leggjast lítið forsætisráðherra með þessum svörum. „Það kom mér ekki á óvart að forsætisráðherra kæmi hér í pontu og segðist enga ábyrgð bera á þessu.“ Var það ekki Bjarni sem vildi birta lista yfir kaupendur? Katrín sagði að Þorgerður væri að leggja sér orð í munn með að hún vildi ekkert gera með skýrsluna. „Auðvitað þarf að gera eitthvað með þessa vönduðu skýrslu.“ Forsætisráðherra taldi ljóst að við þyrftum að horfast í augu við það að fyrirkomulagið væri ekki gott þegar ríkið selur sinn hlut í banka. Og vék þá að þeim þætti fyrirspurnar Þorgerðar Katrínar er varðaði upplýsingagjöf sem formaður Viðreisnar hafði sagt misvísandi: „Hver tók ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur? Var það ekki fjármálaráðherra? Sýnir það vilja að vilja ekki veita upplýsingar? Nei, það var þveröfugt,“ sagði Katrín. Hún benti á að ýmsir hafi ekki viljað birta lista yfir kaupendur, stofnunin sjálf hafi ekki viljað það. „En ráðherrann vildi það. Og tók ábyrgð.“
Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09
Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44