Sigursteinn: Vissum af þessari statistík og ætluðum að breyta henni Árni Gísli Magnússon skrifar 13. nóvember 2022 18:28 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét FH bar sigurorð af KA, 27-30, í KA-heimilinu í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en KA saxaði vel á forskotið í seinni hálfleik en FH-ingar náðu þó að klára leikinn með sigri. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður að ná loks í sigur í KA-heimilinu. „Bara mjög ánægður með sigurinn. Frábær fyrri hálfleikur þar sem við spiluðum geggjaða vörn og sóknarleik líka. Við vissum svo sem alltaf að þessir leikir hérna leita oft í þetta, mikil læti og svona, að það kæmi eitthvað áhlaup en við stóðumst það sem betur fer.” FH spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og voru sjö mörkum yfir í hálfleik en það getur verið fljótt að breytast í KA-heimilinu. „Það er nú ekkert langt síðan að Stjarnan var yfir með sjö hérna í hálfleik þannig að við töluðum bara um það að við þyrftum að halda áfram með okkar og sækja hlutina til okkar og vissum að að kæmi áhlaup en mjög gott að halda haus.” KA minnkaði muninn tvisvar í eitt mark í seinni hluta síðari hálfleiks en FH-ingum tókst þá að bíta aftur frá sér og komast nokkrum mörkum yfir. „Húsið kviknar en bara mjög ánægður að lauma inn nokkrum og þá kaupum við okkur smá forskot sem dugaði.” Einar Bragi Aðalsteinsson var frábær í sóknarleik FH og skorað 7 mörk úr 11 skotum og lét einnig vel til sín taka í vörninni. „Hann var mjög góður í sókn og vörn. Við tókum hann út af, hann var kominn með tvisvar tvær mínútur, var frábær í vörn í fyrri hálfleik en hann var bara góður eins og allt FH liðið.” FH hafði ekki unnið KA í deildarleik fyrir norðan eftir endurkomu þeirra í efstu deild og kom síðasti deildarsigur þeirra fyrir norðan gegn Akureyri Handboltafélagi árið 2015 að undanskildum einum sigurleik við Þór. „Við vissum af þessari statistík og ætluðum að breyta henni og gerðum það í dag”, sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla FH KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 27-30 | FH-ingar fyrstir til að vinna í KA-heimilinu FH vann sterkan 27-30 sigur á KA í Olís deild karla í handbolta norður á Akureyri í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en heimamenn gerðu leikinn spennandi í seinni hálfleik. 13. nóvember 2022 18:40 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður að ná loks í sigur í KA-heimilinu. „Bara mjög ánægður með sigurinn. Frábær fyrri hálfleikur þar sem við spiluðum geggjaða vörn og sóknarleik líka. Við vissum svo sem alltaf að þessir leikir hérna leita oft í þetta, mikil læti og svona, að það kæmi eitthvað áhlaup en við stóðumst það sem betur fer.” FH spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og voru sjö mörkum yfir í hálfleik en það getur verið fljótt að breytast í KA-heimilinu. „Það er nú ekkert langt síðan að Stjarnan var yfir með sjö hérna í hálfleik þannig að við töluðum bara um það að við þyrftum að halda áfram með okkar og sækja hlutina til okkar og vissum að að kæmi áhlaup en mjög gott að halda haus.” KA minnkaði muninn tvisvar í eitt mark í seinni hluta síðari hálfleiks en FH-ingum tókst þá að bíta aftur frá sér og komast nokkrum mörkum yfir. „Húsið kviknar en bara mjög ánægður að lauma inn nokkrum og þá kaupum við okkur smá forskot sem dugaði.” Einar Bragi Aðalsteinsson var frábær í sóknarleik FH og skorað 7 mörk úr 11 skotum og lét einnig vel til sín taka í vörninni. „Hann var mjög góður í sókn og vörn. Við tókum hann út af, hann var kominn með tvisvar tvær mínútur, var frábær í vörn í fyrri hálfleik en hann var bara góður eins og allt FH liðið.” FH hafði ekki unnið KA í deildarleik fyrir norðan eftir endurkomu þeirra í efstu deild og kom síðasti deildarsigur þeirra fyrir norðan gegn Akureyri Handboltafélagi árið 2015 að undanskildum einum sigurleik við Þór. „Við vissum af þessari statistík og ætluðum að breyta henni og gerðum það í dag”, sagði Sigursteinn að lokum.
Olís-deild karla FH KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 27-30 | FH-ingar fyrstir til að vinna í KA-heimilinu FH vann sterkan 27-30 sigur á KA í Olís deild karla í handbolta norður á Akureyri í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en heimamenn gerðu leikinn spennandi í seinni hálfleik. 13. nóvember 2022 18:40 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira
Leik lokið: KA - FH 27-30 | FH-ingar fyrstir til að vinna í KA-heimilinu FH vann sterkan 27-30 sigur á KA í Olís deild karla í handbolta norður á Akureyri í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en heimamenn gerðu leikinn spennandi í seinni hálfleik. 13. nóvember 2022 18:40